Vísbendingar um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 10:05 Tveir menn sviptu sig lífi á geðdeild Landspítalans á tveggja vikna tímabili nú í ágústmánuði. Vísir/Vilhelm Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og hafa margir leitað til Landspítalans vegna sjálfsvígshugsana. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá spítalanum, velferðarráðuneyti og Embætti landlæknis sem send er í kjölfar þess að maður framdi sjálfsvíg á geðdeild spítalans í liðinni viku. Var það annað sjálfsvígið á geðdeild spítalans á tveimur vikum. Maðurinn var lagður inn á geðdeild í kjölfar þess að hann var handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum eftir ofsaakstur á Reykjanesbraut sem endaði með því að maðurinn ók á eina af flugstöðvarbyggingum Keflavíkurflugvallar. Í yfirlýsingu Landspítalans segir að mikill harmur hafi knúið að dyrum hjá fjölskyldu og vinum þeirra sem í hlut eiga og er þeim vottuð djúp samúð. Þá segir að vegna þessara alvarlegu atburða, sem eru til rannsóknar hjá lögreglu, hafi velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítali haft náið samráð og eru bæði málin í ítarlegri greiningu og skoðun. „Fyrir liggur að mikilvægt er að gera úrbætur á húsnæði geðdeildarinnar og er unnið að þeim. Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og margir hafa leitað til Landspítala vegna sjálfsvígshugsana. Sérstökum ábendingum hefur verið komið á framfæri við aðrar heilbrigðisstofnanir á landinu af hálfu velferðarráðuneytisins og Embættis landlæknis vegna þessa. Undirritaðir hvetja þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að vera í sambandi við sína meðferðaraðila eða hringja í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og ræða sína líðan. Séu sjálfsvígsáform til staðar, þá skal hiklaust leita á bráðamóttöku geðdeilda eða almennar bráðamóttökur,“ segir í yfirlýsingunni. Vinir og aðstandendur mannsins sem lést á geðdeild Landspítalans í síðustu viku standa fyrir minningarathöfn um hann í kvöld á svokölluðum Skatepark í Seljahverfi. Minningarathöfnin hefst klukkan 20.Yfirlýsingu Landspítalans, velferðarráðuneytisins og embættis landslæknis má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Tvö andlát hafa orðið á geðdeild Landspítala á síðustu vikum. Mikill harmur hefur knúið að dyrum fjölskyldu og vina þeirra sem í hlut eiga og er þeim vottuð djúp samúð.Vegna þessara alvarlegu atburða, sem þegar eru til rannsóknar hjá lögreglu, hafa velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítali átt náið samráð og eru bæði málin í ítarlegri skoðun og greiningu. Fyrir liggur að mikilvægt er að gera úrbætur á húsnæði geðdeildarinnar og er unnið að þeim.Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og margir hafa leitað til Landspítala vegna sjálfsvígshugsana. Sérstökum ábendingum hefur verið komið á framfæri við aðrar heilbrigðisstofnanir á landinu af hálfu velferðarráðuneytisins og Embættis landlæknis vegna þessa.Undirritaðir hvetja þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að vera í sambandi við sína meðferðaraðila eða hringja í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og ræða sína líðan. Séu sjálfsvígsáform til staðar, þá skal hiklaust leita á bráðamóttöku geðdeilda eða almennar bráðamóttökur.VelferðarráðuneytiðEmbætti landlæknisLandspítali Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og hafa margir leitað til Landspítalans vegna sjálfsvígshugsana. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá spítalanum, velferðarráðuneyti og Embætti landlæknis sem send er í kjölfar þess að maður framdi sjálfsvíg á geðdeild spítalans í liðinni viku. Var það annað sjálfsvígið á geðdeild spítalans á tveimur vikum. Maðurinn var lagður inn á geðdeild í kjölfar þess að hann var handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum eftir ofsaakstur á Reykjanesbraut sem endaði með því að maðurinn ók á eina af flugstöðvarbyggingum Keflavíkurflugvallar. Í yfirlýsingu Landspítalans segir að mikill harmur hafi knúið að dyrum hjá fjölskyldu og vinum þeirra sem í hlut eiga og er þeim vottuð djúp samúð. Þá segir að vegna þessara alvarlegu atburða, sem eru til rannsóknar hjá lögreglu, hafi velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítali haft náið samráð og eru bæði málin í ítarlegri greiningu og skoðun. „Fyrir liggur að mikilvægt er að gera úrbætur á húsnæði geðdeildarinnar og er unnið að þeim. Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og margir hafa leitað til Landspítala vegna sjálfsvígshugsana. Sérstökum ábendingum hefur verið komið á framfæri við aðrar heilbrigðisstofnanir á landinu af hálfu velferðarráðuneytisins og Embættis landlæknis vegna þessa. Undirritaðir hvetja þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að vera í sambandi við sína meðferðaraðila eða hringja í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og ræða sína líðan. Séu sjálfsvígsáform til staðar, þá skal hiklaust leita á bráðamóttöku geðdeilda eða almennar bráðamóttökur,“ segir í yfirlýsingunni. Vinir og aðstandendur mannsins sem lést á geðdeild Landspítalans í síðustu viku standa fyrir minningarathöfn um hann í kvöld á svokölluðum Skatepark í Seljahverfi. Minningarathöfnin hefst klukkan 20.Yfirlýsingu Landspítalans, velferðarráðuneytisins og embættis landslæknis má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Tvö andlát hafa orðið á geðdeild Landspítala á síðustu vikum. Mikill harmur hefur knúið að dyrum fjölskyldu og vina þeirra sem í hlut eiga og er þeim vottuð djúp samúð.Vegna þessara alvarlegu atburða, sem þegar eru til rannsóknar hjá lögreglu, hafa velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítali átt náið samráð og eru bæði málin í ítarlegri skoðun og greiningu. Fyrir liggur að mikilvægt er að gera úrbætur á húsnæði geðdeildarinnar og er unnið að þeim.Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og margir hafa leitað til Landspítala vegna sjálfsvígshugsana. Sérstökum ábendingum hefur verið komið á framfæri við aðrar heilbrigðisstofnanir á landinu af hálfu velferðarráðuneytisins og Embættis landlæknis vegna þessa.Undirritaðir hvetja þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að vera í sambandi við sína meðferðaraðila eða hringja í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og ræða sína líðan. Séu sjálfsvígsáform til staðar, þá skal hiklaust leita á bráðamóttöku geðdeilda eða almennar bráðamóttökur.VelferðarráðuneytiðEmbætti landlæknisLandspítali
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17
Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24
Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent