Hryðjuverk í Barselóna: Telja ökumann bifreiðarinnar hafa flúið til Frakklands 20. ágúst 2017 17:57 Mikill viðbúnaður er á landamærum Spánar og Frakklands. Visir/AFP Spænska lögreglan leitar enn að Younes Abouyaaqoub, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni sem átti sér stað í miðborg Barcelona og í Cambrils síðasta fimmtudag. Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. Reuters greinir frá. Mikill viðbúnaður hefur verið á landamærunum en talið er að Younes hafi verið einn af tólf hryðjuverkamönnum sem skipulögðu árásina. Þá er einnig talið að hann hafi verið bílstjóri sendiferðabíls sem ók inn í mannfjölda í miðborg Barselóna. Alls létust fjórtán manns og yfir 100 manns slösuðust.Átti að vera sprengjuárás Hinir árásarmennirnir hafa verið handteknir, skotnir af lögreglu eða látið lífið í sprengingu sem átti sér stað degi á miðvikudag, degi áður en árásin í Barselóna átti sér stað. Sú sprenging átti sér stað í íbúð í borginni Alcanar en þar geymdu árásarmennirnir talsvert af sprengjuefnum sem þeir ætluðu að nota í árásina. Sprengiefnin sprungu hins vegar og tveir árásarmannanna létust í þeirri sprengingu.. Það gerði það að verkum að mennirnir breyttu um árásarleið. Aðspurður um hvort talið sé að Younes hafi farið yfir landamærin segir Josep Lluis Trapero, yfirlögregluþjónn hjá Katalónsku lögreglunni, að ekki sé hægt að útiloka það. Trapero sagði einnig að ekki væri hægt að staðfesta að Younes hefði verið ökumaður bílsins en rannsóknir bentu samt sem áður til þess að aðeins einn maður hefði verið í bílnum. Móðir Younes, Hannou Ghanimi, gaf út yfirlýsingu í fjölmiðlum þar sem hún hvatti son sinn til að gefa sig fram til lögreglu þar sem hún vildi fremur að hann færi í fangelsi en að hann léti lífið.Trúarleiðtogi talinn höfuðpaur Alls hafa fjórir verið handteknir og eru þrír þeirra af marakóskum uppruna og einn frá Melilla í Norður-Afríku. Lögreglan hefur látið hafa eftir sér að borgin Ripoll á Spáni sé einn þeirra staða sem helst verður rannsakaður en margir af þeim sem stóðu að árásinni bjuggu þar. Þar bjó múslímskur trúarleiðtogi sem sagður er hafa verið í sambandi við alla mennina en sá yfirgaf Ripoll tveimur dögum fyrir árásina. Nafn hans er Abdelbaki Es Satty og er hann talinn vera höfuðpaurinn að skipulagningu árásarinnar. Lögreglan réðst inn í íbúð Es Satty og fann þar skjöl sem á voru skrifuð frönsk nöfn og símanúmer. Þá hefur verið staðfest að tveir meðlima hryðjuverkahópsins hafi farið saman til Zurich í Sviss í desember 2016. Svissnesk yfirvöld hafa enn ekki gefið upp hvort að mennirnir tengist einhverjum sérstaklega í Sviss. Verið er að rannsaka málið. ISIS samtökin hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni sem eru talin hafa verið sú skæðasta á Spáni í meira en áratug. Aðferðin sem notast var við á fimmtudaginn, þar sem sendiferðabíl er keyrt inn í hóp fólks, hefur verið algeng hjá hryðjuverkamönnum undanfarið og liggja samtals um 130 saklausir borgarar í valnum frá Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Spáni, Svíþjóð og nú síðast Spáni. Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Spænska lögreglan leitar enn að Younes Abouyaaqoub, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni sem átti sér stað í miðborg Barcelona og í Cambrils síðasta fimmtudag. Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. Reuters greinir frá. Mikill viðbúnaður hefur verið á landamærunum en talið er að Younes hafi verið einn af tólf hryðjuverkamönnum sem skipulögðu árásina. Þá er einnig talið að hann hafi verið bílstjóri sendiferðabíls sem ók inn í mannfjölda í miðborg Barselóna. Alls létust fjórtán manns og yfir 100 manns slösuðust.Átti að vera sprengjuárás Hinir árásarmennirnir hafa verið handteknir, skotnir af lögreglu eða látið lífið í sprengingu sem átti sér stað degi á miðvikudag, degi áður en árásin í Barselóna átti sér stað. Sú sprenging átti sér stað í íbúð í borginni Alcanar en þar geymdu árásarmennirnir talsvert af sprengjuefnum sem þeir ætluðu að nota í árásina. Sprengiefnin sprungu hins vegar og tveir árásarmannanna létust í þeirri sprengingu.. Það gerði það að verkum að mennirnir breyttu um árásarleið. Aðspurður um hvort talið sé að Younes hafi farið yfir landamærin segir Josep Lluis Trapero, yfirlögregluþjónn hjá Katalónsku lögreglunni, að ekki sé hægt að útiloka það. Trapero sagði einnig að ekki væri hægt að staðfesta að Younes hefði verið ökumaður bílsins en rannsóknir bentu samt sem áður til þess að aðeins einn maður hefði verið í bílnum. Móðir Younes, Hannou Ghanimi, gaf út yfirlýsingu í fjölmiðlum þar sem hún hvatti son sinn til að gefa sig fram til lögreglu þar sem hún vildi fremur að hann færi í fangelsi en að hann léti lífið.Trúarleiðtogi talinn höfuðpaur Alls hafa fjórir verið handteknir og eru þrír þeirra af marakóskum uppruna og einn frá Melilla í Norður-Afríku. Lögreglan hefur látið hafa eftir sér að borgin Ripoll á Spáni sé einn þeirra staða sem helst verður rannsakaður en margir af þeim sem stóðu að árásinni bjuggu þar. Þar bjó múslímskur trúarleiðtogi sem sagður er hafa verið í sambandi við alla mennina en sá yfirgaf Ripoll tveimur dögum fyrir árásina. Nafn hans er Abdelbaki Es Satty og er hann talinn vera höfuðpaurinn að skipulagningu árásarinnar. Lögreglan réðst inn í íbúð Es Satty og fann þar skjöl sem á voru skrifuð frönsk nöfn og símanúmer. Þá hefur verið staðfest að tveir meðlima hryðjuverkahópsins hafi farið saman til Zurich í Sviss í desember 2016. Svissnesk yfirvöld hafa enn ekki gefið upp hvort að mennirnir tengist einhverjum sérstaklega í Sviss. Verið er að rannsaka málið. ISIS samtökin hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni sem eru talin hafa verið sú skæðasta á Spáni í meira en áratug. Aðferðin sem notast var við á fimmtudaginn, þar sem sendiferðabíl er keyrt inn í hóp fólks, hefur verið algeng hjá hryðjuverkamönnum undanfarið og liggja samtals um 130 saklausir borgarar í valnum frá Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Spáni, Svíþjóð og nú síðast Spáni.
Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira