Martin Hermannsson var stigahæstur með 14 stig og gældi við tvöfalda tvennu í 60-56 sigri á Ungverjalandi í æfingarleik sem fór fram í Kazan í Rússlandi í dag.
Líkt og í leiknum gegn Þýskalandi í gær byrjaði íslenska liðið vel, sérstaklega varnarlega og leiddi með sex stigum að fyrsta leikhluta loknum 13-7.
Ungverjarnir fundu glufur á varnarleik Íslands í öðrum leikhluta sem þeir unnu með tíu stigum og leiddi Ungverjaland 31-27 í hálfleik.
Það snerist alveg við í þeim þriðja þar sem Ísland var mun sterkari aðilinn og vann með níu stigum 23-12 og leiddi Ísland með sjö stigum fyrir lokaleikhlutann 50-43.
Þar náðu Ungverjar aðeins að kroppa í forskotið en ekki að snúa leiknum sér í hag og lauk leiknum með fjögurra stiga sigri íslenska liðsins.
Martin var stigahæstur í íslenska liðinu með 14 stig og átta fráköst en Kristófer Acox og Hlynur Bæringsson voru með þrettán stig hvor.
Ísland mætir svo heimamönnum í Rússlandi í fyrramálið en mótið sem íslenska liðið tekur þátt í er hluti af undirbúningi liðsins fyrir Eurobasket sem hefst í Finnlandi í lok mánaðar.
Martin stigahæstur í sigri á Ungverjalandi
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið





Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag
Fótbolti

Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum
Íslenski boltinn

Óvissan tekur við hjá Hákoni
Enski boltinn

Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora
Íslenski boltinn

Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný
Fótbolti