Tugir hælisleitenda horfið af radarnum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. júlí 2017 07:00 Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar Íslensk stjórnvöld vita ekki hvar nokkrir tugir hælisleitenda, sem synjað hefur verið um hæli hér á landi síðustu ár, eru niðurkomnir. Vísbendingar eru um að sumir þeirra séu hér í felum og stundi svarta atvinnustarfsemi. Samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun hafa tuttugu manns horfið það sem af er þessu ári. Síðustu ár hafi fjöldinn að jafnaði verið á bilinu tíu til fimmtán manns á ári. Talið er að flestir hafi farið af landi brott án þess að tilkynna það til stofnunarinnar, en að hinir séu enn hér á landi. „Ástæðurnar eru margvíslegar. Stundum eru þetta einstaklingar sem eiga skilríki en hafa ekki afhent þau stjórnvöldum og nota þau til að fara úr landi. Svo eru einstaklingar sem fara í felur, og stundum dettur fólk út úr kerfinu. Það kemur líka alveg fyrir að einstaklingur hverfur og poppar svo upp hjá okkur nokkrum mánuðum síðar,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Þorsteinn bendir á að hlutfallslega sé fjöldi þeirra sem hverfur hér á landi umtalsvert minni en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum, en sænsk stjórnvöld hafa lýst yfir áhyggjum vegna þess mikla fjölda sem lætur sig hverfa á ári hverju, eða hátt í tíu þúsund manns. Staðan er svipuð í Noregi og víðar. „Það eru ekki mörg mál þar sem fólk hverfur alveg sporlaust frá okkur. En ef það gerist eru slík mál í höndum lögreglunnar og hún tekur þá ákvörðun um hvort það sé ástæða til þess að leita að fólkinu,“ segir Þorsteinn. Að öðru leyti sé ekki eftirlit haft með þeim sem horfið hafa úr kerfum Útlendingastofnunar og því ekki til nákvæmar tölur um þá. Aðspurður telur Þorsteinn líklegt að einhverjir þessara einstaklinga séu í felum og vinni svart. „Svört eða ólögleg atvinnustarfsemi er ekki á okkar borði en það má vissulega leiða að því líkur að fólk fari í felur og vinni svart,“ segir Þorsteinn. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Íslensk stjórnvöld vita ekki hvar nokkrir tugir hælisleitenda, sem synjað hefur verið um hæli hér á landi síðustu ár, eru niðurkomnir. Vísbendingar eru um að sumir þeirra séu hér í felum og stundi svarta atvinnustarfsemi. Samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun hafa tuttugu manns horfið það sem af er þessu ári. Síðustu ár hafi fjöldinn að jafnaði verið á bilinu tíu til fimmtán manns á ári. Talið er að flestir hafi farið af landi brott án þess að tilkynna það til stofnunarinnar, en að hinir séu enn hér á landi. „Ástæðurnar eru margvíslegar. Stundum eru þetta einstaklingar sem eiga skilríki en hafa ekki afhent þau stjórnvöldum og nota þau til að fara úr landi. Svo eru einstaklingar sem fara í felur, og stundum dettur fólk út úr kerfinu. Það kemur líka alveg fyrir að einstaklingur hverfur og poppar svo upp hjá okkur nokkrum mánuðum síðar,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Þorsteinn bendir á að hlutfallslega sé fjöldi þeirra sem hverfur hér á landi umtalsvert minni en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum, en sænsk stjórnvöld hafa lýst yfir áhyggjum vegna þess mikla fjölda sem lætur sig hverfa á ári hverju, eða hátt í tíu þúsund manns. Staðan er svipuð í Noregi og víðar. „Það eru ekki mörg mál þar sem fólk hverfur alveg sporlaust frá okkur. En ef það gerist eru slík mál í höndum lögreglunnar og hún tekur þá ákvörðun um hvort það sé ástæða til þess að leita að fólkinu,“ segir Þorsteinn. Að öðru leyti sé ekki eftirlit haft með þeim sem horfið hafa úr kerfum Útlendingastofnunar og því ekki til nákvæmar tölur um þá. Aðspurður telur Þorsteinn líklegt að einhverjir þessara einstaklinga séu í felum og vinni svart. „Svört eða ólögleg atvinnustarfsemi er ekki á okkar borði en það má vissulega leiða að því líkur að fólk fari í felur og vinni svart,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira