Veikindi hjá skátum: 181 verið fluttur í fjöldahjálparstöðina Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 12:45 181 einstaklingur hefur verið fluttur frá Úlfjljótsvatni í fjöldarhjálpastöðina í Hveragerði. Af þeim hafa 63 verið með einkenni. Enn eru að koma upp einkenni hjá nýjum einstaklingum, aðrir eru á batavegi og enn aðrir eru orðnir einkennalausir. „Enginn er, eða hefur verið, alvarlega veikur þannig að til sjúkrahússinnlagnar hafi komið. Nú er beðið niðurstöðu rannsókna á sýnum sem þegar hafa verið send Landspítala á því um hvers eðlis umrædd veikindi eru. Fyrstu niðurstaðna er að vænta eftir miðjan dag í dag en líklegast er talið að um Noro veiru sé að ræða,” segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Ákveðið var að koma upp fjöldahjálparstöðinni til að einangra hina sýktu í umdæminu. Ekki var hægt að flytja þá alla á heilbrigðisstofnanir eða á Landspítalann vegna smithættunnar sem af þeim stafar. Er um að ræða einhverja umfangsmestu sjúkraflutninga sem upp hafa komið hér á landi. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Rauði kross Íslands heldur utan um starfið í fjöldahjálparstöðinni ásamt heilbrigðisstarfsfólki sem mun fylgja eftir þeim einstaklingum sem eru einkennalausir og geta farið. Þetta verður gert í samráði við skátahreyfinguna, en allt eru þetta skátar á samkomu þeirra og aðstandenda þeirra. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er við störf á Úlfljótsvatni en hluta húsnæðis skáta þar hefur verið lokað um sinn. Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir það hafa verið mjög skynsamlega ákvörðun að koma á laggirnar fjöldahjálparmiðstöðinni. Hann telur líklegt að um nóróveirusýkingu sé að ræða. Helstu einkenni séu uppköst, magakrampar og í sumum tilfellum niðurgangur. Hann segir uppköstin vera mjög smitandi og þá berist sýkingin einnig frá manni til manns. Sýkingin geti því dreifst hratt - ekki síst þegar mikið af fólki er saman komið á tiltölulega afmörkuðu svæði eins og raunin var í útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni. Sambærilegar hópsýkingar hafi þannig komið upp áður við sambærilegar aðstæður, svo sem í skemmtiferðaskipum. Þegar slík tilfelli koma upp er sjaldgæft að sýkingin dreifist langt út fyrir hópinn sem sýktist í upphafi og því segir Haraldur að fólk ætti að geta ferðast áhyggjulaust um Suðurland í dag. Ekki sé ástæða til að hafa almennar áhyggur af ástandinu. Viðbragðsaðilar munu funda seinna í dag og skipuleggja næstu daga. Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að hafa almenna áhyggur af ástandinu á Suðurlandi þrátt fyrir bráðsmitandi nóróveiru. 11. ágúst 2017 10:36 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
181 einstaklingur hefur verið fluttur frá Úlfjljótsvatni í fjöldarhjálpastöðina í Hveragerði. Af þeim hafa 63 verið með einkenni. Enn eru að koma upp einkenni hjá nýjum einstaklingum, aðrir eru á batavegi og enn aðrir eru orðnir einkennalausir. „Enginn er, eða hefur verið, alvarlega veikur þannig að til sjúkrahússinnlagnar hafi komið. Nú er beðið niðurstöðu rannsókna á sýnum sem þegar hafa verið send Landspítala á því um hvers eðlis umrædd veikindi eru. Fyrstu niðurstaðna er að vænta eftir miðjan dag í dag en líklegast er talið að um Noro veiru sé að ræða,” segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Ákveðið var að koma upp fjöldahjálparstöðinni til að einangra hina sýktu í umdæminu. Ekki var hægt að flytja þá alla á heilbrigðisstofnanir eða á Landspítalann vegna smithættunnar sem af þeim stafar. Er um að ræða einhverja umfangsmestu sjúkraflutninga sem upp hafa komið hér á landi. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Rauði kross Íslands heldur utan um starfið í fjöldahjálparstöðinni ásamt heilbrigðisstarfsfólki sem mun fylgja eftir þeim einstaklingum sem eru einkennalausir og geta farið. Þetta verður gert í samráði við skátahreyfinguna, en allt eru þetta skátar á samkomu þeirra og aðstandenda þeirra. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er við störf á Úlfljótsvatni en hluta húsnæðis skáta þar hefur verið lokað um sinn. Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir það hafa verið mjög skynsamlega ákvörðun að koma á laggirnar fjöldahjálparmiðstöðinni. Hann telur líklegt að um nóróveirusýkingu sé að ræða. Helstu einkenni séu uppköst, magakrampar og í sumum tilfellum niðurgangur. Hann segir uppköstin vera mjög smitandi og þá berist sýkingin einnig frá manni til manns. Sýkingin geti því dreifst hratt - ekki síst þegar mikið af fólki er saman komið á tiltölulega afmörkuðu svæði eins og raunin var í útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni. Sambærilegar hópsýkingar hafi þannig komið upp áður við sambærilegar aðstæður, svo sem í skemmtiferðaskipum. Þegar slík tilfelli koma upp er sjaldgæft að sýkingin dreifist langt út fyrir hópinn sem sýktist í upphafi og því segir Haraldur að fólk ætti að geta ferðast áhyggjulaust um Suðurland í dag. Ekki sé ástæða til að hafa almennar áhyggur af ástandinu. Viðbragðsaðilar munu funda seinna í dag og skipuleggja næstu daga.
Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að hafa almenna áhyggur af ástandinu á Suðurlandi þrátt fyrir bráðsmitandi nóróveiru. 11. ágúst 2017 10:36 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04
Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29
Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að hafa almenna áhyggur af ástandinu á Suðurlandi þrátt fyrir bráðsmitandi nóróveiru. 11. ágúst 2017 10:36