Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2017 09:00 Donald Trump og Jeff Sessions. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sér eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í sæti dómsmálaráðherra vegna þess að Sessions sagði sig frá rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Það gerði Sessions eftir að hann hafði sagt ósatt frá fundum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands. Trump sagði að hefði hann vitað að Sessions myndi gera það hefði hann ekki skipað hann í embættið. Þá sagði hann að ákvörðun Sessions hefði verið mjög ósanngjörn gagnvart sér.„Jeff Sessions tekur við starfinu, byrjar í starfinu og segir sig frá starfinu, sem ég tel vera ósanngjarnt gagnvart forsetanum. Hvernig getur þú tekið við starfi og sagt þig svo frá því? Ef hann hefði sagt sig frá rannsókninni áður en hann tók við starfinu hefði ég sagt: „Takk Jeff, en ég ætla ekki að taka við þér,“ Þetta er einkar ósanngjarnt, og það er vægt til orða tekið, gagnvart forsetanum,“ sagði Trump, forseti. Sessions var einn af fyrstu og dyggustu stuðningsmönnum Trump og var fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn til að lýsa yfir stuðningi við framboð Trump. Forsetinn er þó reiður við hann og segir ákvörðun hans hafa leitt til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari til að rannsaka afskiptin og mögulegt samstarf framboðs Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Sessions hefur ekki tjáð sig um gagnrýni forsetans. Í viðtali við New York Times gagnrýndi forsetinn einnig starfandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem tók við starfinu eftir að Trump rak James Comey vegna Rússarannsóknarinnar, og aðstoðardómsmálaráðherrann sem skipaði Mueller í embætti sérstaks saksóknara. Þá kvartaði Trump yfir rannsókn Mueller, sem hann hefur gert áður, og sagði mikið um hagsmunaárekstra, þegar kæmi að starfsfólki Mueller. Hann útilokaði ekki að reka hann úr starfi og sagðist ekki vilja að Mueller og starfsfólk hans skoðaði fjármál fjölskyldu Trump.Trump sakaði James Comey um að hafa reynt að kúga sig um tveimur vikum fyrir innsetningarathöfn hans. Comey of forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna funduð með Trump til þess að kynna honum niðurstöður þeirra varðandi tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum í aðdraganda kosninganna og eftir fundinn tók Comey Trump til hliðar. Trump segir Comey hafa sagt honum frá umdeildri og óstaðfestri skýrslu sem unnin var af fyrrverandi breskum njósnara, þar sem því var meðal annars haldið fram að stjórnvöld Rússlands ættu myndband af Trump láta vændiskonur pissa á hvora aðra. Njósnarinn hafði verið ráðinn af andstæðingum Trump innan Repúblikanaflokksins til þess að grafa upp upplýsingar um hann. Skýrslan hafði þá verið í dreifingu í Washington og höfðu fjölmiðlar komið höndum yfir hana. Trump segir Comey hafa sagt þetta til að reyna að kúga sig.Verða spurðir út í tengsl sín í RússlandiHelstu ráðgjafar Donalds Trump Bandaríkjaforseta – sonur hans, tengdasonur og fyrrverandi kosningastjóri, munu allir bera vitni fyrir þingnefnd öldungadeildarþingmanna sem rannsakar nú aðkomu Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þeir Donald Trump yngri, Jared Kushner og Paul Manafort verða allir spurðir út í tengsl sín við rússneska áhrifamenn og reiknað er með að stóru spurningarnar snúi að fundi sem þeir sátu allir með rússneskum aðilum sem höfðu lofað upplýsingum um Hillary Clinton sem kæmu sér vel í kosningabaráttunni. Trump sagði í viðtalinu við New York Times að umræddur fundur hefði snúið að ættleiðingum og viðskiptaþvingunum gegn aðilum í Rússlandi sem sakaðir hafa verið um mannréttindabrot. Hann hefði ekki haft þörf á skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton þar sem hann hefði búið yfir nægum slíkum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sér eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í sæti dómsmálaráðherra vegna þess að Sessions sagði sig frá rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Það gerði Sessions eftir að hann hafði sagt ósatt frá fundum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands. Trump sagði að hefði hann vitað að Sessions myndi gera það hefði hann ekki skipað hann í embættið. Þá sagði hann að ákvörðun Sessions hefði verið mjög ósanngjörn gagnvart sér.„Jeff Sessions tekur við starfinu, byrjar í starfinu og segir sig frá starfinu, sem ég tel vera ósanngjarnt gagnvart forsetanum. Hvernig getur þú tekið við starfi og sagt þig svo frá því? Ef hann hefði sagt sig frá rannsókninni áður en hann tók við starfinu hefði ég sagt: „Takk Jeff, en ég ætla ekki að taka við þér,“ Þetta er einkar ósanngjarnt, og það er vægt til orða tekið, gagnvart forsetanum,“ sagði Trump, forseti. Sessions var einn af fyrstu og dyggustu stuðningsmönnum Trump og var fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn til að lýsa yfir stuðningi við framboð Trump. Forsetinn er þó reiður við hann og segir ákvörðun hans hafa leitt til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari til að rannsaka afskiptin og mögulegt samstarf framboðs Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Sessions hefur ekki tjáð sig um gagnrýni forsetans. Í viðtali við New York Times gagnrýndi forsetinn einnig starfandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem tók við starfinu eftir að Trump rak James Comey vegna Rússarannsóknarinnar, og aðstoðardómsmálaráðherrann sem skipaði Mueller í embætti sérstaks saksóknara. Þá kvartaði Trump yfir rannsókn Mueller, sem hann hefur gert áður, og sagði mikið um hagsmunaárekstra, þegar kæmi að starfsfólki Mueller. Hann útilokaði ekki að reka hann úr starfi og sagðist ekki vilja að Mueller og starfsfólk hans skoðaði fjármál fjölskyldu Trump.Trump sakaði James Comey um að hafa reynt að kúga sig um tveimur vikum fyrir innsetningarathöfn hans. Comey of forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna funduð með Trump til þess að kynna honum niðurstöður þeirra varðandi tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum í aðdraganda kosninganna og eftir fundinn tók Comey Trump til hliðar. Trump segir Comey hafa sagt honum frá umdeildri og óstaðfestri skýrslu sem unnin var af fyrrverandi breskum njósnara, þar sem því var meðal annars haldið fram að stjórnvöld Rússlands ættu myndband af Trump láta vændiskonur pissa á hvora aðra. Njósnarinn hafði verið ráðinn af andstæðingum Trump innan Repúblikanaflokksins til þess að grafa upp upplýsingar um hann. Skýrslan hafði þá verið í dreifingu í Washington og höfðu fjölmiðlar komið höndum yfir hana. Trump segir Comey hafa sagt þetta til að reyna að kúga sig.Verða spurðir út í tengsl sín í RússlandiHelstu ráðgjafar Donalds Trump Bandaríkjaforseta – sonur hans, tengdasonur og fyrrverandi kosningastjóri, munu allir bera vitni fyrir þingnefnd öldungadeildarþingmanna sem rannsakar nú aðkomu Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þeir Donald Trump yngri, Jared Kushner og Paul Manafort verða allir spurðir út í tengsl sín við rússneska áhrifamenn og reiknað er með að stóru spurningarnar snúi að fundi sem þeir sátu allir með rússneskum aðilum sem höfðu lofað upplýsingum um Hillary Clinton sem kæmu sér vel í kosningabaráttunni. Trump sagði í viðtalinu við New York Times að umræddur fundur hefði snúið að ættleiðingum og viðskiptaþvingunum gegn aðilum í Rússlandi sem sakaðir hafa verið um mannréttindabrot. Hann hefði ekki haft þörf á skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton þar sem hann hefði búið yfir nægum slíkum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira