Erlent

Íbúar Barcelona sögðust ekki óttast hryðjuverk

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögregla áætlar að hálf milljón manna hafi mótmælt hryðjuverkum í Barcelona í gær.
Lögregla áætlar að hálf milljón manna hafi mótmælt hryðjuverkum í Barcelona í gær. Vísir/AFP
Hundruð þúsund manna komu saman í miðborg Barcelona í gær til að andæfa íslömskum hryðjuverkamönnum sem myrtu fimmtán manns í síðustu viku. Systir tveggja hryðjuverkamannanna fordæmdi árásirnar.

Filippus konungur og Mariano Rajoy, forsætisráðherra, gengu fremstir í flokki en þetta var í fyrsta skipti sem konungur Spánar tekur þátt í göngu frá því að konungsveldið var endurreist á 8. áratugi síðustu aldar.

Margir mótmæltu andúð á múslimum í göngunni í Barcelona.Vísir/AFP
Slagorð göngunnar var „Ég er ekki hræddur“ en fjöldi mótmælaskilta gegn íslamófóbíu sáust einnig, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Tólf hryðjuverkamenn eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um árásirnar í Barcelona og Cambrils 17. ágúst. Átta þeirru eru látnir en fjórir eru í haldi yfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×