Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2017 17:42 Um 163 þúsund manns búa á Gvam. Vísir/AFP Íbúar Kyrrahafseyjunnar Gvam segjast óttaslegnir vegna mikillar spennu á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Hernaðaryfirvöld Norður-Kóreu tilkynnti í gær að verið væri að íhuga eldflaugaárásir á Gvam. Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum.AP fréttaveitan ræddi við nokkra íbúa sem segjast vanir hótunum frá Norður-Kóreu. Hins vegar hafi fregnir af mikilli framþróun í eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlunum Norður-Kóreu vakið upp áhyggjur íbúa.Í gær bárust fregnir af því að Norður-Kóreumönnum hefði mögulega tekist að þróa og framleiða kjarnorkuvopn sem hægt væri að koma fyrir í langdrægri eldflaug. Í kjölfar þess sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að öllum ógnunum Norður-Kóreu yrði mætt með „eldi og heift“. Norður-Kórea brást við þeirri yfirlýsingu með því að ógna Gvam. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því svo yfir í dag að ekki væri tilefni til að hafa áhyggjur. Ekkert sem hann hefði séð benti til þess að aðstæður hefðu breyst verulega. Þá sagði Trump á Twitter í dag að hans fyrsta skipun sem forseti hefði verið að nútímavæða kjarnorkuvopn Bandaríkjanna. Nú væru þau mun öflugri en nokkurn tímann áður.My first order as President was to renovate and modernize our nuclear arsenal. It is now far stronger and more powerful than ever before....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 ...Hopefully we will never have to use this power, but there will never be a time that we are not the most powerful nation in the world!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 Trump hefur þó einungis verið forseti í sjö mánuði og tilskipun hans var ekki um að nútímavæða vopnin, heldur skipaði hann til að farið yrði yfir kerfið og það grandskoðað. Fyrri ríkisstjórn Bandaríkjanna og þingið varði miklum fjármunum í að betrumbæta kjarnorkuvopn ríkisins. Ríkisstjóri Gvam sendi frá sér tilkynningu í morgun, þar sem hann sagði íbúa ekki þurfa að hafa áhyggjur. Norður-Kórea Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Sjá meira
Íbúar Kyrrahafseyjunnar Gvam segjast óttaslegnir vegna mikillar spennu á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Hernaðaryfirvöld Norður-Kóreu tilkynnti í gær að verið væri að íhuga eldflaugaárásir á Gvam. Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum.AP fréttaveitan ræddi við nokkra íbúa sem segjast vanir hótunum frá Norður-Kóreu. Hins vegar hafi fregnir af mikilli framþróun í eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlunum Norður-Kóreu vakið upp áhyggjur íbúa.Í gær bárust fregnir af því að Norður-Kóreumönnum hefði mögulega tekist að þróa og framleiða kjarnorkuvopn sem hægt væri að koma fyrir í langdrægri eldflaug. Í kjölfar þess sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að öllum ógnunum Norður-Kóreu yrði mætt með „eldi og heift“. Norður-Kórea brást við þeirri yfirlýsingu með því að ógna Gvam. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því svo yfir í dag að ekki væri tilefni til að hafa áhyggjur. Ekkert sem hann hefði séð benti til þess að aðstæður hefðu breyst verulega. Þá sagði Trump á Twitter í dag að hans fyrsta skipun sem forseti hefði verið að nútímavæða kjarnorkuvopn Bandaríkjanna. Nú væru þau mun öflugri en nokkurn tímann áður.My first order as President was to renovate and modernize our nuclear arsenal. It is now far stronger and more powerful than ever before....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 ...Hopefully we will never have to use this power, but there will never be a time that we are not the most powerful nation in the world!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 Trump hefur þó einungis verið forseti í sjö mánuði og tilskipun hans var ekki um að nútímavæða vopnin, heldur skipaði hann til að farið yrði yfir kerfið og það grandskoðað. Fyrri ríkisstjórn Bandaríkjanna og þingið varði miklum fjármunum í að betrumbæta kjarnorkuvopn ríkisins. Ríkisstjóri Gvam sendi frá sér tilkynningu í morgun, þar sem hann sagði íbúa ekki þurfa að hafa áhyggjur.
Norður-Kórea Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Sjá meira