Umhverfisráðherra segir ótækt að Íslendingar þurfi að kaupa kolefniskvóta Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2017 14:00 Umhverfisráðherra segir róið að því öllum árum að Íslendingar uppfylli skuldbindingar sínar. Vísir/Eyþór Íslendingar gætu þurft að greiða milljarða fyrir kaup á kolefniskvótum á næstu árum þar sem allt bendir til að þjóðin uppfylli ekki alþjóðleg markmið í loftlagsmálum. Umhverfisráðherra segir róið að því öllum árum að Íslendingar uppfylli skuldbindingar sínar en til þess að svo verði þurfi að draga mjög úr útblæstri frá umferðinni. Í úttekt í Morgunblaðinu í dag kemur fram að aukinn straumur ferðamanna sem og aukin bílaeign landsmanna hefur veruleg áhrif á markmið Íslands í loftlagsmálum og þær alþjóðlegu skuldbindingar sem landið hefur gengist undir. Samkvæmt þeim stefna Íslendingar að því að losun gróurhúslofttegunda verði 20 prósentum minni árið 2020 en losunin var árið 2005. Þá átti losun frá samgöngum að vera 23 prósent minni eftir þrjú ár en hún var árið 2008, en í úttekt Morgunblaðsins segir að Vegagerðin áætli að umferð á hringveginum á þessu ári verði 31 prósent meiri en hún var árið 2008. Þetta þýðir að íslensk stjórnvöld verða að kaupa kolefniskvóta á hnattrænum markaði og gæti það kallað á milljarða útgjöld á næsta áratug. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir ekki koma á óvart aðÍsland nái ekki að óbreyttu að uppfylla skuldbindingar sínar. „Nei hún kemur ekki á óvart en eins og þú réttilega segir, að óbreyttu lítur ekki út fyrir að við náum markmiðinu. Ég hef hins vegar lagt áherslu á að við tökum okkur tak og við höfum gert það síðan í janúar,“ segir Björt.Aðgerðaráætlun lögð fram fyrir árslok En þá hafi farið af stað samvinna allra ráðuneyta um aðgerðir í loftlagsmálum þvert á ráðuneyti og einstaka hluta samfélagsins. Þessi vinna sé í forgangi í umhverfisráðuneytinu.„Þannig að við ætlum auðvitað að minnka þessa losun. En tíminn er nokkuð knappur til 2020 þegar Kyoto bókunin rennur sit skeið eða henni lýkur,“ segir umhverfisráðherra. Stjórnvöld horfi aftur á mót fram á veginn til 2030 og lengra. Í lok þessa árs ljúki vinnu starfshóps og þá verði lögð fram heildstæð áætlun. Hins vegar sé ólíklegt að markmiðum verði náð eftir þrjú ár, það er að segja árið 2020. „Það þyrfti að gerast frekar mikið kraftaverk til að við stæðumst allar skuldbindingar þá. Fólk var of sofandi varðandi þessi mál hér áður fyrr. En núna erum við svo sannarlega glaðvöknuð og erum að vinna í þessu hratt og vel. Erum að horfa til 2030 og svo áfram lengra inn í framtíðina, að verða algerlega kolefnishlutlaus,“ segir umhverfisráðherra.Ótækt að greiða fyrir losun Björt segir ótækt að Íslendingar þurfi að greiða fyrir losun gróðurhúsalofttegunda þegar auðvelt sé að minnka hana. Það þurfi meðal annars að gerast með rafbílavæðingu og verið sé að auðvelda hana með fjölgun hleðslustöðva. Síðan hafi hún kynnt í gær drög að breytingum á byggingareglugerð þannig að í nýjum byggingum sé gert ráð fyrir hleðslu rafbíla. En nú er engu að síður útlit fyrir að stjórnvöld þurfi að greiða milljarða á næstu árum fyrir kolefniskvóta. „Ég vinn að því alla daga að svo verði ekki. Ég er að einbeita mér að því. En jú, jú það kemur að skuldauppgjöri árið 2020. Ég legg alla áherslu á að það verði sem best fyrir okkur. Við verðum auðvitað að hafa það þannig hér á Íslandi að við séum ekki að borga fyrir losun þegar við getum á svo auðveldan hátt minnkað hana,“ segir Björt Ólafsdóttir. Umhverfismál Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Íslendingar gætu þurft að greiða milljarða fyrir kaup á kolefniskvótum á næstu árum þar sem allt bendir til að þjóðin uppfylli ekki alþjóðleg markmið í loftlagsmálum. Umhverfisráðherra segir róið að því öllum árum að Íslendingar uppfylli skuldbindingar sínar en til þess að svo verði þurfi að draga mjög úr útblæstri frá umferðinni. Í úttekt í Morgunblaðinu í dag kemur fram að aukinn straumur ferðamanna sem og aukin bílaeign landsmanna hefur veruleg áhrif á markmið Íslands í loftlagsmálum og þær alþjóðlegu skuldbindingar sem landið hefur gengist undir. Samkvæmt þeim stefna Íslendingar að því að losun gróurhúslofttegunda verði 20 prósentum minni árið 2020 en losunin var árið 2005. Þá átti losun frá samgöngum að vera 23 prósent minni eftir þrjú ár en hún var árið 2008, en í úttekt Morgunblaðsins segir að Vegagerðin áætli að umferð á hringveginum á þessu ári verði 31 prósent meiri en hún var árið 2008. Þetta þýðir að íslensk stjórnvöld verða að kaupa kolefniskvóta á hnattrænum markaði og gæti það kallað á milljarða útgjöld á næsta áratug. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir ekki koma á óvart aðÍsland nái ekki að óbreyttu að uppfylla skuldbindingar sínar. „Nei hún kemur ekki á óvart en eins og þú réttilega segir, að óbreyttu lítur ekki út fyrir að við náum markmiðinu. Ég hef hins vegar lagt áherslu á að við tökum okkur tak og við höfum gert það síðan í janúar,“ segir Björt.Aðgerðaráætlun lögð fram fyrir árslok En þá hafi farið af stað samvinna allra ráðuneyta um aðgerðir í loftlagsmálum þvert á ráðuneyti og einstaka hluta samfélagsins. Þessi vinna sé í forgangi í umhverfisráðuneytinu.„Þannig að við ætlum auðvitað að minnka þessa losun. En tíminn er nokkuð knappur til 2020 þegar Kyoto bókunin rennur sit skeið eða henni lýkur,“ segir umhverfisráðherra. Stjórnvöld horfi aftur á mót fram á veginn til 2030 og lengra. Í lok þessa árs ljúki vinnu starfshóps og þá verði lögð fram heildstæð áætlun. Hins vegar sé ólíklegt að markmiðum verði náð eftir þrjú ár, það er að segja árið 2020. „Það þyrfti að gerast frekar mikið kraftaverk til að við stæðumst allar skuldbindingar þá. Fólk var of sofandi varðandi þessi mál hér áður fyrr. En núna erum við svo sannarlega glaðvöknuð og erum að vinna í þessu hratt og vel. Erum að horfa til 2030 og svo áfram lengra inn í framtíðina, að verða algerlega kolefnishlutlaus,“ segir umhverfisráðherra.Ótækt að greiða fyrir losun Björt segir ótækt að Íslendingar þurfi að greiða fyrir losun gróðurhúsalofttegunda þegar auðvelt sé að minnka hana. Það þurfi meðal annars að gerast með rafbílavæðingu og verið sé að auðvelda hana með fjölgun hleðslustöðva. Síðan hafi hún kynnt í gær drög að breytingum á byggingareglugerð þannig að í nýjum byggingum sé gert ráð fyrir hleðslu rafbíla. En nú er engu að síður útlit fyrir að stjórnvöld þurfi að greiða milljarða á næstu árum fyrir kolefniskvóta. „Ég vinn að því alla daga að svo verði ekki. Ég er að einbeita mér að því. En jú, jú það kemur að skuldauppgjöri árið 2020. Ég legg alla áherslu á að það verði sem best fyrir okkur. Við verðum auðvitað að hafa það þannig hér á Íslandi að við séum ekki að borga fyrir losun þegar við getum á svo auðveldan hátt minnkað hana,“ segir Björt Ólafsdóttir.
Umhverfismál Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“