Hlynur: Ég verð stoltur af þessu sama hvað gerist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 09:00 „Mér finnst svona hótellíf vera ágætt. Að vera með strákunum að gera eitthvað en auðvitað er kominn spenningur“, segir fyrirliðinn Hlynur Bæringsson í samtali við Arnar Björnsson er framundan er fyrsti leikur íslenska körfuboltalandsliðsins á EM í Helsinki. En er ekki hundleiðinlegt að þurfa að bíða eftir því að mótið hefjist? „Sá hluti er kannski ekki skemmtilegur en við reynum að gera okkur til dundurs inná milli þannig að okkur leiðist ekkert,“ sagði Hlynur. Hvað er hægt að gera gegn þessu geysisterka gríska liði? „Vonandi eitthvað, þeir eru gríðarlega sterkir. Þetta er risaverkefni, það er ekki hægt að neita því. En þetta eru manneskjur eins og ég og þú sem gera sín mistök og við erum búnir að skoða þá svolítið. Þeir gera feila eins og við hinir en vonandi getum við nýtt okkur en við vitum að við þurfum að eiga rosa góðan leik,“ sagði Hlynur. Hversu góðan? „Ef við ætlum að vinna Grikki þurfum við að eiga besta landsleik sem Ísland hefur spilað að minnsta kosti á mínum tíma,“ sagði Hlynur. Hlynur var með í Berlín fyrir tveimur árum og hefur því samanburðinn. „Allt í kringum þetta er svolítið svipað en aðeins stærra í Berlín. Við mætum til leiks sem litla liðið,“ sagði Hlynur. „Þetta er mjög sterkur riðill með mörgum sterkum leikmönnum. Munurinn hjá okkur er sá að við erum aðeins rólegri og ekki eins yfirspenntir. Ég man eftir fyrsta leiknum í Berlín þá var maður kannski svolítið yfirspenntur og maður réð ekki alveg við sig. Flestir okkar eru ekki að spila í þessu umhverfi. Jón Arnór hafði kynnst þessari umgjörð. Ég vona að við séum aðeins rólegri en mótið sjálft virðist nokkuð svipað. Vel að öllu staðið,“ sagði Hlynur. Þetta er reynsla sem gleymist líklega seint? „Sama hvernig fer ég verð stoltur af þessu alveg sama hvað gerist. Þrátt fyrir að hafa tapað öllum leikjunum í Berlín þá er það samt einn af hápunktum á mínum ferli eins furðulega og það hljómar. Að fara með fimm tapleiki út úr þeirri keppni þá leið mér betur en eftir marga sigurleiki,“ sagði Hlynur að lokum. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
„Mér finnst svona hótellíf vera ágætt. Að vera með strákunum að gera eitthvað en auðvitað er kominn spenningur“, segir fyrirliðinn Hlynur Bæringsson í samtali við Arnar Björnsson er framundan er fyrsti leikur íslenska körfuboltalandsliðsins á EM í Helsinki. En er ekki hundleiðinlegt að þurfa að bíða eftir því að mótið hefjist? „Sá hluti er kannski ekki skemmtilegur en við reynum að gera okkur til dundurs inná milli þannig að okkur leiðist ekkert,“ sagði Hlynur. Hvað er hægt að gera gegn þessu geysisterka gríska liði? „Vonandi eitthvað, þeir eru gríðarlega sterkir. Þetta er risaverkefni, það er ekki hægt að neita því. En þetta eru manneskjur eins og ég og þú sem gera sín mistök og við erum búnir að skoða þá svolítið. Þeir gera feila eins og við hinir en vonandi getum við nýtt okkur en við vitum að við þurfum að eiga rosa góðan leik,“ sagði Hlynur. Hversu góðan? „Ef við ætlum að vinna Grikki þurfum við að eiga besta landsleik sem Ísland hefur spilað að minnsta kosti á mínum tíma,“ sagði Hlynur. Hlynur var með í Berlín fyrir tveimur árum og hefur því samanburðinn. „Allt í kringum þetta er svolítið svipað en aðeins stærra í Berlín. Við mætum til leiks sem litla liðið,“ sagði Hlynur. „Þetta er mjög sterkur riðill með mörgum sterkum leikmönnum. Munurinn hjá okkur er sá að við erum aðeins rólegri og ekki eins yfirspenntir. Ég man eftir fyrsta leiknum í Berlín þá var maður kannski svolítið yfirspenntur og maður réð ekki alveg við sig. Flestir okkar eru ekki að spila í þessu umhverfi. Jón Arnór hafði kynnst þessari umgjörð. Ég vona að við séum aðeins rólegri en mótið sjálft virðist nokkuð svipað. Vel að öllu staðið,“ sagði Hlynur. Þetta er reynsla sem gleymist líklega seint? „Sama hvernig fer ég verð stoltur af þessu alveg sama hvað gerist. Þrátt fyrir að hafa tapað öllum leikjunum í Berlín þá er það samt einn af hápunktum á mínum ferli eins furðulega og það hljómar. Að fara með fimm tapleiki út úr þeirri keppni þá leið mér betur en eftir marga sigurleiki,“ sagði Hlynur að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira