Erlent

Ætluðu að sprengja við kirkjuna La Sagrada Familia

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kirkjan er talin vera eitt mesta undur í sögu arkitektúrsins
Kirkjan er talin vera eitt mesta undur í sögu arkitektúrsins Getty
Mennirnir sem frömdu hryðjuverkin í Barcelona og nágrenni í síðustu viku ætluðu upphaflega að sprengja við fræg minnismerki, þar á meðal kirkjuna La Sagrada Familia. Þetta kom fram við yfirheyrslur á fjórum grunuðum hryðjuverkamönnum sem leiddir voru fyrir dómara í dag.

Kirkjan er talin vera eitt mesta undur í sögu arkitektúrsins en hún var hönnuð af Antoni Gaudí, frægasta arkitekts Spánar. Áður hafði komið fram að sprengiefni árásarmannanna eyðilagðist í sprengingu deginum áður og því breyttu þeir áætlunum sínum og notuðu bíla til þess að fremja sín voðaverk.

Samkvæmt heimildarmanni BBC fréttastofunnar hafa mennirnir verið ákærðir fyrir hryðjuverk, morð og vopnaeign.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×