Mótmæli eftir ásakanir um kosningasvindl Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 20:00 Mótmæli og óeirðir brutust út í Kenía í dag eftir að leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði að átt hefði verið við niðurstöður forsetakosninganna þar í landi. Lögregluyfirvöld í Kenía beittu táragasi til að sundra mótmælendum í dag. Stuðningsmenn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Raila Odinga, höfðu safnast saman, og köstuðu steinum í átt að lögreglu eftir að Odinga bar því við að kosningasvindl hefði kostað hann sigurinn. Þrír voru skotnir til bana í óeirðum dagsins. Tveir í Naírobí sem reyndu búðarþjófnað í skjóli mótmælanna auk þess sem maður var skotinn við kjörstað í Kiisi-héraði. Núverandi forseti, Uhuru Kenyatta, fékk tæplega 55 prósent atkvæða í kosningunum sem fóru fram í gær. Odinga sagði á blaðamannafundi í morgun að auðkenni hátt setts kosningafulltrúa sem myrtur var í síðustu viku hefði verið notað til að brjótast inn í kosningakerfið í nótt og eiga við niðurstöðurnar. Hann birti á Facebook síðu sinni í dag 50 blaðsíður af tölvuskrám sem hann segir styðja ásakanir sínar. „Það sem eftirlitsnefnd IEBC hefur birt sem niðurstöður forsetakosninganna eru algerar blekkingar byggðar á margfaldara sem gaf Uhuru Kenyatta með sviksamlegum hætti atkvæði sem aldrei voru greidd," sagði Raila Odinga. Formaður kosninganefndar sagði í dag að ásakanir um mögulegt kosningasvindl yrðu skoðaðar. „Við munum finna aðferð til að komast að því hvort þessar ásakanir eru réttar eða ekki, og ýmsar aðrar ásakanir líka," sagði Wafula Chebukati. Embættismenn hafa hvatt fólk til að sætta sig við niðurstöður kosninganna þar sem ofbeldið sem fylgdi kosningunum fyrir tíu árum er fólki ennþá ferskt í minni. Þá létust um 1.100 manns í mótmælum. Odinga hvatti stuðningsmenn sína til að sýna stillingu en bætti þó við að hann stjórnaði ekki fólkinu. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Mótmæli og óeirðir brutust út í Kenía í dag eftir að leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði að átt hefði verið við niðurstöður forsetakosninganna þar í landi. Lögregluyfirvöld í Kenía beittu táragasi til að sundra mótmælendum í dag. Stuðningsmenn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Raila Odinga, höfðu safnast saman, og köstuðu steinum í átt að lögreglu eftir að Odinga bar því við að kosningasvindl hefði kostað hann sigurinn. Þrír voru skotnir til bana í óeirðum dagsins. Tveir í Naírobí sem reyndu búðarþjófnað í skjóli mótmælanna auk þess sem maður var skotinn við kjörstað í Kiisi-héraði. Núverandi forseti, Uhuru Kenyatta, fékk tæplega 55 prósent atkvæða í kosningunum sem fóru fram í gær. Odinga sagði á blaðamannafundi í morgun að auðkenni hátt setts kosningafulltrúa sem myrtur var í síðustu viku hefði verið notað til að brjótast inn í kosningakerfið í nótt og eiga við niðurstöðurnar. Hann birti á Facebook síðu sinni í dag 50 blaðsíður af tölvuskrám sem hann segir styðja ásakanir sínar. „Það sem eftirlitsnefnd IEBC hefur birt sem niðurstöður forsetakosninganna eru algerar blekkingar byggðar á margfaldara sem gaf Uhuru Kenyatta með sviksamlegum hætti atkvæði sem aldrei voru greidd," sagði Raila Odinga. Formaður kosninganefndar sagði í dag að ásakanir um mögulegt kosningasvindl yrðu skoðaðar. „Við munum finna aðferð til að komast að því hvort þessar ásakanir eru réttar eða ekki, og ýmsar aðrar ásakanir líka," sagði Wafula Chebukati. Embættismenn hafa hvatt fólk til að sætta sig við niðurstöður kosninganna þar sem ofbeldið sem fylgdi kosningunum fyrir tíu árum er fólki ennþá ferskt í minni. Þá létust um 1.100 manns í mótmælum. Odinga hvatti stuðningsmenn sína til að sýna stillingu en bætti þó við að hann stjórnaði ekki fólkinu.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent