Íslenski boltinn

Knattspyrnusambandið búið að ráða nýjan fjármálastjóra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bryndís Einarsdóttir hefur störf hjá KSÍ 1. október næstkomandi.
Bryndís Einarsdóttir hefur störf hjá KSÍ 1. október næstkomandi. mynd/ksí
Bryndís Einarsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri KSÍ. Hún tekur við starfinu af Pálma Jónssyni sem gegndi því í mörg ár.

Bryndís var valin úr hópi 64 umsækjanda um starfið en Capacent sá um umsjón ráðningaferlisins að því er fram kemur á heimasíðu KSÍ.

Bryndís er með MBA próf í viðskiptafræði frá Davenport University, Michigan, og þá er hún einnig menntuð sem íþróttafræðingur (BSc).

Bryndís hefur mikla reynslu af rekstri. Hún var búsett í Bandaríkjunum í 12 ár og starfaði þar sem skrifstofustjóri fasteignafélagsins NPCOA. Frá 2006 hefur Bryndís m.a. starfað sem fjárreiðustjóri hjá Lagernum ehf. og nú síðast sem fjármála- og framkvæmdastjóri The Pier.

Bryndís hefur störf hjá KSÍ 1. október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×