Lífeyrissjóðir að selja turninn við Höfðatorg Hörður Ægisson skrifar 30. ágúst 2017 07:30 Fasteignafélagið FAST-1 keypti turninn við Höfðatorg af Íslandsbanka árið 2013. Vísir/GVA Fasteignafélagið FAST-1 undirbýr nú sölu á öllum eignum samstæðunnar en langsamlega stærsta eign þess er Höfðatorgsturninn við Borgartún og Katrínartún sem var metinn á um 18 milljarða króna í árslok 2016. Samtals nema eignir félagsins hins vegar ríflega 22 milljörðum. Gísli Reynisson, framkvæmdastjóri FAST-1, sem er samlagshlutafélag að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, segir í samtali við Markaðinn að formlegt söluferli muni hefjast á allra næstu vikum. Það er fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem er ráðgjafi seljenda í ferlinu. Aðspurður segir Gísli ekki hægt að segja fyrir um hvenær hann búist við að söluferlinu ljúki. Hann bendir hins vegar á það sé mat stjórnenda að nú sé góður tími til að selja fasteignasafn félagsins, meðal annars með hliðsjón af lækkandi vöxtum á markaði. Gísli er einn eigenda Contra eignastýringar sem hefur séð um rekstur eigna FAST-1 frá árinu 2012 og þá er fasteignafélagið í stýringu Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka. Heildarleigutekjur FAST-1 á árinu 2016 námu um 1.630 milljónum króna og jukust um liðlega 80 milljónir frá fyrra ári. Þar munaði mest um tekjur af leigustarfsemi dótturfélagsins HTO ehf., sem á og rekur atvinnuhúsnæði að Höfðatorgi, en þær voru samtals 1.274 milljónir í fyrra. Hagnaður félagsins fyrir matsbreytingu fjárfestingareigna var um 970 milljónir króna á síðasta ári. Heildarstærð eigna félagsins er um 57 þúsund fermetrar að meðtöldum bílakjallara sem er undir byggingunum. Turninn að Katrínartúni, sem hafist var handa við að reisa árið 2007 af byggingarfélaginu Eykt, er nítján hæðir en á meðal þeirra fyrirtækja og stofnana sem eru þar með starfsemi eru Fjármálaeftirlitið, Reiknistofa bankanna, Olís, WOW air, Samherji, Arctica Finance og ýmsar lögmannsstofur. Stærstu hluthafar FAST-1, hvor um sig með 19,9 prósenta eignarhlut, eru Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna og þá nemur hlutur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins – bæði A- og B-deild – samtals 18,5 prósentum. Aðrir lífeyrissjóðir eiga undir 10 prósenta hlut og þá á Tryggingamiðstöðin ríflega þriggja prósenta hlut í félaginu. Fasteignafélagið FAST-1 eignaðist Höfðatorg upphaflega árið 2013 þegar það keypti eignarhaldsfélagið HTO af Íslandsbanka, sem átti þá 72,5 prósenta hlut í félaginu, og Pétri Guðmundssyni og tengdum aðilum sem fóru með 27,5 prósenta hlut. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sá einnig um söluferli félagsins á þeim tíma en bankinn hafði tekið yfir Höfðatorg að mestu árið 2011.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Fasteignafélagið FAST-1 undirbýr nú sölu á öllum eignum samstæðunnar en langsamlega stærsta eign þess er Höfðatorgsturninn við Borgartún og Katrínartún sem var metinn á um 18 milljarða króna í árslok 2016. Samtals nema eignir félagsins hins vegar ríflega 22 milljörðum. Gísli Reynisson, framkvæmdastjóri FAST-1, sem er samlagshlutafélag að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, segir í samtali við Markaðinn að formlegt söluferli muni hefjast á allra næstu vikum. Það er fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem er ráðgjafi seljenda í ferlinu. Aðspurður segir Gísli ekki hægt að segja fyrir um hvenær hann búist við að söluferlinu ljúki. Hann bendir hins vegar á það sé mat stjórnenda að nú sé góður tími til að selja fasteignasafn félagsins, meðal annars með hliðsjón af lækkandi vöxtum á markaði. Gísli er einn eigenda Contra eignastýringar sem hefur séð um rekstur eigna FAST-1 frá árinu 2012 og þá er fasteignafélagið í stýringu Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka. Heildarleigutekjur FAST-1 á árinu 2016 námu um 1.630 milljónum króna og jukust um liðlega 80 milljónir frá fyrra ári. Þar munaði mest um tekjur af leigustarfsemi dótturfélagsins HTO ehf., sem á og rekur atvinnuhúsnæði að Höfðatorgi, en þær voru samtals 1.274 milljónir í fyrra. Hagnaður félagsins fyrir matsbreytingu fjárfestingareigna var um 970 milljónir króna á síðasta ári. Heildarstærð eigna félagsins er um 57 þúsund fermetrar að meðtöldum bílakjallara sem er undir byggingunum. Turninn að Katrínartúni, sem hafist var handa við að reisa árið 2007 af byggingarfélaginu Eykt, er nítján hæðir en á meðal þeirra fyrirtækja og stofnana sem eru þar með starfsemi eru Fjármálaeftirlitið, Reiknistofa bankanna, Olís, WOW air, Samherji, Arctica Finance og ýmsar lögmannsstofur. Stærstu hluthafar FAST-1, hvor um sig með 19,9 prósenta eignarhlut, eru Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna og þá nemur hlutur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins – bæði A- og B-deild – samtals 18,5 prósentum. Aðrir lífeyrissjóðir eiga undir 10 prósenta hlut og þá á Tryggingamiðstöðin ríflega þriggja prósenta hlut í félaginu. Fasteignafélagið FAST-1 eignaðist Höfðatorg upphaflega árið 2013 þegar það keypti eignarhaldsfélagið HTO af Íslandsbanka, sem átti þá 72,5 prósenta hlut í félaginu, og Pétri Guðmundssyni og tengdum aðilum sem fóru með 27,5 prósenta hlut. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sá einnig um söluferli félagsins á þeim tíma en bankinn hafði tekið yfir Höfðatorg að mestu árið 2011.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira