Martin stigahæstur í tapi gegn Rússum Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2017 11:15 Martin Hermannsson fór fyrir íslenska liðinu í stigaskorun annan leikinn í röð. vísir/bára dröfn Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði lokaleik sínum gegn heimamönnum 82-69 í Kazan í Rússlandi í dag en þetta var seinasti leikur íslenska liðsins á mótinu. Eftir sigurinn á Ungverjum í gær var komið að lokaleiknum þar sem Ísland mætti liði Rússa sem hafði unnið báða leiki sína til þessa. Heimamenn byrjuðu leikinn vel og náðu fljótlega tíu stiga forskoti í stöðunni 15-5 en staðan að fyrsta leikhluta loknum var 24-15 fyrir Rússum. Það sama var upp á teningunum í öðrum leikhluta, Rússarnir byrjuðu af krafti og voru fljótir að ná góðu forskoti sem íslenska liðið náði aðeins að laga fyrir lok fyrri hálfleiks. Tóku Rússar sautján stiga forskot inn í hálfleikinn, 48-31, en spilamennskan í þriðja leikhluta var sennilega sú besta sem íslenska liðið hefur sýnt á þessu móti. Varnarlega héldu þeir Rússum niðri og í aðeins tólf stigum en á sama tíma fóru íslensku leikmennirnir að finna skotin sín þótt að þeir hafi farið illa með nokkur góð færi til að minnka enn meira muninn. Var munurinn aðeins sex stig í upphafi fjórða leikhluta, 60-54, en þá settu Rússarnir aftur í gír og kláruðu leikinn á fyrstu mínútum fjórða leikhluta. Náði íslenska liðið að minnka muninn aftur niður í sjö stig þegar stutt var til leiksloka en ekki gafst tími til að gera atlögu að forskoti Rússa og lauk leiknum með þrettán stiga sigri. Þjálfarateymið getur tekið margt jákvætt úr spilamennsku liðsins í dag gegn ógnarsterku liði Rússa, sérstaklega hvernig þeir náðu allri stjórn á leiknum í þriðja leikhluta. Martin Hermannsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig en Haukur Helgi Pálsson bætti við tólf stigum og Hörður Axel Vilhjálmsson ellefu. Var Martin valinn maður leiksins í íslenska liðinu af hálfu rússneska körfuboltasambandsins. Þá var gaman að fylgjast með baráttu Tryggva Hlínarsonar og Timofey Mozgov, miðherja Brooklyn Nets, í leiknum en Tryggvi gaf honum ekkert eftir og sýndi að hann er svo sannarlega tilbúinn fyrir stóra sviðið. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði lokaleik sínum gegn heimamönnum 82-69 í Kazan í Rússlandi í dag en þetta var seinasti leikur íslenska liðsins á mótinu. Eftir sigurinn á Ungverjum í gær var komið að lokaleiknum þar sem Ísland mætti liði Rússa sem hafði unnið báða leiki sína til þessa. Heimamenn byrjuðu leikinn vel og náðu fljótlega tíu stiga forskoti í stöðunni 15-5 en staðan að fyrsta leikhluta loknum var 24-15 fyrir Rússum. Það sama var upp á teningunum í öðrum leikhluta, Rússarnir byrjuðu af krafti og voru fljótir að ná góðu forskoti sem íslenska liðið náði aðeins að laga fyrir lok fyrri hálfleiks. Tóku Rússar sautján stiga forskot inn í hálfleikinn, 48-31, en spilamennskan í þriðja leikhluta var sennilega sú besta sem íslenska liðið hefur sýnt á þessu móti. Varnarlega héldu þeir Rússum niðri og í aðeins tólf stigum en á sama tíma fóru íslensku leikmennirnir að finna skotin sín þótt að þeir hafi farið illa með nokkur góð færi til að minnka enn meira muninn. Var munurinn aðeins sex stig í upphafi fjórða leikhluta, 60-54, en þá settu Rússarnir aftur í gír og kláruðu leikinn á fyrstu mínútum fjórða leikhluta. Náði íslenska liðið að minnka muninn aftur niður í sjö stig þegar stutt var til leiksloka en ekki gafst tími til að gera atlögu að forskoti Rússa og lauk leiknum með þrettán stiga sigri. Þjálfarateymið getur tekið margt jákvætt úr spilamennsku liðsins í dag gegn ógnarsterku liði Rússa, sérstaklega hvernig þeir náðu allri stjórn á leiknum í þriðja leikhluta. Martin Hermannsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig en Haukur Helgi Pálsson bætti við tólf stigum og Hörður Axel Vilhjálmsson ellefu. Var Martin valinn maður leiksins í íslenska liðinu af hálfu rússneska körfuboltasambandsins. Þá var gaman að fylgjast með baráttu Tryggva Hlínarsonar og Timofey Mozgov, miðherja Brooklyn Nets, í leiknum en Tryggvi gaf honum ekkert eftir og sýndi að hann er svo sannarlega tilbúinn fyrir stóra sviðið.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira