Ísland upp um tvö sæti á lista FIBA: Passið ykkur því Hlinason er að koma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2017 10:30 Tryggvi Snær Hlinason með þeim Kára Jónssyni og Kristni Pálssyni sem voru með honum í 20 ára liðinu. mynd/kkí Íslenska körfuboltalandsliðið er á uppleið á styrkleikalista FIBA fyrir Evrópumótið sem hefst í næstu viku en íslensku strákarnir hækka sig um tvö sæti á nýjasta listanum. Ísland tapaði fjórum síðustu undirbúningsleikjum sínum fyrir keppnina en það kemur ekki í veg fyrir að bæði Bretland og Úkraína detti niður fyrir Ísland á listanum. Rúmenía rekur síðan áfram lestina. FIBA hefur verið að gefa reglulega út styrkleikalista yfir liðin 24 sem keppa á Evrópumótinu í ár. Íslenska liðið byrjaði í neðsta sæti á listanum en hefur síðan náð að lyfta sér aðeins frá botninum. Nú er það innkoma framtíðarmiðherjans Tryggva Snæs Hlinasonar sem er að hækka íslenska liðið á listanum. Í umsögn um stöðu Íslands á listanum þá er það miðherjinn stóri og stæðilegi frá Svartárkoti sem á alla athyglina. „Passið ykkur því Hlinason er að koma. Vonarstjarna Íslands skoraði 19 stig á móti Litháen og sýndi Valencia-mönnum hvað þeir eiga von á í vetur. Áður en hann fer til Spánar þá fær hann að eina kennslustund eða fleiri frá stórum NBA-leikmönnum i liðum Frakka, Grikkja og Slóvena. Kannski of snemmt fyrir að hann að drottna á þessu móti,“ skrifar blaðamaður FIBA um Ísland og aðallega Tryggva. Það er vissulega erfitt verkefni framundan í riðli Íslands á Evrópumótinu en öll hin fimm liðin eru fyrir ofan íslenska liðið á styrkleikalistanum. Styðst er í heimamenn í Finnlandi sem eru í 18. sæti og þá eru Pólverjar í fjórtánda sæti. Það er aftur á móti fjarlægari draumur að vinna lið eins og Frakkland (3. sæti), Grikkland (5. sæti) eða Slóveníu (9. sæti).Það má sjá allan listann hér. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið er á uppleið á styrkleikalista FIBA fyrir Evrópumótið sem hefst í næstu viku en íslensku strákarnir hækka sig um tvö sæti á nýjasta listanum. Ísland tapaði fjórum síðustu undirbúningsleikjum sínum fyrir keppnina en það kemur ekki í veg fyrir að bæði Bretland og Úkraína detti niður fyrir Ísland á listanum. Rúmenía rekur síðan áfram lestina. FIBA hefur verið að gefa reglulega út styrkleikalista yfir liðin 24 sem keppa á Evrópumótinu í ár. Íslenska liðið byrjaði í neðsta sæti á listanum en hefur síðan náð að lyfta sér aðeins frá botninum. Nú er það innkoma framtíðarmiðherjans Tryggva Snæs Hlinasonar sem er að hækka íslenska liðið á listanum. Í umsögn um stöðu Íslands á listanum þá er það miðherjinn stóri og stæðilegi frá Svartárkoti sem á alla athyglina. „Passið ykkur því Hlinason er að koma. Vonarstjarna Íslands skoraði 19 stig á móti Litháen og sýndi Valencia-mönnum hvað þeir eiga von á í vetur. Áður en hann fer til Spánar þá fær hann að eina kennslustund eða fleiri frá stórum NBA-leikmönnum i liðum Frakka, Grikkja og Slóvena. Kannski of snemmt fyrir að hann að drottna á þessu móti,“ skrifar blaðamaður FIBA um Ísland og aðallega Tryggva. Það er vissulega erfitt verkefni framundan í riðli Íslands á Evrópumótinu en öll hin fimm liðin eru fyrir ofan íslenska liðið á styrkleikalistanum. Styðst er í heimamenn í Finnlandi sem eru í 18. sæti og þá eru Pólverjar í fjórtánda sæti. Það er aftur á móti fjarlægari draumur að vinna lið eins og Frakkland (3. sæti), Grikkland (5. sæti) eða Slóveníu (9. sæti).Það má sjá allan listann hér.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira