Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 17:13 Kolbrún var stödd í súpermarkaði á Römblunni þegar fólk þusti inn skelfingu lostið. Vísir Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV, er stödd í Barcelona. Hún er stödd núna í stórum súpermarkaði á Römblunni ásamt um hundrað manns til viðbótar og varð vitni að því þegar fólk kom skelfingu lostið inn í búðina. „Ég var hérna og var að borga þegar kemur hópur af fólki, tíu manns, og hrópar skelfingu lostið. Fólkið var á flótta og þusti inn í búðina. Fyrsta sem manni dettur í hug er hryðjuverkaárás og það reyndist rétt. Umsjónarmenn búðarinnar voru fljótir að sjá það og búðinni var lokað, settir hlerar niður,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi.Talaði við fólk sem varð vitni að árásinni Kolbrún segir að inni í búðinni sé fólk sem varð vitni að árásinni. „Þarna var maður sem ýtti börnunum sínum frá. Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni. Það er furðurlegt að þetta fólk erí sjálfu sér rólegt miðað við aðstæður,“ segir Kolbrún. Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. Hún veit ekki hvenær þeim verður hleypt út.Rólegt andrúmsloft Aðspurð um andrúmsloftið þarna inni segir Kolbrún fólk vera tiltölulega rólegt. Sumir séu frosnir og samhugur sé bersýnilegur. „Fólk situr á gólfinu, það er að borða. Sumir eru að lesa. Börnin eru merkilega róleg en þetta er mjög sérstakt,“ segir Kolbrún. Hún segir að henni líði ágætlega. „Ég bjóst aldrei við að lenda í svona aðstæðum en ég er mjög róleg, ég er ekkert hrædd eða neitt slíkt,“ segir Kolbrún og nefnir að allir þarna inni séu sammála um að það sé hræðilegt hvernig heimurinn sé orðinn og þetta sé orðinn veruleikinn. Kolbrún hefur verið í langri Evrópureisu en stefnir á að snúa heim á laugardaginn næstkomandi. Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV, er stödd í Barcelona. Hún er stödd núna í stórum súpermarkaði á Römblunni ásamt um hundrað manns til viðbótar og varð vitni að því þegar fólk kom skelfingu lostið inn í búðina. „Ég var hérna og var að borga þegar kemur hópur af fólki, tíu manns, og hrópar skelfingu lostið. Fólkið var á flótta og þusti inn í búðina. Fyrsta sem manni dettur í hug er hryðjuverkaárás og það reyndist rétt. Umsjónarmenn búðarinnar voru fljótir að sjá það og búðinni var lokað, settir hlerar niður,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi.Talaði við fólk sem varð vitni að árásinni Kolbrún segir að inni í búðinni sé fólk sem varð vitni að árásinni. „Þarna var maður sem ýtti börnunum sínum frá. Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni. Það er furðurlegt að þetta fólk erí sjálfu sér rólegt miðað við aðstæður,“ segir Kolbrún. Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. Hún veit ekki hvenær þeim verður hleypt út.Rólegt andrúmsloft Aðspurð um andrúmsloftið þarna inni segir Kolbrún fólk vera tiltölulega rólegt. Sumir séu frosnir og samhugur sé bersýnilegur. „Fólk situr á gólfinu, það er að borða. Sumir eru að lesa. Börnin eru merkilega róleg en þetta er mjög sérstakt,“ segir Kolbrún. Hún segir að henni líði ágætlega. „Ég bjóst aldrei við að lenda í svona aðstæðum en ég er mjög róleg, ég er ekkert hrædd eða neitt slíkt,“ segir Kolbrún og nefnir að allir þarna inni séu sammála um að það sé hræðilegt hvernig heimurinn sé orðinn og þetta sé orðinn veruleikinn. Kolbrún hefur verið í langri Evrópureisu en stefnir á að snúa heim á laugardaginn næstkomandi.
Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira