Erlent

Abouyaaqoub skotinn til bana af lögreglu

Atli Ísleifsson skrifar
Yones Abouyaaqoub var handtekinn í bænum Sant Sadurní d'Anoia, norðvestur af Barcelona.
Yones Abouyaaqoub var handtekinn í bænum Sant Sadurní d'Anoia, norðvestur af Barcelona. Vísir/getty
Lögregla á Spáni skaut hinn 22 ára Yones Abouyaaqoub til bana í Subirats, norðvestur af Barcelona, í dag. Abouyaaqoub er grunaður er um að hafa banað þrettán manns þegar hann ók sendiferðabíl niður Römbluna á fimmtudag.

Spænskir fjölmiðlar greina frá þessu, en þetta hefur þó ekki fengist staðfest af lögreglu. Maðurinn á að hafa verið klæddur sprengjubelti.

Abouyaaqoub er einnig grunaður um að hafa banað manni á flótta sínum frá borginni. Lögregla á Spáni telur að Abouyaaqoub hafi rænt bíl af 34 ára Spánverja sem fannst síðar látinn í bílnum.

Abouyaaqoub hefur verið leitað í Evrópu allri en lögregla taldi mögulegt að hann hefði flúið yfir landamærin til Frakklands.

Ellefu manns sem grunaðir eru um aðild að árásinni efu ýmis látnir eða í haldi lögreglu.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:43. Fyrstu fréttir spænskra fjölmiðla hermdu að maðurinn hafi verið handtekinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×