Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, sem var í 3. sæti fyrir daginn, er dottin niður í það fimmta. Hún endaði í 22. sæti í fyrstu grein dagsins og er nú 106 stigum á eftir Toomey.
Annie Mist Þórisdóttir endaði í 15. sæti í Madison Triplet og lyfti sér upp í 4. sætið. Hún er 98 stigum á eftir Toomey.
Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem vann titilinn hraustasta kona heims 2015 og 2016, er enn í 6. sætinu, 144 stigum á eftir Toomey. Katrín Tanja lenti í 13. sæti í Madison Triplet.
Þuríður Erla Helgadóttir náði bestum árangri íslensku stelpnanna í fyrstu grein dagsins, eða 5. sæti. Hún er í 18. sæti í heildina.
Næsta grein í kvennaflokki hefst klukkan 18:15 að íslenskum tíma.
Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá heimsleikunum með því að smella hér.
Thuri Helgadottirmows down the Madison Triplet to set the time to beat in one of two women's heats. (18:37.32) #CrossFitGames pic.twitter.com/d06zrBApg6
— The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 6, 2017