Dópaður unglingur gaf ranga kennitölu undir stýri Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 05:58 Ófáir voru fluttir í gegnum port lögreglustöðvarinn á Hverfisgötu í nótt. Vísir/Eyþór Töluverð ölvun og annarlegt ástand einkenndi nóttina hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þurfti hún meðal annars að bregðast við tilkynningu um mann sem hafði otað eggvopni að öðrum í Austurstræti á fimmta tímanum í morgun. Eggvopnsmaðurinn er sagður hafa verið í annarlegu ástandi en ekki er nánar tilgreint í dagbók lögreglu hvað manninum gekk til. Hann var handtekinn og gistir nú fangageymslu. Það var svo skömmu fyrir klukkan 3 í nótt sem lögreglan stöðvaði ökumann við Laxakvísl í Árbæ. Hann reyndi í fyrstu að gefa upp ranga kennitölu en þegar rétt kennitala kom í ljós reyndist hann vera 16 ára og hefur því aldrei öðlast ökuréttindi. Þá var hann einnig undir áhrifum fíkniefna, ásamt því að einhver fíkniefni fundust í bílnum. Tveir 17 ára farþegar voru í bifreiðinni og var málið afgreitt að sögn lögreglu með aðkomu foreldra og tilkynningu til Barnaverndar. Þá var ölvaður karlmaður handtekinn á heimili sínu í Miðborginni, grunaður um líkamsárás og heimilisofbeldi. Hann var að sama skapi fluttur í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Ölvaður ökumaður, sem ítrekað hefur verið sviptur ökuréttindum, reyndi að stinga af eftir að hafa ekið á annan bíl á Strandgötu í Hafnarfirði í gærkvöld. Ökumaður hins bílsins ákvað því að aka á eftir honum þangað til lögreglu bar að garði og handtók þann ölvaða. Lögreglumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Töluverð ölvun og annarlegt ástand einkenndi nóttina hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þurfti hún meðal annars að bregðast við tilkynningu um mann sem hafði otað eggvopni að öðrum í Austurstræti á fimmta tímanum í morgun. Eggvopnsmaðurinn er sagður hafa verið í annarlegu ástandi en ekki er nánar tilgreint í dagbók lögreglu hvað manninum gekk til. Hann var handtekinn og gistir nú fangageymslu. Það var svo skömmu fyrir klukkan 3 í nótt sem lögreglan stöðvaði ökumann við Laxakvísl í Árbæ. Hann reyndi í fyrstu að gefa upp ranga kennitölu en þegar rétt kennitala kom í ljós reyndist hann vera 16 ára og hefur því aldrei öðlast ökuréttindi. Þá var hann einnig undir áhrifum fíkniefna, ásamt því að einhver fíkniefni fundust í bílnum. Tveir 17 ára farþegar voru í bifreiðinni og var málið afgreitt að sögn lögreglu með aðkomu foreldra og tilkynningu til Barnaverndar. Þá var ölvaður karlmaður handtekinn á heimili sínu í Miðborginni, grunaður um líkamsárás og heimilisofbeldi. Hann var að sama skapi fluttur í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Ölvaður ökumaður, sem ítrekað hefur verið sviptur ökuréttindum, reyndi að stinga af eftir að hafa ekið á annan bíl á Strandgötu í Hafnarfirði í gærkvöld. Ökumaður hins bílsins ákvað því að aka á eftir honum þangað til lögreglu bar að garði og handtók þann ölvaða.
Lögreglumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira