Með svo þungt hlass á kerru að bíllinn lyftist að aftan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2017 15:05 Lögreglan á Suðurlandi hafði nóg að gera í síðustu viku. vísir/eyþór Þrír ökumenn hafa verið kærðir fyrir að keyra með of þungan farm í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku. Þá hafði lögregla einnig afskipti af ökumanni sem keyrði um með of afturþungt timburbúnt í eftirdragi. Hafði timburbúntinu verið staflað á kerru sem var í eftirdragi pallbíls. Var ökumaðurinn á leið úr byggingarverslun á Selfossi. Var búntið svo afturþungt að þegar ýtt var á endann á því lyftist bifreiðin að aftan. Ökumaðurinn sagðist aðeins hafa ætlað sér að fara „skamma vegalengd“ en var gert að umstafla timburbúntinu áður en lengra er haldið. Segir lögregla að það sé „sjaldgæft að fundið sé að því að það vanti hleðslu á ás bifreiða.“ að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Í þrígang var grenslast fyrir um ferðamenn sem farið höfðu af leið. Allir komust heilir til byggða, ýmist með aðstoð lögreglu, björgunarsveita eða landeiganda. Einn var á Fimmvörðuhálsi og hafði komið sér í sjálfheldu þar. Björgunarsveit aðstoðaði hann. Annar fór af leið á Langjökli en kom sér sjálf í húsaskjól og gerði vart við sig og var sóttur af lögreglu. Þriðji var villtur í myrkri á Sólheimasandi og var aðstoðaður í bíl af landeiganda þar. Stúlka slasaðist á hönd þegar hún lenti með hana í ullartætara á bæ í Rangárvallasýslu. Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Erlendur ferðamaður er talinn mjaðmargrindarbrotinn eftir fall við Fjallsárlón og annar slíkur féll við Jökulsárlón og slasaðist. Þá slösuðust hjón þegar sleði sem þau óku um Sólhemajökul valt. Talð er að bæði hafi handleggsbrotnað við slysið. Þá voru þrír ökumenn kærðir vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum fíkniefna við akstur bifreiða sinna. Einn þeirra var einnig grunaður um að vera undir áhrifum áfengis. Annar mældist á 133 kílómetra hraða á Sandskeiði þar sem leyfður hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Viðurkenndi hann að hafa neytt kókaíns fyrir aksturinn. Lögreglumál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Þrír ökumenn hafa verið kærðir fyrir að keyra með of þungan farm í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku. Þá hafði lögregla einnig afskipti af ökumanni sem keyrði um með of afturþungt timburbúnt í eftirdragi. Hafði timburbúntinu verið staflað á kerru sem var í eftirdragi pallbíls. Var ökumaðurinn á leið úr byggingarverslun á Selfossi. Var búntið svo afturþungt að þegar ýtt var á endann á því lyftist bifreiðin að aftan. Ökumaðurinn sagðist aðeins hafa ætlað sér að fara „skamma vegalengd“ en var gert að umstafla timburbúntinu áður en lengra er haldið. Segir lögregla að það sé „sjaldgæft að fundið sé að því að það vanti hleðslu á ás bifreiða.“ að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Í þrígang var grenslast fyrir um ferðamenn sem farið höfðu af leið. Allir komust heilir til byggða, ýmist með aðstoð lögreglu, björgunarsveita eða landeiganda. Einn var á Fimmvörðuhálsi og hafði komið sér í sjálfheldu þar. Björgunarsveit aðstoðaði hann. Annar fór af leið á Langjökli en kom sér sjálf í húsaskjól og gerði vart við sig og var sóttur af lögreglu. Þriðji var villtur í myrkri á Sólheimasandi og var aðstoðaður í bíl af landeiganda þar. Stúlka slasaðist á hönd þegar hún lenti með hana í ullartætara á bæ í Rangárvallasýslu. Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Erlendur ferðamaður er talinn mjaðmargrindarbrotinn eftir fall við Fjallsárlón og annar slíkur féll við Jökulsárlón og slasaðist. Þá slösuðust hjón þegar sleði sem þau óku um Sólhemajökul valt. Talð er að bæði hafi handleggsbrotnað við slysið. Þá voru þrír ökumenn kærðir vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum fíkniefna við akstur bifreiða sinna. Einn þeirra var einnig grunaður um að vera undir áhrifum áfengis. Annar mældist á 133 kílómetra hraða á Sandskeiði þar sem leyfður hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Viðurkenndi hann að hafa neytt kókaíns fyrir aksturinn.
Lögreglumál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira