Mayweather: Tók lengri tíma en ég reiknaði með 27. ágúst 2017 09:08 Mayweather eftir sigurinn í nótt. Vísir/Getty Floyd Mayweather komst í nótt í sögubækurnar er hann vann sinn 50. bardaga á ferlinum en hann bar þá sigur úr býtum gegn Íranum Conor McGregor. Floyd vann í tíundu lotu en dómarinn stöðvaði þá bardagann. Mayweather tók hanskana fram úr hillunni fyrir þennan bardaga sem báðir bardagamenn högnuðust verulega á, sérstaklega Mayweather sem hefur þénað ótrúlegar upphæðir á ferlinum. Mayweather var þráspurður eftir bardaga hvort þetta væri hans síðasti og sagði hann að svo væri. „Ég lofaði öllum að bardaginn myndi ekki fara í allar tólf loturnar. Orðspor hnefaleikanna var undir hér í kvöld,“ sagði Mayweather. Sjá einnig: Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu „Hann er öflugur mótherji. Hann var mun betri en ég hélt. En ég tel að ég hafi verið sterkari aðilinn í kvöld.“ Mayweather bætti með sigrinum met Rocky Marciano sem vann 49 bardaga án þess að tapa á sínum ferli. Mayweather er nú, sem fyrr segir, með 50 sigra og engin töp á rúmlega tveggja áratuga ferli.Mayweather-feðgarnir fagna.Vísir/GettyTæpur milljarður á mínútu Hann gaf þó örlitla vísbendingu um að mögulega væri aftur hægt að freista hans með þeim ótrúlegu upphæðum sem voru í húfi í kvöld. „Ef ég sé annan möguleika á því að þéna 300 milljónir dollara á 36 mínútum, þá mun ég gera það,“ sagði Mayweather en sú upphæð jafngildir meira en 31 milljarði íslenskra króna.„En þetta er minn síðasti bardagi. Ég kem ekki aftur. Ef einhver er að biðja mig um bardaga, gleymið því.“ Hann viðurkenndi að bæði hann og faðir hans, Floyd Mayweather eldri, reiknuðu með að klára bardagann fyrr en í tíundu lotu. „Ég gerði það sem ég geri best. Ég fann leið til að leiða hann í gildru og braut hann niður,“ sagði Mayweather yngri. „Ég og pabbi minn, við erum ekki alltaf sammála en árangurinn talar sínu málil. Pabbi hélt að þetta myndi klárast í sjöttu eða sjöundu lotu. Þetta tók aðeins lengri tíma en ég reiknaði með en við gerðum það sem við sögðumst ætla að gera.“ Box MMA Tengdar fréttir Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu Risa boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor olli ekki vonbrigðum. Bardaginn var skemmtilegur en Mayweather stóð uppi sem sigurvegari. 27. ágúst 2017 05:53 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Sjá meira
Floyd Mayweather komst í nótt í sögubækurnar er hann vann sinn 50. bardaga á ferlinum en hann bar þá sigur úr býtum gegn Íranum Conor McGregor. Floyd vann í tíundu lotu en dómarinn stöðvaði þá bardagann. Mayweather tók hanskana fram úr hillunni fyrir þennan bardaga sem báðir bardagamenn högnuðust verulega á, sérstaklega Mayweather sem hefur þénað ótrúlegar upphæðir á ferlinum. Mayweather var þráspurður eftir bardaga hvort þetta væri hans síðasti og sagði hann að svo væri. „Ég lofaði öllum að bardaginn myndi ekki fara í allar tólf loturnar. Orðspor hnefaleikanna var undir hér í kvöld,“ sagði Mayweather. Sjá einnig: Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu „Hann er öflugur mótherji. Hann var mun betri en ég hélt. En ég tel að ég hafi verið sterkari aðilinn í kvöld.“ Mayweather bætti með sigrinum met Rocky Marciano sem vann 49 bardaga án þess að tapa á sínum ferli. Mayweather er nú, sem fyrr segir, með 50 sigra og engin töp á rúmlega tveggja áratuga ferli.Mayweather-feðgarnir fagna.Vísir/GettyTæpur milljarður á mínútu Hann gaf þó örlitla vísbendingu um að mögulega væri aftur hægt að freista hans með þeim ótrúlegu upphæðum sem voru í húfi í kvöld. „Ef ég sé annan möguleika á því að þéna 300 milljónir dollara á 36 mínútum, þá mun ég gera það,“ sagði Mayweather en sú upphæð jafngildir meira en 31 milljarði íslenskra króna.„En þetta er minn síðasti bardagi. Ég kem ekki aftur. Ef einhver er að biðja mig um bardaga, gleymið því.“ Hann viðurkenndi að bæði hann og faðir hans, Floyd Mayweather eldri, reiknuðu með að klára bardagann fyrr en í tíundu lotu. „Ég gerði það sem ég geri best. Ég fann leið til að leiða hann í gildru og braut hann niður,“ sagði Mayweather yngri. „Ég og pabbi minn, við erum ekki alltaf sammála en árangurinn talar sínu málil. Pabbi hélt að þetta myndi klárast í sjöttu eða sjöundu lotu. Þetta tók aðeins lengri tíma en ég reiknaði með en við gerðum það sem við sögðumst ætla að gera.“
Box MMA Tengdar fréttir Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu Risa boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor olli ekki vonbrigðum. Bardaginn var skemmtilegur en Mayweather stóð uppi sem sigurvegari. 27. ágúst 2017 05:53 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Sjá meira
Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu Risa boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor olli ekki vonbrigðum. Bardaginn var skemmtilegur en Mayweather stóð uppi sem sigurvegari. 27. ágúst 2017 05:53