Komu í veg fyrir aðra árás Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2017 07:30 Frá vettvangi árásarinnar í gær. Vísir/EPA Lögreglan á Spáni segist hafa fellt fimm grunaða hryðjuverkamenn í bænum Cambrils skammt suður af Barselóna í nótt. Mennirnir, sem klæddir voru fölskum sprengjubeltum, er sagðir tengjast árásinni í miðborg Barselóna þar sem sendiferðabíl var ekið á fjölda fólks. Minnst þrettán létu lífið og tugir eru særðir. Þrír hafa verið handteknir vegna árásarinnar.Fórnarlömb árásarinnar eru frá 24 löndum víðsvegar um heiminn. Um er að ræða mannskæðustu árás á spænskri grundu síðan 191 lést í sprengingum í Madríd árið 2004. Sex borgarar og einn lögregluþjónn særðust í Cambril þegar mennirnir óku á þá, áður en bíll þeirra valt og þeir voru skotnir til bana af lögreglu. Mennirnir voru með sprengjubelti, sem í fyrstu voru talin vera ekta. Sprengjusérfræðingar hafa nú staðfest að engar sprengjur voru í þeim.Vísir/GraphicnewsLögreglan leitar enn að ökumanni sendiferðabílsins sem flúði af vettvangi árásarinnar í Barselóna. Tveir menn voru handteknir í gærkvöldi en hvorugur þeirra er ökumaðurinn samkvæmt lögreglu. Mennirnir eru báðir frá Norður-Afríku. Frekari upplýsingar um þann sem var handtekinn í morgun liggja ekki fyrir. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Ekki liggur þó fyrir hvort að árásin hafi verið framvkæmd af meðlimum samtakanna eða mönnum sem aðhyllast þeim. Þar að auki sprakk sprengja í húsi í bænum Alcanar á miðvikudagskvöldið, sem yfirvöld segja að tengist ennig árásinni, samkvæmt frétt BBC. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Katalóníu og haldin verður mínútuþögn á Plaça Catalunya í hádeginu í dag.Yfirlýsing forsætisráðherra Spánar. Barcelona has now seen "jihadist terrorism," Spain's PM says after 13 people are killed https://t.co/Z7w7Ir75W2 pic.twitter.com/zOMop215yH— Bloomberg (@business) August 18, 2017 Stuðningsmenn ISIS fagna árásinni á samfélagsmiðlum og kalla eftir fleirum. #SPAIN#IslamicState Supporters Celebrate #BarcelonaTerrorAttack, Calls For More Attacks. #TerrorMonitor pic.twitter.com/KOaFePBTfi— Terrormonitor.org (@Terror_Monitor) August 18, 2017 Yfirlit yfir sambærilegar árásir í Evrópu frá því í fyrra. #NEWSGRAPHIC Fatal vehicle-ramming attacks in Europe since July 2016 @AFP pic.twitter.com/DF9BQMqE3J— AFP news agency (@AFP) August 18, 2017 Hryðjuverk í Barcelona Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Hryllingur í Barcelona Á annan tug lét lífið í hryðjuverkaárás á Römblunni í höfuðborg Katalóníu í gær. Tveir handteknir. Utanríkisráðherra segir öryggismálin í forgangi hjá flestum ríkjum en að ekki sé hægt að útiloka árásir. 18. ágúst 2017 06:00 Hryðjuverk í Barselóna: Það sem við vitum í lok dags Hið minnsta 13 eru látnir og 100 eru særðir eftir að hvítum sendiferðabíl var ekið niður verslunargötu í miðborg Barselóna. 17. ágúst 2017 23:35 Íslendingur í Barselóna lagði sig í staðinn fyrir að fara á Römbluna í dag Kristbjörg lagði í stað þess að fara á staðinn sem hryðjuverkin voru framin í dag. 17. ágúst 2017 17:31 Hrafnhildur heyrði sendiferðabílinn aka á fólkið Hrafnhildur og vinkona hennar flúðu af vettvangi hryðjuverkaárásarinnar í dag. 17. ágúst 2017 19:30 Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira
Lögreglan á Spáni segist hafa fellt fimm grunaða hryðjuverkamenn í bænum Cambrils skammt suður af Barselóna í nótt. Mennirnir, sem klæddir voru fölskum sprengjubeltum, er sagðir tengjast árásinni í miðborg Barselóna þar sem sendiferðabíl var ekið á fjölda fólks. Minnst þrettán létu lífið og tugir eru særðir. Þrír hafa verið handteknir vegna árásarinnar.Fórnarlömb árásarinnar eru frá 24 löndum víðsvegar um heiminn. Um er að ræða mannskæðustu árás á spænskri grundu síðan 191 lést í sprengingum í Madríd árið 2004. Sex borgarar og einn lögregluþjónn særðust í Cambril þegar mennirnir óku á þá, áður en bíll þeirra valt og þeir voru skotnir til bana af lögreglu. Mennirnir voru með sprengjubelti, sem í fyrstu voru talin vera ekta. Sprengjusérfræðingar hafa nú staðfest að engar sprengjur voru í þeim.Vísir/GraphicnewsLögreglan leitar enn að ökumanni sendiferðabílsins sem flúði af vettvangi árásarinnar í Barselóna. Tveir menn voru handteknir í gærkvöldi en hvorugur þeirra er ökumaðurinn samkvæmt lögreglu. Mennirnir eru báðir frá Norður-Afríku. Frekari upplýsingar um þann sem var handtekinn í morgun liggja ekki fyrir. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Ekki liggur þó fyrir hvort að árásin hafi verið framvkæmd af meðlimum samtakanna eða mönnum sem aðhyllast þeim. Þar að auki sprakk sprengja í húsi í bænum Alcanar á miðvikudagskvöldið, sem yfirvöld segja að tengist ennig árásinni, samkvæmt frétt BBC. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Katalóníu og haldin verður mínútuþögn á Plaça Catalunya í hádeginu í dag.Yfirlýsing forsætisráðherra Spánar. Barcelona has now seen "jihadist terrorism," Spain's PM says after 13 people are killed https://t.co/Z7w7Ir75W2 pic.twitter.com/zOMop215yH— Bloomberg (@business) August 18, 2017 Stuðningsmenn ISIS fagna árásinni á samfélagsmiðlum og kalla eftir fleirum. #SPAIN#IslamicState Supporters Celebrate #BarcelonaTerrorAttack, Calls For More Attacks. #TerrorMonitor pic.twitter.com/KOaFePBTfi— Terrormonitor.org (@Terror_Monitor) August 18, 2017 Yfirlit yfir sambærilegar árásir í Evrópu frá því í fyrra. #NEWSGRAPHIC Fatal vehicle-ramming attacks in Europe since July 2016 @AFP pic.twitter.com/DF9BQMqE3J— AFP news agency (@AFP) August 18, 2017
Hryðjuverk í Barcelona Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Hryllingur í Barcelona Á annan tug lét lífið í hryðjuverkaárás á Römblunni í höfuðborg Katalóníu í gær. Tveir handteknir. Utanríkisráðherra segir öryggismálin í forgangi hjá flestum ríkjum en að ekki sé hægt að útiloka árásir. 18. ágúst 2017 06:00 Hryðjuverk í Barselóna: Það sem við vitum í lok dags Hið minnsta 13 eru látnir og 100 eru særðir eftir að hvítum sendiferðabíl var ekið niður verslunargötu í miðborg Barselóna. 17. ágúst 2017 23:35 Íslendingur í Barselóna lagði sig í staðinn fyrir að fara á Römbluna í dag Kristbjörg lagði í stað þess að fara á staðinn sem hryðjuverkin voru framin í dag. 17. ágúst 2017 17:31 Hrafnhildur heyrði sendiferðabílinn aka á fólkið Hrafnhildur og vinkona hennar flúðu af vettvangi hryðjuverkaárásarinnar í dag. 17. ágúst 2017 19:30 Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira
Hryllingur í Barcelona Á annan tug lét lífið í hryðjuverkaárás á Römblunni í höfuðborg Katalóníu í gær. Tveir handteknir. Utanríkisráðherra segir öryggismálin í forgangi hjá flestum ríkjum en að ekki sé hægt að útiloka árásir. 18. ágúst 2017 06:00
Hryðjuverk í Barselóna: Það sem við vitum í lok dags Hið minnsta 13 eru látnir og 100 eru særðir eftir að hvítum sendiferðabíl var ekið niður verslunargötu í miðborg Barselóna. 17. ágúst 2017 23:35
Íslendingur í Barselóna lagði sig í staðinn fyrir að fara á Römbluna í dag Kristbjörg lagði í stað þess að fara á staðinn sem hryðjuverkin voru framin í dag. 17. ágúst 2017 17:31
Hrafnhildur heyrði sendiferðabílinn aka á fólkið Hrafnhildur og vinkona hennar flúðu af vettvangi hryðjuverkaárásarinnar í dag. 17. ágúst 2017 19:30
Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13