Umhverfisráðherra segir ótækt að Íslendingar þurfi að kaupa kolefniskvóta Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2017 14:00 Umhverfisráðherra segir róið að því öllum árum að Íslendingar uppfylli skuldbindingar sínar. Vísir/Eyþór Íslendingar gætu þurft að greiða milljarða fyrir kaup á kolefniskvótum á næstu árum þar sem allt bendir til að þjóðin uppfylli ekki alþjóðleg markmið í loftlagsmálum. Umhverfisráðherra segir róið að því öllum árum að Íslendingar uppfylli skuldbindingar sínar en til þess að svo verði þurfi að draga mjög úr útblæstri frá umferðinni. Í úttekt í Morgunblaðinu í dag kemur fram að aukinn straumur ferðamanna sem og aukin bílaeign landsmanna hefur veruleg áhrif á markmið Íslands í loftlagsmálum og þær alþjóðlegu skuldbindingar sem landið hefur gengist undir. Samkvæmt þeim stefna Íslendingar að því að losun gróurhúslofttegunda verði 20 prósentum minni árið 2020 en losunin var árið 2005. Þá átti losun frá samgöngum að vera 23 prósent minni eftir þrjú ár en hún var árið 2008, en í úttekt Morgunblaðsins segir að Vegagerðin áætli að umferð á hringveginum á þessu ári verði 31 prósent meiri en hún var árið 2008. Þetta þýðir að íslensk stjórnvöld verða að kaupa kolefniskvóta á hnattrænum markaði og gæti það kallað á milljarða útgjöld á næsta áratug. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir ekki koma á óvart aðÍsland nái ekki að óbreyttu að uppfylla skuldbindingar sínar. „Nei hún kemur ekki á óvart en eins og þú réttilega segir, að óbreyttu lítur ekki út fyrir að við náum markmiðinu. Ég hef hins vegar lagt áherslu á að við tökum okkur tak og við höfum gert það síðan í janúar,“ segir Björt.Aðgerðaráætlun lögð fram fyrir árslok En þá hafi farið af stað samvinna allra ráðuneyta um aðgerðir í loftlagsmálum þvert á ráðuneyti og einstaka hluta samfélagsins. Þessi vinna sé í forgangi í umhverfisráðuneytinu.„Þannig að við ætlum auðvitað að minnka þessa losun. En tíminn er nokkuð knappur til 2020 þegar Kyoto bókunin rennur sit skeið eða henni lýkur,“ segir umhverfisráðherra. Stjórnvöld horfi aftur á mót fram á veginn til 2030 og lengra. Í lok þessa árs ljúki vinnu starfshóps og þá verði lögð fram heildstæð áætlun. Hins vegar sé ólíklegt að markmiðum verði náð eftir þrjú ár, það er að segja árið 2020. „Það þyrfti að gerast frekar mikið kraftaverk til að við stæðumst allar skuldbindingar þá. Fólk var of sofandi varðandi þessi mál hér áður fyrr. En núna erum við svo sannarlega glaðvöknuð og erum að vinna í þessu hratt og vel. Erum að horfa til 2030 og svo áfram lengra inn í framtíðina, að verða algerlega kolefnishlutlaus,“ segir umhverfisráðherra.Ótækt að greiða fyrir losun Björt segir ótækt að Íslendingar þurfi að greiða fyrir losun gróðurhúsalofttegunda þegar auðvelt sé að minnka hana. Það þurfi meðal annars að gerast með rafbílavæðingu og verið sé að auðvelda hana með fjölgun hleðslustöðva. Síðan hafi hún kynnt í gær drög að breytingum á byggingareglugerð þannig að í nýjum byggingum sé gert ráð fyrir hleðslu rafbíla. En nú er engu að síður útlit fyrir að stjórnvöld þurfi að greiða milljarða á næstu árum fyrir kolefniskvóta. „Ég vinn að því alla daga að svo verði ekki. Ég er að einbeita mér að því. En jú, jú það kemur að skuldauppgjöri árið 2020. Ég legg alla áherslu á að það verði sem best fyrir okkur. Við verðum auðvitað að hafa það þannig hér á Íslandi að við séum ekki að borga fyrir losun þegar við getum á svo auðveldan hátt minnkað hana,“ segir Björt Ólafsdóttir. Umhverfismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira
Íslendingar gætu þurft að greiða milljarða fyrir kaup á kolefniskvótum á næstu árum þar sem allt bendir til að þjóðin uppfylli ekki alþjóðleg markmið í loftlagsmálum. Umhverfisráðherra segir róið að því öllum árum að Íslendingar uppfylli skuldbindingar sínar en til þess að svo verði þurfi að draga mjög úr útblæstri frá umferðinni. Í úttekt í Morgunblaðinu í dag kemur fram að aukinn straumur ferðamanna sem og aukin bílaeign landsmanna hefur veruleg áhrif á markmið Íslands í loftlagsmálum og þær alþjóðlegu skuldbindingar sem landið hefur gengist undir. Samkvæmt þeim stefna Íslendingar að því að losun gróurhúslofttegunda verði 20 prósentum minni árið 2020 en losunin var árið 2005. Þá átti losun frá samgöngum að vera 23 prósent minni eftir þrjú ár en hún var árið 2008, en í úttekt Morgunblaðsins segir að Vegagerðin áætli að umferð á hringveginum á þessu ári verði 31 prósent meiri en hún var árið 2008. Þetta þýðir að íslensk stjórnvöld verða að kaupa kolefniskvóta á hnattrænum markaði og gæti það kallað á milljarða útgjöld á næsta áratug. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir ekki koma á óvart aðÍsland nái ekki að óbreyttu að uppfylla skuldbindingar sínar. „Nei hún kemur ekki á óvart en eins og þú réttilega segir, að óbreyttu lítur ekki út fyrir að við náum markmiðinu. Ég hef hins vegar lagt áherslu á að við tökum okkur tak og við höfum gert það síðan í janúar,“ segir Björt.Aðgerðaráætlun lögð fram fyrir árslok En þá hafi farið af stað samvinna allra ráðuneyta um aðgerðir í loftlagsmálum þvert á ráðuneyti og einstaka hluta samfélagsins. Þessi vinna sé í forgangi í umhverfisráðuneytinu.„Þannig að við ætlum auðvitað að minnka þessa losun. En tíminn er nokkuð knappur til 2020 þegar Kyoto bókunin rennur sit skeið eða henni lýkur,“ segir umhverfisráðherra. Stjórnvöld horfi aftur á mót fram á veginn til 2030 og lengra. Í lok þessa árs ljúki vinnu starfshóps og þá verði lögð fram heildstæð áætlun. Hins vegar sé ólíklegt að markmiðum verði náð eftir þrjú ár, það er að segja árið 2020. „Það þyrfti að gerast frekar mikið kraftaverk til að við stæðumst allar skuldbindingar þá. Fólk var of sofandi varðandi þessi mál hér áður fyrr. En núna erum við svo sannarlega glaðvöknuð og erum að vinna í þessu hratt og vel. Erum að horfa til 2030 og svo áfram lengra inn í framtíðina, að verða algerlega kolefnishlutlaus,“ segir umhverfisráðherra.Ótækt að greiða fyrir losun Björt segir ótækt að Íslendingar þurfi að greiða fyrir losun gróðurhúsalofttegunda þegar auðvelt sé að minnka hana. Það þurfi meðal annars að gerast með rafbílavæðingu og verið sé að auðvelda hana með fjölgun hleðslustöðva. Síðan hafi hún kynnt í gær drög að breytingum á byggingareglugerð þannig að í nýjum byggingum sé gert ráð fyrir hleðslu rafbíla. En nú er engu að síður útlit fyrir að stjórnvöld þurfi að greiða milljarða á næstu árum fyrir kolefniskvóta. „Ég vinn að því alla daga að svo verði ekki. Ég er að einbeita mér að því. En jú, jú það kemur að skuldauppgjöri árið 2020. Ég legg alla áherslu á að það verði sem best fyrir okkur. Við verðum auðvitað að hafa það þannig hér á Íslandi að við séum ekki að borga fyrir losun þegar við getum á svo auðveldan hátt minnkað hana,“ segir Björt Ólafsdóttir.
Umhverfismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira