Frá þessu greindu þau Ciara og Måns á Instagram-síðum sínum nú fyrir stundu. Má þar sjá mynd af þeim skötuhjúum þar sem Måns er með gítarinn sinn og er kominn niður á hné. Með myndinni fylgir textinn „Verðandi frú Z,“ segir Ciara.
Ciara notast þar við kassamerkið #happiestgirlinthewholewideworld, og segist með því vera hamingjusamasta kona í heimi.

Måns býr nú í heimalandi Ciara, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Hollyoaks. Hún á þriggja ára son úr fyrra sambandi.
Zelmerlöw er þekktastur fyrir að hafa unnið Eurovision með laginu Heroes árið 2015.