Rússar segja hótanir vegna Norður-Kóreu fara yfir strikið Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2017 14:59 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er áhyggjufullur vegna spennunnar á Kóreuskaga,. Vísir/AFP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gagnrýnir bandarísk og norður-kóresk stjórnvöld fyrir herskáar yfirlýsingar síðustu daga. Hættan á að hernaðarátök brjótist út sé mikil. Fulltrúar norður-kóreskra stjórnvalda hafa kallað Donald Trump Bandaríkjaforseta „elliæran“ og „skyni skroppinn“ en Trump hefur svarað með því sem margir hafa túlkað sem hótun um kjarnorkuárás. Norður-Kórea hefur á móti hótað eldflaugaárás á Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Lavrov segir að stjórnvöld í Kreml séu með böggum hildar yfir gagnkvæmum hótunum ráðamanna í Washington og Pjongjang yfir kjarnorkuáætlun þeirra síðarnefndu. „Því miður eru yfirlýsingarnar frá Washington og Pjongjang núna farnar að fara yfir strikið. Við vonum enn og trúum að skynsemin muni verða ofan á,“ sagði Lavrov í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Sá vægir er vitið hefur meiraSagði hann rússnesk stjórnvöld munu gera hvað þau geta til að koma í veg fyrir að ástandið fari úr böndunum. Hvatti hann Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn til að gangast undir skilmála áætlunar Rússa og Kínverja um að stöðva eldflaugatilraunir Norður-Kóreu gegn því að Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn láti af meiriháttar heræfingum. „Mín persónulega skoðun er sú að þegar menn nálgast það að átök brjótist út þá taki sá aðili sem er sterkari og skynsamari fyrsta skrefið frá þröskuldi hættunnar,“ sagði Lavrov. Trump tísti í dag að hernaðarlausnir væru tilbúnar ef Norður-Kóreumenn „hegðuðu sér ekki skynsamlega“. Norður-Kórea Tengdar fréttir ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna Evrópusambandið fylgir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna. Áætlun um árás á bandarísku eyjuna Gvam á að liggja fyrir á næstu dögum. Íbúar Gvam hafa ekki áhyggjur af árás. 11. ágúst 2017 06:00 Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00 Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk. 10. ágúst 2017 20:11 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gagnrýnir bandarísk og norður-kóresk stjórnvöld fyrir herskáar yfirlýsingar síðustu daga. Hættan á að hernaðarátök brjótist út sé mikil. Fulltrúar norður-kóreskra stjórnvalda hafa kallað Donald Trump Bandaríkjaforseta „elliæran“ og „skyni skroppinn“ en Trump hefur svarað með því sem margir hafa túlkað sem hótun um kjarnorkuárás. Norður-Kórea hefur á móti hótað eldflaugaárás á Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Lavrov segir að stjórnvöld í Kreml séu með böggum hildar yfir gagnkvæmum hótunum ráðamanna í Washington og Pjongjang yfir kjarnorkuáætlun þeirra síðarnefndu. „Því miður eru yfirlýsingarnar frá Washington og Pjongjang núna farnar að fara yfir strikið. Við vonum enn og trúum að skynsemin muni verða ofan á,“ sagði Lavrov í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Sá vægir er vitið hefur meiraSagði hann rússnesk stjórnvöld munu gera hvað þau geta til að koma í veg fyrir að ástandið fari úr böndunum. Hvatti hann Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn til að gangast undir skilmála áætlunar Rússa og Kínverja um að stöðva eldflaugatilraunir Norður-Kóreu gegn því að Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn láti af meiriháttar heræfingum. „Mín persónulega skoðun er sú að þegar menn nálgast það að átök brjótist út þá taki sá aðili sem er sterkari og skynsamari fyrsta skrefið frá þröskuldi hættunnar,“ sagði Lavrov. Trump tísti í dag að hernaðarlausnir væru tilbúnar ef Norður-Kóreumenn „hegðuðu sér ekki skynsamlega“.
Norður-Kórea Tengdar fréttir ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna Evrópusambandið fylgir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna. Áætlun um árás á bandarísku eyjuna Gvam á að liggja fyrir á næstu dögum. Íbúar Gvam hafa ekki áhyggjur af árás. 11. ágúst 2017 06:00 Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00 Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk. 10. ágúst 2017 20:11 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna Evrópusambandið fylgir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna. Áætlun um árás á bandarísku eyjuna Gvam á að liggja fyrir á næstu dögum. Íbúar Gvam hafa ekki áhyggjur af árás. 11. ágúst 2017 06:00
Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25
Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33
Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50
Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00
Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk. 10. ágúst 2017 20:11
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent