Sveltistefna og einkarekstur Katrín Jakobsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Heilbrigðisráðherra var á vorþingi þráspurður um það hvert hann hygðist stefna hvað varðar einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Ráðherrann margítrekaði að ekki stæði til að fara í neinar grundvallarbreytingar á heilbrigðiskerfinu eða að auka stórkostlega við einkarekstur í kerfinu. Nú lítur hins vegar út fyrir að flokkur heilbrigðisráðherra, Björt framtíð, sem talaði mjög fyrir kerfisbreytingum á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar fyrir kosningar, ætli sér fyrst og fremst kerfisbreytingar í átt til aukins einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu. Aðrar kerfisbreytingar hafa gufað upp. Þannig bárust í síðustu viku fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands hygðust semja við Klíníkina við Ármúlann um brjóstnám og brjóstauppbyggingu á konum sem greinast með BRCA-genið. Hingað til hafa þessar aðgerðir sem krefjast innlagnar og kalla á sérhæfða þjónustu eingöngu verið gerðar á Landspítalanum en Klíníkin hefur lengi sóst eftir samningi um þessar aðgerðir eins og fjallað hefur verið um á opinberum vettvangi og vísað til langra biðlista á spítalanum. Því var hafnað af síðasta heilbrigðisráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni. En nú er ákveðið á vakt Bjartrar framtíðar að semja við einkaaðila og opna þar með á enn frekari einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni. Framundan eru fleiri stórar ákvarðanir. Hvað mun heilbrigðisráðherra gera þegar kemur að ákvörðun um rekstur sjúkrahótels sem nú er verið að reisa á lóð Landspítalans við Hringbraut? Mun hann fela Landspítalanum rekstur hans eins og spítalinn hefur sjálfur óskað eftir? Eða bjóða reksturinn út til að færa enn stærri hluta heilbrigðiskerfisins í hendur einkaaðila sem greiða sér svo arð úr rekstrinum? Sveltistefna gagnvart almannaþjónustu virðist vera helsta lím þessarar ríkisstjórnar. Í stað þess að fylgja vilja meirihluta landsmanna sem vill sjá meira fé renna til heilbrigðiskerfisins og enn fremur að það sé félagslega rekið á að viðhalda sveltistefnunni sem birtist kýrskýrt í nýsamþykktri fimm ára fjármálaáætlun og standa fyrir enn frekari einkavæðingu á almannaþjónustu. Um það snýst þessi ríkisstjórn, þetta eru einu kerfisbreytingarnar sem hún stendur fyrir. Það þarf líklega ekki að leita annarra skýringa á því hvers vegna hún er að loknu hálfu ári enn óvinsælli en sjálfur Donald Trump. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra var á vorþingi þráspurður um það hvert hann hygðist stefna hvað varðar einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Ráðherrann margítrekaði að ekki stæði til að fara í neinar grundvallarbreytingar á heilbrigðiskerfinu eða að auka stórkostlega við einkarekstur í kerfinu. Nú lítur hins vegar út fyrir að flokkur heilbrigðisráðherra, Björt framtíð, sem talaði mjög fyrir kerfisbreytingum á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar fyrir kosningar, ætli sér fyrst og fremst kerfisbreytingar í átt til aukins einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu. Aðrar kerfisbreytingar hafa gufað upp. Þannig bárust í síðustu viku fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands hygðust semja við Klíníkina við Ármúlann um brjóstnám og brjóstauppbyggingu á konum sem greinast með BRCA-genið. Hingað til hafa þessar aðgerðir sem krefjast innlagnar og kalla á sérhæfða þjónustu eingöngu verið gerðar á Landspítalanum en Klíníkin hefur lengi sóst eftir samningi um þessar aðgerðir eins og fjallað hefur verið um á opinberum vettvangi og vísað til langra biðlista á spítalanum. Því var hafnað af síðasta heilbrigðisráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni. En nú er ákveðið á vakt Bjartrar framtíðar að semja við einkaaðila og opna þar með á enn frekari einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni. Framundan eru fleiri stórar ákvarðanir. Hvað mun heilbrigðisráðherra gera þegar kemur að ákvörðun um rekstur sjúkrahótels sem nú er verið að reisa á lóð Landspítalans við Hringbraut? Mun hann fela Landspítalanum rekstur hans eins og spítalinn hefur sjálfur óskað eftir? Eða bjóða reksturinn út til að færa enn stærri hluta heilbrigðiskerfisins í hendur einkaaðila sem greiða sér svo arð úr rekstrinum? Sveltistefna gagnvart almannaþjónustu virðist vera helsta lím þessarar ríkisstjórnar. Í stað þess að fylgja vilja meirihluta landsmanna sem vill sjá meira fé renna til heilbrigðiskerfisins og enn fremur að það sé félagslega rekið á að viðhalda sveltistefnunni sem birtist kýrskýrt í nýsamþykktri fimm ára fjármálaáætlun og standa fyrir enn frekari einkavæðingu á almannaþjónustu. Um það snýst þessi ríkisstjórn, þetta eru einu kerfisbreytingarnar sem hún stendur fyrir. Það þarf líklega ekki að leita annarra skýringa á því hvers vegna hún er að loknu hálfu ári enn óvinsælli en sjálfur Donald Trump. Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun