Taconic seldi allt í Icelandair í janúar fyrir hálfan milljarð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 08:30 Hlutabréf Icelandair hafa lækkað um 28 prósent eftir að félagið gaf út kolsvarta afkomuviðvörun 1. febrúar. vísir/pjetur Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. Síðan þá hefur gengi hlutabréfa í félaginu lækkað um 28 prósent. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa í flugfélaginu í lok janúarmánaðar, sem Markaðurinn hefur séð, fór vogunarsjóðurinn af hluthafalista Icelandair í mánuðinum. Sjóðurinn hafði áður átt, í gegnum félagið TCA Opportunity Investments, sem er skráð með lögheimili í Lúxemborg, samanlagt um 22,5 milljónir hluta. Miðað við að bréf félagsins voru alla jafna að ganga kaupum og sölum á genginu 22 krónur á hlut í janúar má gera ráð fyrir að sjóðurinn hafi selt hlut sinn fyrir um 495 milljónir. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins hefur Taconic Capital jafnframt losað um alla eignarhluti sína í öðrum skráðum félögum hér á landi það sem af er árinu. Sjóðurinn hóf að gera sig gildandi á íslenskum hlutabréfamarkaði í fyrra með kaupum á bréfum í Reitum fasteignafélagi, Icelandair Group, Högum, Marel, Eik fasteignafélagi og N1. Þrátt fyrir að sú fjárfesting hafi á þeim tíma samanlagt numið milljörðum króna, þá voru kaup sjóðsins í hverju félagi fyrir sig ekki af þeirri stærðargráðu að þau skiluðu honum á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa. Vogunarsjóðurinn á mikilla hagsmuna að gæta hér á landi sem langsamlega stærsti einstaki hluthafi eignarhaldsfélagsins Kaupþings, með tæplega fjörutíu prósenta hlut, sem og stór eigandi í Arion banka með 9,99 prósenta hlut. Í kolsvartri afkomuviðvörun sem Icelandair Group sendi frá sér 1. febrúar síðastliðinn kom fram að EBITDA-hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – myndi lækka um 60 til 70 milljónir dala og verða á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Vísað var til þess að bókanir hefðu verið hægari en gert var ráð fyrir og að meðalfargjöld á mörkuðum hefðu lækkað umfram spár. Stjórnendur félagsins hækkuðu í síðasta mánuði spána í 150 til 160 milljónir dala. Hlutabréf flugfélagsins hafa hríðfallið í verði eftir að félagið sendi frá sér umrædda afkomuviðvörun. Alls nemur lækkunin um 28 prósentum. Bréfin meira en tífölduðust í verði á árunum 2010 til 2016. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Markaðir Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. Síðan þá hefur gengi hlutabréfa í félaginu lækkað um 28 prósent. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa í flugfélaginu í lok janúarmánaðar, sem Markaðurinn hefur séð, fór vogunarsjóðurinn af hluthafalista Icelandair í mánuðinum. Sjóðurinn hafði áður átt, í gegnum félagið TCA Opportunity Investments, sem er skráð með lögheimili í Lúxemborg, samanlagt um 22,5 milljónir hluta. Miðað við að bréf félagsins voru alla jafna að ganga kaupum og sölum á genginu 22 krónur á hlut í janúar má gera ráð fyrir að sjóðurinn hafi selt hlut sinn fyrir um 495 milljónir. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins hefur Taconic Capital jafnframt losað um alla eignarhluti sína í öðrum skráðum félögum hér á landi það sem af er árinu. Sjóðurinn hóf að gera sig gildandi á íslenskum hlutabréfamarkaði í fyrra með kaupum á bréfum í Reitum fasteignafélagi, Icelandair Group, Högum, Marel, Eik fasteignafélagi og N1. Þrátt fyrir að sú fjárfesting hafi á þeim tíma samanlagt numið milljörðum króna, þá voru kaup sjóðsins í hverju félagi fyrir sig ekki af þeirri stærðargráðu að þau skiluðu honum á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa. Vogunarsjóðurinn á mikilla hagsmuna að gæta hér á landi sem langsamlega stærsti einstaki hluthafi eignarhaldsfélagsins Kaupþings, með tæplega fjörutíu prósenta hlut, sem og stór eigandi í Arion banka með 9,99 prósenta hlut. Í kolsvartri afkomuviðvörun sem Icelandair Group sendi frá sér 1. febrúar síðastliðinn kom fram að EBITDA-hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – myndi lækka um 60 til 70 milljónir dala og verða á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Vísað var til þess að bókanir hefðu verið hægari en gert var ráð fyrir og að meðalfargjöld á mörkuðum hefðu lækkað umfram spár. Stjórnendur félagsins hækkuðu í síðasta mánuði spána í 150 til 160 milljónir dala. Hlutabréf flugfélagsins hafa hríðfallið í verði eftir að félagið sendi frá sér umrædda afkomuviðvörun. Alls nemur lækkunin um 28 prósentum. Bréfin meira en tífölduðust í verði á árunum 2010 til 2016. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Markaðir Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira