Hótuðu að setja kynlífsmyndbönd á YouTube Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2017 15:01 Um algenga svikamyllu virðist vera að ræða en lögregla hefur varað við svikum sem þessum undanfarin misseri. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði liðsinnis Europol og bandarísku alríkislögreglunnar FBI á síðasta ári vegna nokkurra fjárkúgunarmála sem tilkynnt voru til lögreglu í fyrravor. Fjallað er um málin í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birt var í dag. Málin voru öll með sama sniði en kynni tókust með íslenskum karlmanni og erlendri konu í gegnum Fésbókina. Eftir örstutt kynni færðust samskiptin yfir á Skype, þ.e. bæði hljóð og mynd. Þar viðhafði karlinn kynlífstengdar athafnir, en í kjölfar þess var honum tilkynnt að athæfið hefði verið tekið upp á myndband. Það yrði sent til opinberrar birtingar, bæði vinum viðkomandi á Fésbókinni sem og YouTube, ef ekki kæmi til peningagreiðslu innan tiltekins tíma. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ráðlagði þeim sem í þessu lentu að láta ekki undan hótunum enda viðbúið að þær héldu áfram engu að síður. Ekki bárust neinar fréttir um birtingar myndbandanna en vafasömu konurnar virtust eiga ættir sínar að rekja til Fílabeinsstrandarinnar. Fjárkúgunarmálin voru jafnframt áminning um mikilvægi þess að fólk gæti að því hvað það segir og gerir í samskiptum á Netinu segir í ársskýrslu lögrelgunnar. Þessi tegund fjárkúgunar virðist koma endurtekið upp hér á landi en lögreglan varaði við fjársvikum af þessum toga haustið 2015. Lögreglumál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði liðsinnis Europol og bandarísku alríkislögreglunnar FBI á síðasta ári vegna nokkurra fjárkúgunarmála sem tilkynnt voru til lögreglu í fyrravor. Fjallað er um málin í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birt var í dag. Málin voru öll með sama sniði en kynni tókust með íslenskum karlmanni og erlendri konu í gegnum Fésbókina. Eftir örstutt kynni færðust samskiptin yfir á Skype, þ.e. bæði hljóð og mynd. Þar viðhafði karlinn kynlífstengdar athafnir, en í kjölfar þess var honum tilkynnt að athæfið hefði verið tekið upp á myndband. Það yrði sent til opinberrar birtingar, bæði vinum viðkomandi á Fésbókinni sem og YouTube, ef ekki kæmi til peningagreiðslu innan tiltekins tíma. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ráðlagði þeim sem í þessu lentu að láta ekki undan hótunum enda viðbúið að þær héldu áfram engu að síður. Ekki bárust neinar fréttir um birtingar myndbandanna en vafasömu konurnar virtust eiga ættir sínar að rekja til Fílabeinsstrandarinnar. Fjárkúgunarmálin voru jafnframt áminning um mikilvægi þess að fólk gæti að því hvað það segir og gerir í samskiptum á Netinu segir í ársskýrslu lögrelgunnar. Þessi tegund fjárkúgunar virðist koma endurtekið upp hér á landi en lögreglan varaði við fjársvikum af þessum toga haustið 2015.
Lögreglumál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira