Ætlaði sér alltaf að reka Comey Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2017 17:50 Donald Trump og James Comey. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist alltaf hafa ætlað að reka James Comey, yfirmann Alríkislögreglunnar eða FBI og að hann hafi staðið sig illa í starfi. Hann kallar Comey „monthana“ og segist forsetinn hafa spurt Comey hvort hann væri sjálfur til rannsóknar vegna meints samráðs starfsmanna framboðs Trump við yfirvöld í Rússlandi. Þetta sagði forsetinn í viðtali við NBC News nú í dag. Bæði dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og aðstoðardómsmálaráðherra, Jeff Sessions og Rod Rosenstein, sendu í vikunni bréf til Trump þar sem þeir lögðu til að Comey yrði rekinn. Í þeim bréfum var sú ástæða gefin að Comey hefði ekki tekið á máli tölvupósta Hillary Clinton með réttum hætti. Talsmenn Trump hafa í gær og í fyrradag ítrekað haldið því fram í mörgum fjölmiðlum að sú ástæða væri rétt. Þeirra á meðal er Mike Pence, varaforseti Trump. Hann sagði fjölmiðlum í gær að ákvörðun forsetans hefði byggt á tillögum Sessions og Rosenstein.Trump sjálfur sagði í uppsagnarbréfi Comey að hann væri að fylgja tillögum Sessions og Rosenstein en nú virðist hafa gefa lítið fyrir þær tillögur og segir brottreksturinn alltaf hafa staðið til. „Óháð tillögunum, þá ætlaði ég mér að reka Comey,“ segir Trump í viðtalinu. Talskona Trump sagði í gærkvöldi að forsetinn hefði verið að íhuga að reka Comey allt frá því að hann varð forseti Bandaríkjanna og að hann hefði framið „grimmdarverk“ í starfi sínu. Á undanförnum mánuðum hefur forsetinn sjálfur og talsmenn hans hins vegar ítrekað lýst yfir stuðningi við Comey í starfi.Sjá einnig: Forsetinn sagður hafa verið reiður Comey Starfsmenn Hvíta hússins hafa einnig haldið því fram að Comey hafi misst stuðning starfsmanna FBI. Starfandi yfirmaður FBI, Andrew McGabe, sagði hins vegar nefnd öldungaþingmanna um njósnamál í dag að sú væri ekki raunin. Comey nyti mikils stuðnings innan Alríkislögreglunnar.Jeff Sessions, sem sagði sig frá öllum rannsóknum vegna afskipta Rússa af kosningunum eftir að hann sagði ósatt um fundi sína og sendiherra Rússlands, leiðir nú leitina að nýjum yfirmanni Alríkislögreglunnar.Samantekt NBC úr viðtalinu Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Þess krafist að Flynn láti rannsóknarnefnd gögn í té Bandarísk rannsóknarnefnd hefur krafist þess formlega af Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, að hann láti nefndinni í té skjöl er varða möguleg tengsl hans við Rússa. 11. maí 2017 08:24 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist alltaf hafa ætlað að reka James Comey, yfirmann Alríkislögreglunnar eða FBI og að hann hafi staðið sig illa í starfi. Hann kallar Comey „monthana“ og segist forsetinn hafa spurt Comey hvort hann væri sjálfur til rannsóknar vegna meints samráðs starfsmanna framboðs Trump við yfirvöld í Rússlandi. Þetta sagði forsetinn í viðtali við NBC News nú í dag. Bæði dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og aðstoðardómsmálaráðherra, Jeff Sessions og Rod Rosenstein, sendu í vikunni bréf til Trump þar sem þeir lögðu til að Comey yrði rekinn. Í þeim bréfum var sú ástæða gefin að Comey hefði ekki tekið á máli tölvupósta Hillary Clinton með réttum hætti. Talsmenn Trump hafa í gær og í fyrradag ítrekað haldið því fram í mörgum fjölmiðlum að sú ástæða væri rétt. Þeirra á meðal er Mike Pence, varaforseti Trump. Hann sagði fjölmiðlum í gær að ákvörðun forsetans hefði byggt á tillögum Sessions og Rosenstein.Trump sjálfur sagði í uppsagnarbréfi Comey að hann væri að fylgja tillögum Sessions og Rosenstein en nú virðist hafa gefa lítið fyrir þær tillögur og segir brottreksturinn alltaf hafa staðið til. „Óháð tillögunum, þá ætlaði ég mér að reka Comey,“ segir Trump í viðtalinu. Talskona Trump sagði í gærkvöldi að forsetinn hefði verið að íhuga að reka Comey allt frá því að hann varð forseti Bandaríkjanna og að hann hefði framið „grimmdarverk“ í starfi sínu. Á undanförnum mánuðum hefur forsetinn sjálfur og talsmenn hans hins vegar ítrekað lýst yfir stuðningi við Comey í starfi.Sjá einnig: Forsetinn sagður hafa verið reiður Comey Starfsmenn Hvíta hússins hafa einnig haldið því fram að Comey hafi misst stuðning starfsmanna FBI. Starfandi yfirmaður FBI, Andrew McGabe, sagði hins vegar nefnd öldungaþingmanna um njósnamál í dag að sú væri ekki raunin. Comey nyti mikils stuðnings innan Alríkislögreglunnar.Jeff Sessions, sem sagði sig frá öllum rannsóknum vegna afskipta Rússa af kosningunum eftir að hann sagði ósatt um fundi sína og sendiherra Rússlands, leiðir nú leitina að nýjum yfirmanni Alríkislögreglunnar.Samantekt NBC úr viðtalinu
Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Þess krafist að Flynn láti rannsóknarnefnd gögn í té Bandarísk rannsóknarnefnd hefur krafist þess formlega af Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, að hann láti nefndinni í té skjöl er varða möguleg tengsl hans við Rússa. 11. maí 2017 08:24 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48
Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57
Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43
Þess krafist að Flynn láti rannsóknarnefnd gögn í té Bandarísk rannsóknarnefnd hefur krafist þess formlega af Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, að hann láti nefndinni í té skjöl er varða möguleg tengsl hans við Rússa. 11. maí 2017 08:24
Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53
Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30