Hinrik prins segir eiginkonu sína hafa haft sig að fífli Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. ágúst 2017 15:15 Hinrik prins telur sig hafa verið í skugga eiginkonu sinnar. Visir/Getty Hinrik prins er harður á því að vilja ekki láta grafa sig við hlið eiginkonu sinnar, Margrétar Þórhildar Danadrottningar, í Hróarskeldu. Hann ítrekar þetta í viðtali við vikublaðið Se og Hør - viðtali sem hefur valdið töluverðum usla í Danmörku í dag. Þar fer hann hörðum orðum um eiginkonu sína. „Hún hefur haft mig að fífli. Ég giftist ekki drottningunni til að láta grafa mig í Hróarskeldu,“ segir hinn pirraði prins í fyrsta viðtalinu eftir að í ljós kom í síðustu viku að hann myndi rjúfa aldagamla hefð um að konungshjón Danmerkur hvíli hlið við hlið. Lene Balleby, upplýsingafulltrúi drottningar, sagði í einkaviðtali við Berlingske að það sé ekkert leyndarmál að prinsinn hafi verið ósáttur við stöðu sína og þann titil sem hann ber innan konungsfjölskyldunnar í mörg ár. Óánægja hans hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Sjá einnig: Hinrik Prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur„Fyrir prinsinn er ákvörðun hans um að liggja ekki hinstu hvílu við hlið drottningar eðlilegt framhald þeirrar stöðu sem honum hefur verið úthlutað og að ekki hefur verið orðið við óskum hans um breytingu þar á. Prinsinn er einfaldlega þeirrar skoðunar að hann eigi ekki að vera við hlið drottningar í dauðanum þegar honum var meinað það í lífinu,” sagði Balleby í viðtali við Berlingske. Hinrik hnykkir á þessu í samtali við Se og Hør. „Eiginkona mín hefur ekki sýnt mér þá virðingu sem kona ætti að sýna eiginmanni sínum.“ segir hann. „Eiginkona mín hefur tekið það skýrt fram að hún vilji vera drottning og það get ég sætt mig við. En sem manneskja ætti hún að vita að þegar karl og kona eru gift þá eru þau jafningar,“ bætir prinsinn við. Hinrik undirstrikar í samtali við vikublaðið að þrátt fyrir þessi ósætti elski þau Margrét hvort annað og að þau muni verja næstu tveimur vikum saman í Frakklandi. Enn er óvíst hvar Hinriki verður fundinn grafreitur að honum látnum. Hinrik prins fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934 og er hann því 83 ára gamall. Hann og Margrét Þórhildur drottning gengu í hjónaband árið 1967. Danska krúnan hefur ekki viljað tjá sig um viðtal Hinriks í Se og Hør, sem má nálgast hér. Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Tengdar fréttir Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla saman í steinkistu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. 3. ágúst 2017 14:09 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Hinrik prins er harður á því að vilja ekki láta grafa sig við hlið eiginkonu sinnar, Margrétar Þórhildar Danadrottningar, í Hróarskeldu. Hann ítrekar þetta í viðtali við vikublaðið Se og Hør - viðtali sem hefur valdið töluverðum usla í Danmörku í dag. Þar fer hann hörðum orðum um eiginkonu sína. „Hún hefur haft mig að fífli. Ég giftist ekki drottningunni til að láta grafa mig í Hróarskeldu,“ segir hinn pirraði prins í fyrsta viðtalinu eftir að í ljós kom í síðustu viku að hann myndi rjúfa aldagamla hefð um að konungshjón Danmerkur hvíli hlið við hlið. Lene Balleby, upplýsingafulltrúi drottningar, sagði í einkaviðtali við Berlingske að það sé ekkert leyndarmál að prinsinn hafi verið ósáttur við stöðu sína og þann titil sem hann ber innan konungsfjölskyldunnar í mörg ár. Óánægja hans hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Sjá einnig: Hinrik Prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur„Fyrir prinsinn er ákvörðun hans um að liggja ekki hinstu hvílu við hlið drottningar eðlilegt framhald þeirrar stöðu sem honum hefur verið úthlutað og að ekki hefur verið orðið við óskum hans um breytingu þar á. Prinsinn er einfaldlega þeirrar skoðunar að hann eigi ekki að vera við hlið drottningar í dauðanum þegar honum var meinað það í lífinu,” sagði Balleby í viðtali við Berlingske. Hinrik hnykkir á þessu í samtali við Se og Hør. „Eiginkona mín hefur ekki sýnt mér þá virðingu sem kona ætti að sýna eiginmanni sínum.“ segir hann. „Eiginkona mín hefur tekið það skýrt fram að hún vilji vera drottning og það get ég sætt mig við. En sem manneskja ætti hún að vita að þegar karl og kona eru gift þá eru þau jafningar,“ bætir prinsinn við. Hinrik undirstrikar í samtali við vikublaðið að þrátt fyrir þessi ósætti elski þau Margrét hvort annað og að þau muni verja næstu tveimur vikum saman í Frakklandi. Enn er óvíst hvar Hinriki verður fundinn grafreitur að honum látnum. Hinrik prins fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934 og er hann því 83 ára gamall. Hann og Margrét Þórhildur drottning gengu í hjónaband árið 1967. Danska krúnan hefur ekki viljað tjá sig um viðtal Hinriks í Se og Hør, sem má nálgast hér.
Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Tengdar fréttir Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla saman í steinkistu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. 3. ágúst 2017 14:09 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla saman í steinkistu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. 3. ágúst 2017 14:09