Íslendingur í Barselóna lagði sig í staðinn fyrir að fara á Römbluna í dag Hulda Hólmkelsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 17:31 Kristbjörg hafði ráðgert að vera á því svæði sem hryðjuverk voru framin í dag. Kristbjörg Óskarsdóttir Kristbjörg Óskarsdóttir ætlaði sér að vera á Römblunni í Barselóna um þrjúleytið í dag en ákvað þess í stað að fá sér blund. Þegar hún vaknaði varð henni ljóst að hryðjuverkaárás hefði verið framin. Kristbjörg starfar í Barselóna og býr í tíu mínútna göngufæri við Römbluna. Hún segist heyra greinilega í sírenuvælinu frá vettvangi. Spurð að því hvort hún hafi óttast árás segir Kristbjörg „Það eru svo mikið af hryðjuverkum alls staðar í Evrópu og í heiminum. Barcelona er svo stór borg þannig að maður hugsaði „hvenær gerist það hér?“ Kristbjörg segist líka hafa hugsað sig tvisvar um þegar um stórhátíðir eru að ræða. „maður myndi eiginlega bara sleppa því að fara út af hættu,“ segir Kristbjörg. Þegar Kristbjörg flutti fyrst til Barselóna bjó hún um hríð hjá spænskri fjölskyldu. Þau hafi sagt henni að mikil gæsla væri um alla borg. „Það eru óeinkennisklæddir og einkennisklæddar löggur úti um alla borg, alltaf. Maður tekur alveg eftir því þannig að það er passað rosalega upp á þetta.“ Kristbjörg hafði í fyrstu ráðgert að fara á Plaça de Catalunya í dag, nærri Römblunni um þrjúleytið í dag. Hún ætlaði að taka myndir fyrir blogg sem hún heldur úti en hún var á staðnum í gær um þetta leyti. Hún segist fegin að hafa orðið þreytt því hún lagði sig í stað þess að halda út að Römblunni. Plaça de Catalunya er stórt torg en út frá því kemur Ramblan sem er aðalverslunargatan í Barselóna og einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í borginni. Gatan er um 1,2 kílómetrar að lengd – frá Placa de Catalunya og að minnisvarðanum um Kristófer Kólumbus við sjávarsíðuna. Yfirvöld í Barselóna hafa á síðustu árum takmarkað bílaumferð vegna mikils fjölda gangandi vegfarenda. Hryðjuverk í Barcelona Tengdar fréttir Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Kristbjörg Óskarsdóttir ætlaði sér að vera á Römblunni í Barselóna um þrjúleytið í dag en ákvað þess í stað að fá sér blund. Þegar hún vaknaði varð henni ljóst að hryðjuverkaárás hefði verið framin. Kristbjörg starfar í Barselóna og býr í tíu mínútna göngufæri við Römbluna. Hún segist heyra greinilega í sírenuvælinu frá vettvangi. Spurð að því hvort hún hafi óttast árás segir Kristbjörg „Það eru svo mikið af hryðjuverkum alls staðar í Evrópu og í heiminum. Barcelona er svo stór borg þannig að maður hugsaði „hvenær gerist það hér?“ Kristbjörg segist líka hafa hugsað sig tvisvar um þegar um stórhátíðir eru að ræða. „maður myndi eiginlega bara sleppa því að fara út af hættu,“ segir Kristbjörg. Þegar Kristbjörg flutti fyrst til Barselóna bjó hún um hríð hjá spænskri fjölskyldu. Þau hafi sagt henni að mikil gæsla væri um alla borg. „Það eru óeinkennisklæddir og einkennisklæddar löggur úti um alla borg, alltaf. Maður tekur alveg eftir því þannig að það er passað rosalega upp á þetta.“ Kristbjörg hafði í fyrstu ráðgert að fara á Plaça de Catalunya í dag, nærri Römblunni um þrjúleytið í dag. Hún ætlaði að taka myndir fyrir blogg sem hún heldur úti en hún var á staðnum í gær um þetta leyti. Hún segist fegin að hafa orðið þreytt því hún lagði sig í stað þess að halda út að Römblunni. Plaça de Catalunya er stórt torg en út frá því kemur Ramblan sem er aðalverslunargatan í Barselóna og einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í borginni. Gatan er um 1,2 kílómetrar að lengd – frá Placa de Catalunya og að minnisvarðanum um Kristófer Kólumbus við sjávarsíðuna. Yfirvöld í Barselóna hafa á síðustu árum takmarkað bílaumferð vegna mikils fjölda gangandi vegfarenda.
Hryðjuverk í Barcelona Tengdar fréttir Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13