Íslenska hljómsveitin Kaleo mun hita upp fyrir rokkstjörnurnar í Rolling Stones á tónleikum í Austurríki í næsta mánuði. Rolling Stones verða á No Filter tónleikaferðalaginu um Evrópu í september og október. Í samtali við Morgunblaðið sagði Rubin Pollock annar gítarleikara Kaleo:
„Þetta er bara geðveikt, óraunverulegt í rauninni. Ég fór að hlæja þegar ég heyrði af þessu, fannst þetta eiginlega bara fyndið. Þetta er ótrúlega gaman, að fá að hita upp fyrir stærstu rokkhljómsveit allra tíma.“
Kaleo hefur notið mikilla vinsælda og árið 2016 átti Kaleo lag í Vinyl, sjónvarpsþætti Martins Scorsese og Mick Jagger.
