Framlag Íslands verður valið með forkeppni eins og síðastliðin ár en nánari upplýsingar um útfærslu og umsóknarfrest verða kynntar síðar að sögn Esctoday.
Söngvakeppnin 2018 verður haldin í Lissabon, höfuðborg Portúgals, dagana 8., 10. og 12. maí. Íslandi hefur mistekist að komast upp úr undanriðlunum undanfarin 3 ár og er Eurovisionáhugafólk um alla álfuna orðið langeygt eftir því að bölvun Íslands verði aflétt.

Af þeim sjö valmöguleikum sem boðið er upp á í könnun EscToday trónir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, eða Yohanna, á toppnum. Það ætti að koma fáum á óvart enda heillaði hún Evrópu með flutningi sínum á Is it True? í Moskvu árið 2009 og uppskar annað sætið í keppninni fyrir vikið.
Í öðru sæti er hljómsveitin Of Monsters and Men sem nýtur hylli um heim allan og hafa lög sveitarinnar rataði á topplista víða um álfuna.
Í fjórða sæti er Greta Salóme Stefánsdóttir sem er Eurovisionaðdáendum góðkunn eftir að hafa keppt tvisvar fyrir Íslands hönd, fyrst í Bakú árið 2012 og svo í fyrra í Stokkhólmi.
Önnur úrslit könnunarinnar má sjá hér til hliðar.