Martin: Ég held að við séum með töluvert betra lið en síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 10:30 Martin Hermannsson verður í enn stærra hlutverki með íslenska landsliðinu í Helsinki en fyrir tveimur árum. Framundan er fyrsti leikurinn á móti Grikkjum í dag. „Ég er mjög spenntur og á seinustu tveimur árum eru mínútur mínar í leikjunum alltaf að verða fleiri og fleiri. Ég nýtti fyrsta árið mitt í atvinnumennsku mjög vel í að þroskast sem leikmaður og verða yfirvegaðri. Ég er mjög spenntur að fá stærra hlutvek og tel mig tilbúinn í það," sagði Martin í samtali við Arnar Björnsson. Þú ert búinn að bæta þig á öllum sviðum en er það einhver þáttur sem þú hefur ekki bætt þig? „Það er alltaf hægt að bæta sig og maður getur alltaf orðið betri á öllum sviðum leiksins. Það er alltaf hægt að bæta sig varnarlega. Ég legg mesta áherslu á að bæta varnarleikinn á hverri æfingu“. En þú ert nú skruggugóður varnarmaður samt? „Já ég er fljótur á fótunum en á móti þessum stóru gaurum þarf maður að finna einhverja aðra aðferð til þess að verjast en maður lifir og lærir," sagði Martin Martin var spurður um samanburðinn á liðinu núna og fyrir tveimur árum í Berlín. „Ég tel að það hafi verið erfiðara að velja liðið núna. Með komu Tryggva þá breytist leikur okkar aðeins. Við þurfum að laga leik okkar að honum og hann að aðlagast okkur hinum. Ég held að við séum með töluvert betra lið en síðast. Við finnum það allir, pressan er meiri núna að vinna leik og vonandi tekst það," sagði Martin Er það þess virði að standa í þessu, bíða á hóteli eftir því að flautað verði til leiks? „Þetta er bara orðinn partur af manni. Ég er búinn að gera þetta í svo mörg ár og kann ekki við að vera ekki í jogging galla og á inniskóm. Jú þetta venst vel og spennan og fiðringurinn eykst með hverri mínútunni. Áður en maður veit af er þetta bara búið. Maður má ekki gleyma sér og verður að njóta þess að vera með strákunum. Svo sér maður þá ekki fyrr en eftir eitt ár," sagði Martin Er hægt að fara að sofa í kvöld, verður menn ekki bara yfirspenntir? „Jú það verður allavega góður fiðringur í kvöld en maður þarf að læra að höndla hann. Sérstaklega eftir að hafa gert þetta áður að þá er það aðeins auðveldara. Það var rosalega erfitt seinast að fara að sofa því maður var allur uppspenntur og titrandi fyrir leikina. Núna er þetta aðeins rólegra og maður veit hvað maður er að fara útí. Það hjálpar," sagði Martin að lokum. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Martin Hermannsson verður í enn stærra hlutverki með íslenska landsliðinu í Helsinki en fyrir tveimur árum. Framundan er fyrsti leikurinn á móti Grikkjum í dag. „Ég er mjög spenntur og á seinustu tveimur árum eru mínútur mínar í leikjunum alltaf að verða fleiri og fleiri. Ég nýtti fyrsta árið mitt í atvinnumennsku mjög vel í að þroskast sem leikmaður og verða yfirvegaðri. Ég er mjög spenntur að fá stærra hlutvek og tel mig tilbúinn í það," sagði Martin í samtali við Arnar Björnsson. Þú ert búinn að bæta þig á öllum sviðum en er það einhver þáttur sem þú hefur ekki bætt þig? „Það er alltaf hægt að bæta sig og maður getur alltaf orðið betri á öllum sviðum leiksins. Það er alltaf hægt að bæta sig varnarlega. Ég legg mesta áherslu á að bæta varnarleikinn á hverri æfingu“. En þú ert nú skruggugóður varnarmaður samt? „Já ég er fljótur á fótunum en á móti þessum stóru gaurum þarf maður að finna einhverja aðra aðferð til þess að verjast en maður lifir og lærir," sagði Martin Martin var spurður um samanburðinn á liðinu núna og fyrir tveimur árum í Berlín. „Ég tel að það hafi verið erfiðara að velja liðið núna. Með komu Tryggva þá breytist leikur okkar aðeins. Við þurfum að laga leik okkar að honum og hann að aðlagast okkur hinum. Ég held að við séum með töluvert betra lið en síðast. Við finnum það allir, pressan er meiri núna að vinna leik og vonandi tekst það," sagði Martin Er það þess virði að standa í þessu, bíða á hóteli eftir því að flautað verði til leiks? „Þetta er bara orðinn partur af manni. Ég er búinn að gera þetta í svo mörg ár og kann ekki við að vera ekki í jogging galla og á inniskóm. Jú þetta venst vel og spennan og fiðringurinn eykst með hverri mínútunni. Áður en maður veit af er þetta bara búið. Maður má ekki gleyma sér og verður að njóta þess að vera með strákunum. Svo sér maður þá ekki fyrr en eftir eitt ár," sagði Martin Er hægt að fara að sofa í kvöld, verður menn ekki bara yfirspenntir? „Jú það verður allavega góður fiðringur í kvöld en maður þarf að læra að höndla hann. Sérstaklega eftir að hafa gert þetta áður að þá er það aðeins auðveldara. Það var rosalega erfitt seinast að fara að sofa því maður var allur uppspenntur og titrandi fyrir leikina. Núna er þetta aðeins rólegra og maður veit hvað maður er að fara útí. Það hjálpar," sagði Martin að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira