Þýðir ekkert að vera feiminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 08:00 Kristófer er klár í slaginn. vísir/óskaró Stærsti hluti íslenska karlalandsliðsins hér úti á EM í Helsinki var með í Berlín fyrir tveimur árum þegar Ísland steig sín fyrstu skref á Eurobasket. Hins vegar hafa bæst öflugir leikmenn í hópinn og einn af þeim er hinn 23 ára gamli Kristófer Acox. „Ég er mjög spenntur. Ferðalagið er búið að vera fínt og nú er bara komið að stóru stundinni,“ segir Kristófer. Hann fékk ekki leyfi hjá skólanum sínum til að vera með fyrir tveimur árum en nokkrum mánuðum fyrr hafði hann stigið sín fyrstu skref með landsliðinu og staðið sig vel. Það má því næstum því bóka það að hann hefði verið í hópnum á EM í Berlín 2015 ef forráðamenn Furman-skólans hefðu sýnt meiri skilning. „Þetta er fyrsta stórmótið mitt. Ég sat bara í skólastofunni og fylgdist með Eurobasket í beinni fyrir tveimur árum. Að fá að vera með núna í öllu ferðalaginu, æfingunum og leikjunum er ólýsanlegt,“ segir Kristófer.Kristófer í landsleik gegn Belgíu.vísir/andri marinóÞeir gömlu ruddu veginn Íslenska liðið er byggt á kjarna sem er búinn að spila lengi saman í landsliðinu en Kristófer og fleiri eru að koma sterkir inn. „Við erum aðeins að yngja þetta upp,“ segir Kristófer í léttum tón en bætti svo við: „Gömlu mennirnir eru búnir að ryðja veginn fyrir okkur og hækka slána. Við ungu strákarnir komum bara inn og erum æstir, graðir og spenntir fyrir því að spila og gera vel. Ég ætla að koma inn með orku og reyna að gera það sem ég get best. Ég ætla mér að hjálpa liðinu með öllum þeim hlutum sem ég gert sjálfur. Svo ætlum við að spila saman því að enginn vinnur þetta einn og sér. Ef við spilum fimm og allir tólf saman þá eigum við að geta gert góða hluti á þessu móti,“ segir Kristófer. Liðið er einn stór vinahópur og það er mjög góður andi yfir öllu. „Þetta er eins og lítil fjölskylda. Við vorum búnir að vera saman tvö sumur í röð, með svipað lið og svipaðan æfingahóp líka. Við erum því farnir að þekkja frekar vel hver inn á annan. Við erum mjög mikið saman alla daga og æfum tvisvar á dag. Svo erum við líka að ferðast saman og allt þannig,“ segir Kristófer en hann bætir svo við: „Ef við verðum ekki komnir með ógeð hver á öðrum eftir þetta mót þá veit ég ekki hvað. Það er bara það góða við þetta að við erum farnir að þekkja hver annan innan vallar sem utan og höfum myndað þessi tengsl. Það hjálpar okkur mikið.”Kristófer tekur skot á æfingu landsliðsins.vísir/óskaróReynir við troðslur Ein tölfræði sem ætti að hækka við komu Kristófers og Tryggva Snæs Hlinasonar í liðið er fjöldi troðsla hjá íslenska liðinu. „Maður er að taka við af Hlyn og þeim í troðslunum,“ grínast Kristófer en landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson er ekki þekktur fyrir að troða boltanum í körfuna í leikjum. Kristófer stefnir á að gleðja fjölda íslenskra stuðningsmanna með flottum tilþrifum á Evrópumótinu. „Ég verð að reyna að henda í einhverjar troðslur. Það er kannski auðveldara fyrir jafn stóran mann og Tryggva að henda í troðslur en ég verð að fá eitthvað líka,“ segir Kristófer brosandi.Sýna sig og sanna Kristófer Acox er nú kominn heim eftir fjögurra ára nám í Furman-skólanum og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með KR í vor. Nú nokkrum mánuðum síðar er hann að fara að spila sinn fyrsta leik á Eurobasket. „Maður setur sér markmið og vill uppskera. Þegar maður er kominn á svona stórt svið þá vill maður að fólk taki eftir sér. Ég verð bara að koma inn, spila af ákveðni og hafa sjálfstraust,“ segir Kristófer en þetta er líka spurning fyrir hann að sýna sig og sanna því stefnan er sett á það að komast að hjá sterku erlendu félagi í framtíðinni. „Vera líka til í þetta. Maður er kominn á stórmót. Það þýðir ekkert að fara út á völl og vera feiminn eða eitthvað hræddur. Þetta er bara leikur en á það stóru sviði að maður vill láta taka eftir sér,“ sagði Kristófer að lokum. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Pavel: Verður geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið Pavel Ermolinskij og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að byrja að spila fyrir framan "bláa hafið“ í höllinni í Helsinki. 30. ágúst 2017 09:30 Strákarnir fóru í myndatöku hjá FIBA fyrir æfingu Íslenska körfuboltalandsliðið er búið að koma sér vel fyrir í Helsinki og það er allt af verða klárt fyrir fyrsta leikinn sem verður á móti Grikkjum á morgun. 30. ágúst 2017 11:00 Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00 Haukur Helgi: Veit ekki hvort ég fer að gráta eða hlæja Haukur Helgi Pálsson var léttur þegar íslensku leikmennirnir hittu blaðamenn á hóteli íslenska liðsins í dag en framundan er fyrsti leikurinn á Eurobasket á morgun. 30. ágúst 2017 18:00 Logi: Mættur til að vinna leiki en ekki til að spila á móti einhverjum stórstjörnum Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að mæta Grikkjum á morgun en þá spilar íslenska liðið sinn fyrsta leik á Eurobasket 2017. 30. ágúst 2017 20:30 Kristín sendiherra: Finnar munu fara mjúkum höndum um Íslendingana Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Finnlandi, tók vel á móti íslenska hópnum í Sendiherrabúðstaðnum í gærkvöldi. 30. ágúst 2017 08:30 Landsliðsstrákarnir birta fallegar myndir af sér með mömmum sínum Strákarnir í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta þakka mæðrum sínum fyrir stuðninginn í glæsilegri auglýsingu frá Domino´s fyrir Evrópumótið í Helsinki sem hefst á morgun. 30. ágúst 2017 12:30 Auðvelt að koma aftur inn í þetta lið Meiðslapésarnir Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson deila herbergi í fyrsta sinn en eiga það vonandi líka sameiginlegt að vera klárir í slaginn í fyrsta leiknum á EM á morgun. 30. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Stærsti hluti íslenska karlalandsliðsins hér úti á EM í Helsinki var með í Berlín fyrir tveimur árum þegar Ísland steig sín fyrstu skref á Eurobasket. Hins vegar hafa bæst öflugir leikmenn í hópinn og einn af þeim er hinn 23 ára gamli Kristófer Acox. „Ég er mjög spenntur. Ferðalagið er búið að vera fínt og nú er bara komið að stóru stundinni,“ segir Kristófer. Hann fékk ekki leyfi hjá skólanum sínum til að vera með fyrir tveimur árum en nokkrum mánuðum fyrr hafði hann stigið sín fyrstu skref með landsliðinu og staðið sig vel. Það má því næstum því bóka það að hann hefði verið í hópnum á EM í Berlín 2015 ef forráðamenn Furman-skólans hefðu sýnt meiri skilning. „Þetta er fyrsta stórmótið mitt. Ég sat bara í skólastofunni og fylgdist með Eurobasket í beinni fyrir tveimur árum. Að fá að vera með núna í öllu ferðalaginu, æfingunum og leikjunum er ólýsanlegt,“ segir Kristófer.Kristófer í landsleik gegn Belgíu.vísir/andri marinóÞeir gömlu ruddu veginn Íslenska liðið er byggt á kjarna sem er búinn að spila lengi saman í landsliðinu en Kristófer og fleiri eru að koma sterkir inn. „Við erum aðeins að yngja þetta upp,“ segir Kristófer í léttum tón en bætti svo við: „Gömlu mennirnir eru búnir að ryðja veginn fyrir okkur og hækka slána. Við ungu strákarnir komum bara inn og erum æstir, graðir og spenntir fyrir því að spila og gera vel. Ég ætla að koma inn með orku og reyna að gera það sem ég get best. Ég ætla mér að hjálpa liðinu með öllum þeim hlutum sem ég gert sjálfur. Svo ætlum við að spila saman því að enginn vinnur þetta einn og sér. Ef við spilum fimm og allir tólf saman þá eigum við að geta gert góða hluti á þessu móti,“ segir Kristófer. Liðið er einn stór vinahópur og það er mjög góður andi yfir öllu. „Þetta er eins og lítil fjölskylda. Við vorum búnir að vera saman tvö sumur í röð, með svipað lið og svipaðan æfingahóp líka. Við erum því farnir að þekkja frekar vel hver inn á annan. Við erum mjög mikið saman alla daga og æfum tvisvar á dag. Svo erum við líka að ferðast saman og allt þannig,“ segir Kristófer en hann bætir svo við: „Ef við verðum ekki komnir með ógeð hver á öðrum eftir þetta mót þá veit ég ekki hvað. Það er bara það góða við þetta að við erum farnir að þekkja hver annan innan vallar sem utan og höfum myndað þessi tengsl. Það hjálpar okkur mikið.”Kristófer tekur skot á æfingu landsliðsins.vísir/óskaróReynir við troðslur Ein tölfræði sem ætti að hækka við komu Kristófers og Tryggva Snæs Hlinasonar í liðið er fjöldi troðsla hjá íslenska liðinu. „Maður er að taka við af Hlyn og þeim í troðslunum,“ grínast Kristófer en landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson er ekki þekktur fyrir að troða boltanum í körfuna í leikjum. Kristófer stefnir á að gleðja fjölda íslenskra stuðningsmanna með flottum tilþrifum á Evrópumótinu. „Ég verð að reyna að henda í einhverjar troðslur. Það er kannski auðveldara fyrir jafn stóran mann og Tryggva að henda í troðslur en ég verð að fá eitthvað líka,“ segir Kristófer brosandi.Sýna sig og sanna Kristófer Acox er nú kominn heim eftir fjögurra ára nám í Furman-skólanum og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með KR í vor. Nú nokkrum mánuðum síðar er hann að fara að spila sinn fyrsta leik á Eurobasket. „Maður setur sér markmið og vill uppskera. Þegar maður er kominn á svona stórt svið þá vill maður að fólk taki eftir sér. Ég verð bara að koma inn, spila af ákveðni og hafa sjálfstraust,“ segir Kristófer en þetta er líka spurning fyrir hann að sýna sig og sanna því stefnan er sett á það að komast að hjá sterku erlendu félagi í framtíðinni. „Vera líka til í þetta. Maður er kominn á stórmót. Það þýðir ekkert að fara út á völl og vera feiminn eða eitthvað hræddur. Þetta er bara leikur en á það stóru sviði að maður vill láta taka eftir sér,“ sagði Kristófer að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Pavel: Verður geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið Pavel Ermolinskij og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að byrja að spila fyrir framan "bláa hafið“ í höllinni í Helsinki. 30. ágúst 2017 09:30 Strákarnir fóru í myndatöku hjá FIBA fyrir æfingu Íslenska körfuboltalandsliðið er búið að koma sér vel fyrir í Helsinki og það er allt af verða klárt fyrir fyrsta leikinn sem verður á móti Grikkjum á morgun. 30. ágúst 2017 11:00 Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00 Haukur Helgi: Veit ekki hvort ég fer að gráta eða hlæja Haukur Helgi Pálsson var léttur þegar íslensku leikmennirnir hittu blaðamenn á hóteli íslenska liðsins í dag en framundan er fyrsti leikurinn á Eurobasket á morgun. 30. ágúst 2017 18:00 Logi: Mættur til að vinna leiki en ekki til að spila á móti einhverjum stórstjörnum Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að mæta Grikkjum á morgun en þá spilar íslenska liðið sinn fyrsta leik á Eurobasket 2017. 30. ágúst 2017 20:30 Kristín sendiherra: Finnar munu fara mjúkum höndum um Íslendingana Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Finnlandi, tók vel á móti íslenska hópnum í Sendiherrabúðstaðnum í gærkvöldi. 30. ágúst 2017 08:30 Landsliðsstrákarnir birta fallegar myndir af sér með mömmum sínum Strákarnir í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta þakka mæðrum sínum fyrir stuðninginn í glæsilegri auglýsingu frá Domino´s fyrir Evrópumótið í Helsinki sem hefst á morgun. 30. ágúst 2017 12:30 Auðvelt að koma aftur inn í þetta lið Meiðslapésarnir Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson deila herbergi í fyrsta sinn en eiga það vonandi líka sameiginlegt að vera klárir í slaginn í fyrsta leiknum á EM á morgun. 30. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Pavel: Verður geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið Pavel Ermolinskij og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að byrja að spila fyrir framan "bláa hafið“ í höllinni í Helsinki. 30. ágúst 2017 09:30
Strákarnir fóru í myndatöku hjá FIBA fyrir æfingu Íslenska körfuboltalandsliðið er búið að koma sér vel fyrir í Helsinki og það er allt af verða klárt fyrir fyrsta leikinn sem verður á móti Grikkjum á morgun. 30. ágúst 2017 11:00
Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00
Haukur Helgi: Veit ekki hvort ég fer að gráta eða hlæja Haukur Helgi Pálsson var léttur þegar íslensku leikmennirnir hittu blaðamenn á hóteli íslenska liðsins í dag en framundan er fyrsti leikurinn á Eurobasket á morgun. 30. ágúst 2017 18:00
Logi: Mættur til að vinna leiki en ekki til að spila á móti einhverjum stórstjörnum Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að mæta Grikkjum á morgun en þá spilar íslenska liðið sinn fyrsta leik á Eurobasket 2017. 30. ágúst 2017 20:30
Kristín sendiherra: Finnar munu fara mjúkum höndum um Íslendingana Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Finnlandi, tók vel á móti íslenska hópnum í Sendiherrabúðstaðnum í gærkvöldi. 30. ágúst 2017 08:30
Landsliðsstrákarnir birta fallegar myndir af sér með mömmum sínum Strákarnir í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta þakka mæðrum sínum fyrir stuðninginn í glæsilegri auglýsingu frá Domino´s fyrir Evrópumótið í Helsinki sem hefst á morgun. 30. ágúst 2017 12:30
Auðvelt að koma aftur inn í þetta lið Meiðslapésarnir Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson deila herbergi í fyrsta sinn en eiga það vonandi líka sameiginlegt að vera klárir í slaginn í fyrsta leiknum á EM á morgun. 30. ágúst 2017 06:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti