Trump stefnir á skattabreytingar Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2017 22:41 Donald Trump í Springfield í dag. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar sér að gera umfangsmiklar breytingar á skattakerfi Bandaríkjanna. Hann sagði það nauðsynlegt að lækka skattbyrðina á verkafólk og fyrirtæki svo hægt væri að fjölga störfum. Þá þrýsti hann á þingmenn að standa sig í stykkinu. Forsetinn og Repúblikanar hafa enn ekki komið einum af sínum stóru málum í gegnum báðar deildir þingsins og hefur þrýstingur á að slíkt gerist aukist samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.„Ég er tilbúinn til að vinna með þinginu til að koma þessu í verk og ég vil ekki að þingið valdi mér vonbrigðum. Skiljið þið? Skiljið þið? Þingið. Ég held að þingið stefni á endurkomu,“ sagði Trump við starfsmenn verksmiðju í Springfield í Missouri í dag. Frumvarp um skattalækkanir er enn í smíðum og Trump sagði ekkert um hverju hann stefndi að öðru en að lækka skatta á fyrirtæki úr 35 prósentum í fimmtán. Þingmenn hafa sagt að þeir myndu telja það heppni að geta lækkað skattinn í 25 prósent.Samkvæmt frétt Reuters telja sérfræðingar ólíklegt að þingið geti lokið við skattabreytingar á þessu ári. Þar að auki þykir ólíklegt að repúblikönum muni takast að breyta kerfinu. Þess í stað þykir líklegra að um einfalda skattalækkun verði að ræða.Yfirlýsingar forsetans varðandi skattalækkanir hafa verið gagnrýndar fyrir að þjóna hagsmunum þeirra ríkustu og fyrirtækja. Demókratar hafa gefið út að þeir muni ekki styðja við breytingar sem hagnist þeim allra ríkustu í Bandaríkjunum.Þingmenn beggja flokka í Bandaríkjunum eru sammála um að nauðsynlegt sé að einfalda skattakerfi ríkisins. Samkvæmt frétt Washington Post hafa sérfræðingar áætlað að miðað við það sem Trump hefur sagt um sínar áætluðu breytingar muni um 40 prósent af skattalækkunum fara til eins prósents Bandaríkjamanna. Það er þeirra ríkustu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gjá myndast milli Trump og flokksins Donald Trump gagnrýndi leiðtoga meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings á Twitter. 9. ágúst 2017 19:45 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um. 24. ágúst 2017 14:21 Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar sér að gera umfangsmiklar breytingar á skattakerfi Bandaríkjanna. Hann sagði það nauðsynlegt að lækka skattbyrðina á verkafólk og fyrirtæki svo hægt væri að fjölga störfum. Þá þrýsti hann á þingmenn að standa sig í stykkinu. Forsetinn og Repúblikanar hafa enn ekki komið einum af sínum stóru málum í gegnum báðar deildir þingsins og hefur þrýstingur á að slíkt gerist aukist samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.„Ég er tilbúinn til að vinna með þinginu til að koma þessu í verk og ég vil ekki að þingið valdi mér vonbrigðum. Skiljið þið? Skiljið þið? Þingið. Ég held að þingið stefni á endurkomu,“ sagði Trump við starfsmenn verksmiðju í Springfield í Missouri í dag. Frumvarp um skattalækkanir er enn í smíðum og Trump sagði ekkert um hverju hann stefndi að öðru en að lækka skatta á fyrirtæki úr 35 prósentum í fimmtán. Þingmenn hafa sagt að þeir myndu telja það heppni að geta lækkað skattinn í 25 prósent.Samkvæmt frétt Reuters telja sérfræðingar ólíklegt að þingið geti lokið við skattabreytingar á þessu ári. Þar að auki þykir ólíklegt að repúblikönum muni takast að breyta kerfinu. Þess í stað þykir líklegra að um einfalda skattalækkun verði að ræða.Yfirlýsingar forsetans varðandi skattalækkanir hafa verið gagnrýndar fyrir að þjóna hagsmunum þeirra ríkustu og fyrirtækja. Demókratar hafa gefið út að þeir muni ekki styðja við breytingar sem hagnist þeim allra ríkustu í Bandaríkjunum.Þingmenn beggja flokka í Bandaríkjunum eru sammála um að nauðsynlegt sé að einfalda skattakerfi ríkisins. Samkvæmt frétt Washington Post hafa sérfræðingar áætlað að miðað við það sem Trump hefur sagt um sínar áætluðu breytingar muni um 40 prósent af skattalækkunum fara til eins prósents Bandaríkjamanna. Það er þeirra ríkustu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gjá myndast milli Trump og flokksins Donald Trump gagnrýndi leiðtoga meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings á Twitter. 9. ágúst 2017 19:45 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um. 24. ágúst 2017 14:21 Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Gjá myndast milli Trump og flokksins Donald Trump gagnrýndi leiðtoga meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings á Twitter. 9. ágúst 2017 19:45
Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30
Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um. 24. ágúst 2017 14:21
Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39