Þá fóru mennirnir úr bílnum og einhverjir þeirra stungu fólk áður en þeir voru skotnir til bana. Ein spænsk kona sem þeir réðust á lést nú í morgun. Nokkrir aðrir borgarar og einn lögregluþjónn eru særðir, samkvæmt frétt Reuters.
Mennirnir báru sprengjubelti sem reyndust ekki innihalda sprengjur.
Lögreglan sagði í morgun að með því að fella mennina hefði tekist að koma í veg fyrir aðra árás.
Lögreglan leitar nú að Moussa Oukabire, sem sakaður er um að hafa ekið sendiferðabílnum í Barselóna. Skilríki bróður hans voru notuð til þess að leigja bílinn. Hann er einungis sautján ára gamall.
Nú hefur verið staðfest að 130 eru særðir. Þar af eru 17 í lífshættu og 30 í alvarlegu ástandi. Um er að ræða fólk frá 34 löndum.
Mínútuþögn var haldin í Barcelona í dag. Eftir að því lauk byrjaði hópurinn að kalla „við erum ekki hrædd“.