Hefur 836 sinnum sagt ranga og villandi hluti Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2017 15:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á sínum fyrstu sex mánuðum í embætti 836 sinnum sagt hluti sem eru rangir eða villandi. Það eru 4,6 staðhæfingar á dag sem stangast á við raunveruleikann. Þetta er niðurstaða greiningar blaðamanna Washington Post, sem hafa fylgst náið með fyrstu mánuðum Trump í embætti. (Mögulega þarf að greiða fyrir aðgang að greininni.) Algengustu rangfærslur forsetans snúa að núverandi heilbrigðiskerfis- og sjúkratryggingalögum Bandaríkjanna, sem ganga undir nafninu ObamaCare. 44 sinnum hefur Trump sagt að hið umrædda kerfi sé dáið, dautt eða eitthvað á þá leið. Að kerfið sé að hruni komið. Hin óháða stofnun Congressional Budget Office, nokkurs konar Ríkisendurskoðun Bandaríkjanna, segir hins vegar að kerfið standi traustum fótum þrátt fyrir hina ýmsu galla. Þá sé einnig útlit fyrir að kerfið sé stöðugt. Blaðamenn Washington Post segja einnig að ef eitthvað hafi gert Obamacare erfitt, hafi það verið yfirlýsingar og stefna ríkisstjórnar Trump. Nokkur tryggingafélög hafi yfirgefið ákveðna markmiði og vísað til ríkisstjórnarinnar með ástæðu þess. Trump hefur margsinnis tekið heiðurinn fyrir ákvarðanir forsvarsmanna fyrirtækja og aðra hluti sem gerðust í raun áður en hann tók við embætti. Þrjátíu sinnum hefur hann stært sig af því að hafa tryggt viðskiptasamninga, fjárfestingar og annað sem búið var að tilkynna áður. Hann hefur til dæmis nærri því tuttugu sinnum stært sig af því að hafa lækkað framleiðslukostnað F-35 orrustuþotnanna, þrátt fyrir að sú samningsvinna hafi að mestu farið fram áður en hann varð forseti. Þar að auki sagði Trump þann 17. júlí að honum hefði tekist að semja við Xi Jinping, forseta Kína, um það að Bandaríkin gætu selt nautakjöt í Kína með einni setningu. „Ég sagði: „Forseti Xi. Okkur þætti vænt um að geta selt nautakjöt í Kína aftur“. Hann svaraði: „Þið getið gert það“, og þannig endaði það,“ sagði Trump. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisstjórn Barack Obama, fyrrverandi forseta, samdi um sölu nautakjöts í Kína í september síðastliðnum.Dagblaðið Toronto Star gengur aðeins lengra en Washington Post, en þar fylgjast blaðamenn eingöngu með röngum staðhæfingum og „lygum“. Samkvæmt talningu þeirra hefur Trump 397 sinnum farið með rangt mál og samsvarar það 2,1 sinnum á dag. Politifact heldur einnig úti sérstakri vakt um rangfærslur Trump og það gera fjölmargir miðlar til viðbóta. Fáir, ef einhverjir, forsetar hafa setið undir jafn miklu aðhaldi gagnvart sannleiksgildi yfirlýsinga sinna. Reynslan hefur þó sýnt að tilefni er til. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á sínum fyrstu sex mánuðum í embætti 836 sinnum sagt hluti sem eru rangir eða villandi. Það eru 4,6 staðhæfingar á dag sem stangast á við raunveruleikann. Þetta er niðurstaða greiningar blaðamanna Washington Post, sem hafa fylgst náið með fyrstu mánuðum Trump í embætti. (Mögulega þarf að greiða fyrir aðgang að greininni.) Algengustu rangfærslur forsetans snúa að núverandi heilbrigðiskerfis- og sjúkratryggingalögum Bandaríkjanna, sem ganga undir nafninu ObamaCare. 44 sinnum hefur Trump sagt að hið umrædda kerfi sé dáið, dautt eða eitthvað á þá leið. Að kerfið sé að hruni komið. Hin óháða stofnun Congressional Budget Office, nokkurs konar Ríkisendurskoðun Bandaríkjanna, segir hins vegar að kerfið standi traustum fótum þrátt fyrir hina ýmsu galla. Þá sé einnig útlit fyrir að kerfið sé stöðugt. Blaðamenn Washington Post segja einnig að ef eitthvað hafi gert Obamacare erfitt, hafi það verið yfirlýsingar og stefna ríkisstjórnar Trump. Nokkur tryggingafélög hafi yfirgefið ákveðna markmiði og vísað til ríkisstjórnarinnar með ástæðu þess. Trump hefur margsinnis tekið heiðurinn fyrir ákvarðanir forsvarsmanna fyrirtækja og aðra hluti sem gerðust í raun áður en hann tók við embætti. Þrjátíu sinnum hefur hann stært sig af því að hafa tryggt viðskiptasamninga, fjárfestingar og annað sem búið var að tilkynna áður. Hann hefur til dæmis nærri því tuttugu sinnum stært sig af því að hafa lækkað framleiðslukostnað F-35 orrustuþotnanna, þrátt fyrir að sú samningsvinna hafi að mestu farið fram áður en hann varð forseti. Þar að auki sagði Trump þann 17. júlí að honum hefði tekist að semja við Xi Jinping, forseta Kína, um það að Bandaríkin gætu selt nautakjöt í Kína með einni setningu. „Ég sagði: „Forseti Xi. Okkur þætti vænt um að geta selt nautakjöt í Kína aftur“. Hann svaraði: „Þið getið gert það“, og þannig endaði það,“ sagði Trump. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisstjórn Barack Obama, fyrrverandi forseta, samdi um sölu nautakjöts í Kína í september síðastliðnum.Dagblaðið Toronto Star gengur aðeins lengra en Washington Post, en þar fylgjast blaðamenn eingöngu með röngum staðhæfingum og „lygum“. Samkvæmt talningu þeirra hefur Trump 397 sinnum farið með rangt mál og samsvarar það 2,1 sinnum á dag. Politifact heldur einnig úti sérstakri vakt um rangfærslur Trump og það gera fjölmargir miðlar til viðbóta. Fáir, ef einhverjir, forsetar hafa setið undir jafn miklu aðhaldi gagnvart sannleiksgildi yfirlýsinga sinna. Reynslan hefur þó sýnt að tilefni er til.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira