Dáist að styrkleika eiginkonu sinnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 18:45 Eiginmaður ungrar konu sem lamaðist í hjólreiðaslysi fyrr á árinu ætlar að gera allt sem hann getur til þess að koma henni aftur á fætur. Hann ætlar að hlaupa hálfmaraþon á morgun og hefur safnað áheitum fyrir hátt í þrjár milljónir króna, en fram undan hjá þeim hjónum er kostnaðarsöm endurhæfing í Bandaríkjunum. Hann dáist að þrautseigju konu sinnar og segir stuðninginn hafa borið hana hálfa leið.Enginn háskaleikur Lára Sif Christensen, sem er 29 ára verkfræðingur og flugmaður, lenti í slysinu í maí síðastliðnum. Hún var á fjallahjóli með hjólahópi sínum í Öskjuhlíð þegar hún datt af hjólinu og lenti illa á bakinu, með þeim afleiðingum að hún varð fyrir mænuskaða og lamaðist fyrir neðan brjóst.Lára er komin inn á sjúkrahús í Denver þar sem hún fer í endurhæfingu. Heilbrigðisþjónusta í Bandaríkjunum er kostnaðarsöm, og safna nú yfir eitt hundrað aðstandendur hennar áheitum.„Hún segist ekki hafa verið á neinni ferð þannig að það var enginn háskaleikur í gangi. Það var ekki skráma á hjólinu, ekkert á hjálminum, og í raun ekki skráma á henni fyrir utan brotinn hrygg,“ segir Leifur Grétarsson, eiginmaður Láru. Leifur segir Láru hafa tekist vel á við meiðslin, og bætir við að hún geri allt sem hún tekur sér fyrir hendur vel, hvort sem um er að ræða í námi, leik eða starfi. „Hún er brjálæðislega mikil afrekskona í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún lærði verkfræði í háskóla og tók svo mastersgráðu í hagfræði. Þegar hún var búin með það og var að undirbúa sig fyrir vinnumarkaðinn þá fannst henni ekki alveg nógu spennandi að vinna við þetta þannig að hún ákvað að verða flugmaður, eins og pabbi sinn.“ Aðspurður segir hann Láru takast á við þennan breytta veruleika með mikilli þrautseigju. „Hún er bara að upplifa nýjan raunveruleika að vera lömuð og læra að nota hjólastól og læra að lifa daglegu lífi upp á nýtt. Hún er búin að eiga sín veiku móment, eins og er eðlilegt, en ef maður lítur yfir heildina – þessa þrjá mánuði síðan slysið var þá er hún búin að standa sig eins og algjör hetja.“Tekur sjálf þátt í maraþoninuLeifur og vinkonur Láru safna nú fé fyrir endurhæfingu í Bandaríkjunum, en það gera þau með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Söfnunin hefur gengið vonum fram og ætla yfir hundrað manns að hlaupa til styrktar Láru. Þá ætlar Lára sjálf að taka þátt í skemmtiskokkinu, en móðir hennar verður henni við hlið, henni til halds og trausts. Hann segir þennan mikla stuðning hafa gefið Láru mikinn kraft. Þá verði hann ævinlega þakklátur öllum þeim sem hafa lagt þeim lið, sem og íslenska heilbrigðiskerfinu og SEM – samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra. Stuðningurinn sé ómetanlegur. „Allar kveðjurnar sem eru búnar að berast okkur, bæði í gegnum Hlaupastyrk.is og persónulega, þær styrkja hana og hjálpa henni að komast áfram í gegnum daginn og byrja á þessu risastóra verkefni,“ segir Leifur. Leifur hefur safnað á þriðja milljón króna í áheitasöfnuninni, en í heildina hafa safnast tæplega átta milljónir króna, en hér er að finna styrktarsíðuna. Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun. Tengdar fréttir Tvær og hálf milljón safnast fyrir Láru Lára Sif lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi. 11. júlí 2017 08:43 Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi "Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman. 7. júlí 2017 09:55 Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Erlent Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Innlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Eiginmaður ungrar konu sem lamaðist í hjólreiðaslysi fyrr á árinu ætlar að gera allt sem hann getur til þess að koma henni aftur á fætur. Hann ætlar að hlaupa hálfmaraþon á morgun og hefur safnað áheitum fyrir hátt í þrjár milljónir króna, en fram undan hjá þeim hjónum er kostnaðarsöm endurhæfing í Bandaríkjunum. Hann dáist að þrautseigju konu sinnar og segir stuðninginn hafa borið hana hálfa leið.Enginn háskaleikur Lára Sif Christensen, sem er 29 ára verkfræðingur og flugmaður, lenti í slysinu í maí síðastliðnum. Hún var á fjallahjóli með hjólahópi sínum í Öskjuhlíð þegar hún datt af hjólinu og lenti illa á bakinu, með þeim afleiðingum að hún varð fyrir mænuskaða og lamaðist fyrir neðan brjóst.Lára er komin inn á sjúkrahús í Denver þar sem hún fer í endurhæfingu. Heilbrigðisþjónusta í Bandaríkjunum er kostnaðarsöm, og safna nú yfir eitt hundrað aðstandendur hennar áheitum.„Hún segist ekki hafa verið á neinni ferð þannig að það var enginn háskaleikur í gangi. Það var ekki skráma á hjólinu, ekkert á hjálminum, og í raun ekki skráma á henni fyrir utan brotinn hrygg,“ segir Leifur Grétarsson, eiginmaður Láru. Leifur segir Láru hafa tekist vel á við meiðslin, og bætir við að hún geri allt sem hún tekur sér fyrir hendur vel, hvort sem um er að ræða í námi, leik eða starfi. „Hún er brjálæðislega mikil afrekskona í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún lærði verkfræði í háskóla og tók svo mastersgráðu í hagfræði. Þegar hún var búin með það og var að undirbúa sig fyrir vinnumarkaðinn þá fannst henni ekki alveg nógu spennandi að vinna við þetta þannig að hún ákvað að verða flugmaður, eins og pabbi sinn.“ Aðspurður segir hann Láru takast á við þennan breytta veruleika með mikilli þrautseigju. „Hún er bara að upplifa nýjan raunveruleika að vera lömuð og læra að nota hjólastól og læra að lifa daglegu lífi upp á nýtt. Hún er búin að eiga sín veiku móment, eins og er eðlilegt, en ef maður lítur yfir heildina – þessa þrjá mánuði síðan slysið var þá er hún búin að standa sig eins og algjör hetja.“Tekur sjálf þátt í maraþoninuLeifur og vinkonur Láru safna nú fé fyrir endurhæfingu í Bandaríkjunum, en það gera þau með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Söfnunin hefur gengið vonum fram og ætla yfir hundrað manns að hlaupa til styrktar Láru. Þá ætlar Lára sjálf að taka þátt í skemmtiskokkinu, en móðir hennar verður henni við hlið, henni til halds og trausts. Hann segir þennan mikla stuðning hafa gefið Láru mikinn kraft. Þá verði hann ævinlega þakklátur öllum þeim sem hafa lagt þeim lið, sem og íslenska heilbrigðiskerfinu og SEM – samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra. Stuðningurinn sé ómetanlegur. „Allar kveðjurnar sem eru búnar að berast okkur, bæði í gegnum Hlaupastyrk.is og persónulega, þær styrkja hana og hjálpa henni að komast áfram í gegnum daginn og byrja á þessu risastóra verkefni,“ segir Leifur. Leifur hefur safnað á þriðja milljón króna í áheitasöfnuninni, en í heildina hafa safnast tæplega átta milljónir króna, en hér er að finna styrktarsíðuna. Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun.
Tengdar fréttir Tvær og hálf milljón safnast fyrir Láru Lára Sif lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi. 11. júlí 2017 08:43 Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi "Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman. 7. júlí 2017 09:55 Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Erlent Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Innlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Tvær og hálf milljón safnast fyrir Láru Lára Sif lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi. 11. júlí 2017 08:43
Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi "Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman. 7. júlí 2017 09:55