Auka þurfi þekkingu á heilablóðfalli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 19:30 Heilablóðföll eru oft illgreinanlegt en hægt er að bæta úr því með aukinni fræðslu og umræðu, segir Björn Logi Þórarinsson, taugasérfræðingur á taugadeild Landspítalans. Einkenni heilablóðfalls svipi oft til annarra sjúkdóma. „Yfirleitt er það augljóst, en þau geta verið illgreinanleg. Það fer eftir því hver einkennin eru. Ef einkennin eru þau að það er lömun í andliti, hendi eða fæti öðrum megin, eða sá sem fær heilablóðfallið til dæmis á í miklum talerfiðleikum – en þetta er erfiðara ef það er til dæmis skynskerðing. Þetta getur þá ruglast saman við aðra sjúkdóma sem geta haft svipuð einkenni,“ segir Björn Logi.Björn Logi Þórarinsson.Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í dag var kona ranglega greint með þvagfærasýkingu á bráðamóttöku Landspítalans í júlí og var send heim með sýklalyf. Sólarhring síðar féll hún í baðherbergisgólfið heima hjá sér og handleggsbrotnaði, og kom þá í ljós að hún var með blóðtappa í heila. Fjölskylda hennar íhugar að kæra málið til landlæknis. Landspítalinn vildi ekki tjá sig um málið, en aðspurður segir Björn Logi að einkenni þvagfærasýkingar séu almennt ekki þau sömu og heilablóðfalls.Heilaslag frábrugðið þvagfærasýkingu„Þau eru ekki svipuð. Þvagfærasýking lýsir sér með ákveðnum einkennum en stundum kemur fyrir að það getur ruglast eða þvælst fyrir. Þvagfærasýking getur haft þau áhrif, á fólk sem er með skerðingu af einhverju tagi, að hæfni eða færni skerðist enn meira. En yfirleitt er þvagfærasýking ekki erfitt að greina frá heilaslagi.“ Björn segir að ávallt sé hægt að bæta hlutina. Meðferð við heilaslagi eða heilablóðfalli fari sífellt batnandi en að einnig sé þekking fólks á einkennum að aukast. Dæmigert einkenni er lömun öðrum megin. „Þetta er keppnismál eiginlega í öllum löndum, Bæði vestan- og austanhafs. Vandamálið er að heilablóðfall er ekki alltaf auðvelt í greiningu, sérstaklega fyrir sjúklinga og aðstandendur sjálfa. Sjúklingur veikist í heimahúsi af einkennum heilablóðfalls og það er mjög oft að fólk áttar sig ekki á því að um heilablóðfall er að ræða. Leita sér þar af leiðandi ekki tímanlega lækningar og það getur farið verr fyrir vikið. Einnig líka er náttúrulega að þetta er stöðug fræðsla bæði í læknanámi, hjúkrunarfræðinámi og kennslu utan spítala. Þetta er mál sem er baráttumál og hefur verið síðustu ár og er áframhaldandi baráttumál,“ segir hann. Tengdar fréttir Eiginkonan send heim strax eftir heilablóðfall Kona var flutt veik og lömuð í annarri hlið líkamans á bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí. Læknar sögðu að um þvagfærasýkingu væri að ræða og sendu hana heim með sýklalyf. Konan reyndist vera með blóðtappa. 10. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira
Heilablóðföll eru oft illgreinanlegt en hægt er að bæta úr því með aukinni fræðslu og umræðu, segir Björn Logi Þórarinsson, taugasérfræðingur á taugadeild Landspítalans. Einkenni heilablóðfalls svipi oft til annarra sjúkdóma. „Yfirleitt er það augljóst, en þau geta verið illgreinanleg. Það fer eftir því hver einkennin eru. Ef einkennin eru þau að það er lömun í andliti, hendi eða fæti öðrum megin, eða sá sem fær heilablóðfallið til dæmis á í miklum talerfiðleikum – en þetta er erfiðara ef það er til dæmis skynskerðing. Þetta getur þá ruglast saman við aðra sjúkdóma sem geta haft svipuð einkenni,“ segir Björn Logi.Björn Logi Þórarinsson.Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í dag var kona ranglega greint með þvagfærasýkingu á bráðamóttöku Landspítalans í júlí og var send heim með sýklalyf. Sólarhring síðar féll hún í baðherbergisgólfið heima hjá sér og handleggsbrotnaði, og kom þá í ljós að hún var með blóðtappa í heila. Fjölskylda hennar íhugar að kæra málið til landlæknis. Landspítalinn vildi ekki tjá sig um málið, en aðspurður segir Björn Logi að einkenni þvagfærasýkingar séu almennt ekki þau sömu og heilablóðfalls.Heilaslag frábrugðið þvagfærasýkingu„Þau eru ekki svipuð. Þvagfærasýking lýsir sér með ákveðnum einkennum en stundum kemur fyrir að það getur ruglast eða þvælst fyrir. Þvagfærasýking getur haft þau áhrif, á fólk sem er með skerðingu af einhverju tagi, að hæfni eða færni skerðist enn meira. En yfirleitt er þvagfærasýking ekki erfitt að greina frá heilaslagi.“ Björn segir að ávallt sé hægt að bæta hlutina. Meðferð við heilaslagi eða heilablóðfalli fari sífellt batnandi en að einnig sé þekking fólks á einkennum að aukast. Dæmigert einkenni er lömun öðrum megin. „Þetta er keppnismál eiginlega í öllum löndum, Bæði vestan- og austanhafs. Vandamálið er að heilablóðfall er ekki alltaf auðvelt í greiningu, sérstaklega fyrir sjúklinga og aðstandendur sjálfa. Sjúklingur veikist í heimahúsi af einkennum heilablóðfalls og það er mjög oft að fólk áttar sig ekki á því að um heilablóðfall er að ræða. Leita sér þar af leiðandi ekki tímanlega lækningar og það getur farið verr fyrir vikið. Einnig líka er náttúrulega að þetta er stöðug fræðsla bæði í læknanámi, hjúkrunarfræðinámi og kennslu utan spítala. Þetta er mál sem er baráttumál og hefur verið síðustu ár og er áframhaldandi baráttumál,“ segir hann.
Tengdar fréttir Eiginkonan send heim strax eftir heilablóðfall Kona var flutt veik og lömuð í annarri hlið líkamans á bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí. Læknar sögðu að um þvagfærasýkingu væri að ræða og sendu hana heim með sýklalyf. Konan reyndist vera með blóðtappa. 10. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira
Eiginkonan send heim strax eftir heilablóðfall Kona var flutt veik og lömuð í annarri hlið líkamans á bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí. Læknar sögðu að um þvagfærasýkingu væri að ræða og sendu hana heim með sýklalyf. Konan reyndist vera með blóðtappa. 10. ágúst 2017 06:00