Norður-Kórea heitir því að láta Bandaríkin svara fyrir refsiaðgerðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2017 15:23 Yfirvöld Norður-Kóreu hafa heitið því að láta „Bandaríkin borga“ fyrir að koma á refsiaðgerðum vegna kjarnorkuvopnatilrauna yfirvalda í Norður Kóreu. Þá staðfestir utanríkisráðherra Kína að yfirvöld þar í landi muni að öllu leyti standa við refsiaðgerðirnar. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, segir refsiaðgerðirnar, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma á laugardag, vera „ofbeldisfullt brot á fullveldi þjóðarinnar.“ Þá hafnar Norður Kórea frekari viðræðum við þau ríki sem aðild eiga að refsiaðgerðunum, að því er segir í frétt BBC. Stjórnvöld Norður-Kóreu segja enn fremur, í þessu fyrsta opinbera svari sínu við aðgerðum öryggisráðsins, að þau muni halda áfram prófunum á kjarnorkuvopnum og að lát á þeim sé ekki til umræðu. Í yfirlýsingu ríkisfréttastofunnar sagði meðal annars að yfirvöld landsins myndu láta Bandaríkin „borga fyrir glæp sinn dýru verði [...] svo nemi þúsundum skipta,“ og vísuðu þar til aðildar Bandaríkjanna að refsiaðgerðunum.Utanríkisráðherrar Norður Kóreu og Kína, Ri Yong Ho og Wang Yi, hittust á ráðstefnu ríkja í Suður-Asíu, sem haldin var í Manila á FIlippseyjum um helgina.Vísir/AfpKínverjar standa við refsiaðgerðirnar Þá staðfesti utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, á ráðstefnunni í Manila að Kínverjar ætli að öllu leyti að standa við refsiaðgerðirnar. Markmið refsiaðgerðanna er að letja útflutning Norður-Kóreu. Kína, eitt ríkjanna sem er með neitunarvald í öryggisráðinu og einn af helstu stuðningsmönnum yfirvalda í Norður-Kóreu, samþykkti meðal annars refsiaðgerðirnar. Haft hefur verið eftir Liu Jieyi, sendiherra Kína í Bandaríkjunum, að þetta væri merki þess að mikil samstaða ríkti um andstöðu gegn kjarnorkumálum á Kóreuskaganum. Útflutningur Norður-Kóreu á kolum, járni, málmgrýti og sjávarfangi hefur verið bannaður með refsiaðgerðunum. Einnig hefur öðrum löndum verið bannað að stofna til nýrra viðskiptasamninga við yfirvöld í landinu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Í júlí voru til að mynda prófuð tvö langdrifin loftskeyti og lístu yfirvöld því yfir að nú væru þau komin með vopn í hendurnar sem myndi drífa alla leið til Bandaríkjanna. 5. ágúst 2017 20:20 Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30 Norður Kórea talin framleiða meira af kjarnorkuefnum en áætlað var Hitamyndir teknar á tímabilinu september 2016 til lok júní 2017 af Yongbyon kjarnorkuverinu benda til þess að aukið hefur verið við framleiðslu á plútóníum og úraníum. 22. júlí 2017 22:27 Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15 Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu hafa heitið því að láta „Bandaríkin borga“ fyrir að koma á refsiaðgerðum vegna kjarnorkuvopnatilrauna yfirvalda í Norður Kóreu. Þá staðfestir utanríkisráðherra Kína að yfirvöld þar í landi muni að öllu leyti standa við refsiaðgerðirnar. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, segir refsiaðgerðirnar, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma á laugardag, vera „ofbeldisfullt brot á fullveldi þjóðarinnar.“ Þá hafnar Norður Kórea frekari viðræðum við þau ríki sem aðild eiga að refsiaðgerðunum, að því er segir í frétt BBC. Stjórnvöld Norður-Kóreu segja enn fremur, í þessu fyrsta opinbera svari sínu við aðgerðum öryggisráðsins, að þau muni halda áfram prófunum á kjarnorkuvopnum og að lát á þeim sé ekki til umræðu. Í yfirlýsingu ríkisfréttastofunnar sagði meðal annars að yfirvöld landsins myndu láta Bandaríkin „borga fyrir glæp sinn dýru verði [...] svo nemi þúsundum skipta,“ og vísuðu þar til aðildar Bandaríkjanna að refsiaðgerðunum.Utanríkisráðherrar Norður Kóreu og Kína, Ri Yong Ho og Wang Yi, hittust á ráðstefnu ríkja í Suður-Asíu, sem haldin var í Manila á FIlippseyjum um helgina.Vísir/AfpKínverjar standa við refsiaðgerðirnar Þá staðfesti utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, á ráðstefnunni í Manila að Kínverjar ætli að öllu leyti að standa við refsiaðgerðirnar. Markmið refsiaðgerðanna er að letja útflutning Norður-Kóreu. Kína, eitt ríkjanna sem er með neitunarvald í öryggisráðinu og einn af helstu stuðningsmönnum yfirvalda í Norður-Kóreu, samþykkti meðal annars refsiaðgerðirnar. Haft hefur verið eftir Liu Jieyi, sendiherra Kína í Bandaríkjunum, að þetta væri merki þess að mikil samstaða ríkti um andstöðu gegn kjarnorkumálum á Kóreuskaganum. Útflutningur Norður-Kóreu á kolum, járni, málmgrýti og sjávarfangi hefur verið bannaður með refsiaðgerðunum. Einnig hefur öðrum löndum verið bannað að stofna til nýrra viðskiptasamninga við yfirvöld í landinu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Í júlí voru til að mynda prófuð tvö langdrifin loftskeyti og lístu yfirvöld því yfir að nú væru þau komin með vopn í hendurnar sem myndi drífa alla leið til Bandaríkjanna. 5. ágúst 2017 20:20 Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30 Norður Kórea talin framleiða meira af kjarnorkuefnum en áætlað var Hitamyndir teknar á tímabilinu september 2016 til lok júní 2017 af Yongbyon kjarnorkuverinu benda til þess að aukið hefur verið við framleiðslu á plútóníum og úraníum. 22. júlí 2017 22:27 Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15 Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Í júlí voru til að mynda prófuð tvö langdrifin loftskeyti og lístu yfirvöld því yfir að nú væru þau komin með vopn í hendurnar sem myndi drífa alla leið til Bandaríkjanna. 5. ágúst 2017 20:20
Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30
Norður Kórea talin framleiða meira af kjarnorkuefnum en áætlað var Hitamyndir teknar á tímabilinu september 2016 til lok júní 2017 af Yongbyon kjarnorkuverinu benda til þess að aukið hefur verið við framleiðslu á plútóníum og úraníum. 22. júlí 2017 22:27
Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15
Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55