Liðið er búið að æfa í keppnishöllinni sem er hin glæsilegasta en áður en strákarnir komust á fyrstu æfinguna þá beið þeirra myndataka á venum FIBA.
Öll liðin fara í gegnum opinbera myndatöku á vegum evrópska körfuboltasambandsins og var nú valin sú leið að boða liðin í myndatöku á undan fyrstu æfingu liðanna í keppnishöllinni.
Körfuboltasambandið sagði frá og birti myndir af myndatökunni á fésbókarsíðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan.



