Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA 2-0 | FH kláraði Skagamenn í fyrri hálfleik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. júlí 2017 17:00 Steven Lennon var á skotskónum fyrir FH í dag. vísir/anton Tvö mörk í fyrri hálfleik gerðu útslagið í frekar bragðdaufum leik í Kaplakrika í dag. Leikurinn var sá fyrsti í 12. umferð Pepsi-deildarinnar og er falldraugurinn stór yfir Akranesi eftir úrslitin í dag. Leikurinn byrjaði rólega, en Íslandsmeistararnir voru ekki lengi að ná að setja mark sitt á leikinn þegar Robert Crawford skoraði sitt fyrsta deildarmark í sumar á 18. mínútu. FH tvöfaldaði svo forystu sína aðeins átta mínútum seinna þegar Steven Lennon komst einn á móti markmanni og setti boltann snyrtilega í netið. Skagamenn voru mjög bragðdaufir framan af og má segja að þeir hafi ekki mætt til leiks fyrr en rúmur hálftími var búinn af leiknum. Þeir fóru aðeins að færa sig upp á skaftið og áttu nokkrar ágætar sóknir rétt áður en gengið var til leikhlés. ÍA byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega, voru mun kraftmeiri en í fyrri hálfleik, en þeir náðu aldrei að skapa sér nein dauðafæri. Það var mikil barátta í seinni hálfleiknum, mikið af spjöldum sem fóru á loft, en fleiri mörk voru ekki skoruð.Afhverju vann FH? Þeir mættu sterkir til leiks strax frá fyrstu mínútum og lágu á Skagamönnum flest allan fyrri hálfleikinn. Leikurinn var í raun búinn á 26. mínútu þegar Lennon skoraði annað mark FH-inga, það hefði þurft miklar breytingar í leiknum til þess að Skagamenn næðu að koma til baka.Hverjir stóðu upp úr? Atli Guðnason átti mjög góðan leik í dag, lagði upp bæði mörkin og skapaði liði sínu mikið af færum í dag. Einnig átti Robbie Crawford stórgóðan leik, skaut í slánna og var mjög duglegur fram á við. Steven Lennon og Kristján Flóki Finnbogason voru mjög góðir í dag, sem og flesta aðra daga í sumar.Hvað gekk illa? ÍA liðið náði varla að komast út úr sínum eigin vallarhelming stóran hluta af leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Varnarlína þeirra átti í miklum vandræðum með Hafnfirðinga í dag og átti Arnór Snær Guðmundsson slæman dag í dag.Hvað gerist næst? FH eiga mjög stíft prógramm framundan. Þeir mæta Maribor frá Slóveníu í fyrri leik liðanna í þriðju umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn. Svo bjóða þeir Leikni frá Reykjavík í heimsókn í undanúrslitum Borgunarbikarsins eftir viku áður en Maribor mætir í seinni leikinn miðvikudaginn 2. ágúst. Næsti deildarleikur FH er svo á Akureyri um verslunarmannahelgina, laugardaginn 5. ágúst. ÍA eiga einnig strembið leikjaplan framundan, þó það sé ekki eins ört. Þeir fara á Hlíðarenda á mánudaginn eftir viku, 31. júlí, og taka svo á móti KR þriðjudaginn 8. ágúst.Gunnlaugur Jónssonvísir/ernirGulli Jóns: Full trú á því að við höldum sætinu í efstu deild Þjálfari ÍA, Gunnlaugur Jónsson, segir það hafa verið vonbrigði að tapa leiknum en er þokkalega ánægður með frammistöðu sinna manna. „Við erum kannski ekki alveg nógu ákveðnir í varnarleiknum í fyrri hálfleik, þeir eru að opna okkur í báðum mörkunum ansi illa. Engu að síður, erum við að fá ágætis sóknir í fyrri hálfleik, og það sem ég er kannski ánægðastur með er að við komum virkilega ákveðnir til leiks í seinni hálfleik, tilbúnir að ná þessu marki sem við þurftum til þess að brjóta upp leikinn.“ ÍA situr á botni deildarinnar, tveimur stigum frá liði ÍBV, sem á eftir að leika sinn leik í 12. umferðinni. Það er samt engan billbug að finna á Gunnlaugi. „Staðan er náttúrulega ekkert glæsileg, en við verðum að hafa trú á þessu, og við höfum fulla trú á þessu. Það eru 10 leikir eftir, 30 stig í pottinum, við verðum einfaldlega bara að koma í næsta leik, það er bara þannig. Það er Valur, kannski ekki auðveldasti andstæðingurinn, en við höfum trú á því að við getum náð í úrslit þar, við höfum trú á því að við munum ná að halda þessu liði í efstu deild. Á meðan það er séns á því þá munum við ekki hætta. Verkefnið er vissulega krefjandi en þessi hópur hefur sínt það margoft að við höfum farið niður í dýpstu dali og komum alltaf upp og það munum við gera aftur, og við munum gera það á þessu ári.“Heimir Guðjónsson þjálfari FH og Ólafur Páll Snorrason aðstoðarþjálfari fylgjast með frá varamannabekknum.vísir/ernirÓlafur Páll: Planið að fá menn í glugganum „Fyrst og fremst gríðarlega ánægður með öruggan heimasigur,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, aðstoðarþjálfari FH eftir leikinn í dag. „Við byrjuðum leikinn mjög vel, komum sterkir inn í leikinn og spiluðum vel í fyrri hálfleik. Misstum aðeins dampinn í seinni og þurftum að vinna okkur aftur inn í leikinn en á endanum sigldum við þessu heim, öruggum sigri.“ FH-ingar eiga erfitt leikjaplan fyrir höndum en Ólafur vildi ekki meina að það væri þreyta í mannskapnum. „Það er engin þreyta í hópnum, þannig séð, það er erfitt prógramm fram undan og við þurfum að reyna að dreifa álaginu og nýta þann hóp sem við höfum.“ „Það er planið (að fá menn í glugganum) en maður veit ekki fyrr en það er staðfest. Við erum að vinna í þeim málum og það kemur í ljós hvað verður.Kristján Flóki Finnbogason hefur verið duglegur að skora í sumar.vísir/ernirKristján Flóki: Þreyta ekki til hjá okkur „Frábært að klára þetta. ÍA voru sterkir í seinni hálfleik og við vorum mjög góðir að halda núllinu og vinna leikinn,“ sagði Kristján Flóki Finnbogason, besti leikmaður 11. umferðar, eftir leikinn í dag. Kristján Flóki hefur skorað sjö mörk í deildinni í sumar en náði ekki að setja mark sitt á leikinn í dag. Aðspurður hvað honum fyndist um að hafa ekki náð að skora í dag sagði Kristján Flóki: „Það er mikilvægast að vinna leikinn, það er númer 1, 2 og 3. Frábært að Robbie skoraði og Lenný, hann skorar alltaf, en jú, leiðinlegt að skora ekki.“ „Við erum með gott teymi í kringum þetta sem að hugsar um okkur. Þreyta, það er ekki til hjá okkur.“Einkunnir:FH: Gunnar Nielsen(M) - 6, Bergsveinn Ólafsson - 7, Robert Crawford - 8, Steven Lennon - 8 (75' Atli Viðar Björnsson), Þórarinn Ingi Valdimarsson - 7, Davíð Þór Viðarsson - 7 (85' Emil Pálsson), Atli Guðnason - 9 maður leiksins, Kristján Flóki Finnbogason - 8, Kassim Doumbia - 6 (41' Pétur Viðarsson - 7), Böðvar Böðvarsson - 7, Guðmundur Karl Guðmundsson - 6.ÍA: Páll Gísli Jónsson(M) - 7, Arnór Snær Guðmundsson - 4, Albert Hafsteinsson - 7, Tryggvi Hrafn Haraldsson - 7, Hallur Flosason - 5, Garðar Bergmann Gunnlaugsson - 7 (75' Stefán Teitur Þórðarson), Arnar Már Guðjónsson - 6, Hafþór Pétursson - 5, Þórður Þorsteinn Þórðarson - 6 (83' Ólafur Valur Valdimarsson), Rashid Yussuff - 6, Steinar Þorsteinsson - 6. Pepsi Max-deild karla
Tvö mörk í fyrri hálfleik gerðu útslagið í frekar bragðdaufum leik í Kaplakrika í dag. Leikurinn var sá fyrsti í 12. umferð Pepsi-deildarinnar og er falldraugurinn stór yfir Akranesi eftir úrslitin í dag. Leikurinn byrjaði rólega, en Íslandsmeistararnir voru ekki lengi að ná að setja mark sitt á leikinn þegar Robert Crawford skoraði sitt fyrsta deildarmark í sumar á 18. mínútu. FH tvöfaldaði svo forystu sína aðeins átta mínútum seinna þegar Steven Lennon komst einn á móti markmanni og setti boltann snyrtilega í netið. Skagamenn voru mjög bragðdaufir framan af og má segja að þeir hafi ekki mætt til leiks fyrr en rúmur hálftími var búinn af leiknum. Þeir fóru aðeins að færa sig upp á skaftið og áttu nokkrar ágætar sóknir rétt áður en gengið var til leikhlés. ÍA byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega, voru mun kraftmeiri en í fyrri hálfleik, en þeir náðu aldrei að skapa sér nein dauðafæri. Það var mikil barátta í seinni hálfleiknum, mikið af spjöldum sem fóru á loft, en fleiri mörk voru ekki skoruð.Afhverju vann FH? Þeir mættu sterkir til leiks strax frá fyrstu mínútum og lágu á Skagamönnum flest allan fyrri hálfleikinn. Leikurinn var í raun búinn á 26. mínútu þegar Lennon skoraði annað mark FH-inga, það hefði þurft miklar breytingar í leiknum til þess að Skagamenn næðu að koma til baka.Hverjir stóðu upp úr? Atli Guðnason átti mjög góðan leik í dag, lagði upp bæði mörkin og skapaði liði sínu mikið af færum í dag. Einnig átti Robbie Crawford stórgóðan leik, skaut í slánna og var mjög duglegur fram á við. Steven Lennon og Kristján Flóki Finnbogason voru mjög góðir í dag, sem og flesta aðra daga í sumar.Hvað gekk illa? ÍA liðið náði varla að komast út úr sínum eigin vallarhelming stóran hluta af leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Varnarlína þeirra átti í miklum vandræðum með Hafnfirðinga í dag og átti Arnór Snær Guðmundsson slæman dag í dag.Hvað gerist næst? FH eiga mjög stíft prógramm framundan. Þeir mæta Maribor frá Slóveníu í fyrri leik liðanna í þriðju umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn. Svo bjóða þeir Leikni frá Reykjavík í heimsókn í undanúrslitum Borgunarbikarsins eftir viku áður en Maribor mætir í seinni leikinn miðvikudaginn 2. ágúst. Næsti deildarleikur FH er svo á Akureyri um verslunarmannahelgina, laugardaginn 5. ágúst. ÍA eiga einnig strembið leikjaplan framundan, þó það sé ekki eins ört. Þeir fara á Hlíðarenda á mánudaginn eftir viku, 31. júlí, og taka svo á móti KR þriðjudaginn 8. ágúst.Gunnlaugur Jónssonvísir/ernirGulli Jóns: Full trú á því að við höldum sætinu í efstu deild Þjálfari ÍA, Gunnlaugur Jónsson, segir það hafa verið vonbrigði að tapa leiknum en er þokkalega ánægður með frammistöðu sinna manna. „Við erum kannski ekki alveg nógu ákveðnir í varnarleiknum í fyrri hálfleik, þeir eru að opna okkur í báðum mörkunum ansi illa. Engu að síður, erum við að fá ágætis sóknir í fyrri hálfleik, og það sem ég er kannski ánægðastur með er að við komum virkilega ákveðnir til leiks í seinni hálfleik, tilbúnir að ná þessu marki sem við þurftum til þess að brjóta upp leikinn.“ ÍA situr á botni deildarinnar, tveimur stigum frá liði ÍBV, sem á eftir að leika sinn leik í 12. umferðinni. Það er samt engan billbug að finna á Gunnlaugi. „Staðan er náttúrulega ekkert glæsileg, en við verðum að hafa trú á þessu, og við höfum fulla trú á þessu. Það eru 10 leikir eftir, 30 stig í pottinum, við verðum einfaldlega bara að koma í næsta leik, það er bara þannig. Það er Valur, kannski ekki auðveldasti andstæðingurinn, en við höfum trú á því að við getum náð í úrslit þar, við höfum trú á því að við munum ná að halda þessu liði í efstu deild. Á meðan það er séns á því þá munum við ekki hætta. Verkefnið er vissulega krefjandi en þessi hópur hefur sínt það margoft að við höfum farið niður í dýpstu dali og komum alltaf upp og það munum við gera aftur, og við munum gera það á þessu ári.“Heimir Guðjónsson þjálfari FH og Ólafur Páll Snorrason aðstoðarþjálfari fylgjast með frá varamannabekknum.vísir/ernirÓlafur Páll: Planið að fá menn í glugganum „Fyrst og fremst gríðarlega ánægður með öruggan heimasigur,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, aðstoðarþjálfari FH eftir leikinn í dag. „Við byrjuðum leikinn mjög vel, komum sterkir inn í leikinn og spiluðum vel í fyrri hálfleik. Misstum aðeins dampinn í seinni og þurftum að vinna okkur aftur inn í leikinn en á endanum sigldum við þessu heim, öruggum sigri.“ FH-ingar eiga erfitt leikjaplan fyrir höndum en Ólafur vildi ekki meina að það væri þreyta í mannskapnum. „Það er engin þreyta í hópnum, þannig séð, það er erfitt prógramm fram undan og við þurfum að reyna að dreifa álaginu og nýta þann hóp sem við höfum.“ „Það er planið (að fá menn í glugganum) en maður veit ekki fyrr en það er staðfest. Við erum að vinna í þeim málum og það kemur í ljós hvað verður.Kristján Flóki Finnbogason hefur verið duglegur að skora í sumar.vísir/ernirKristján Flóki: Þreyta ekki til hjá okkur „Frábært að klára þetta. ÍA voru sterkir í seinni hálfleik og við vorum mjög góðir að halda núllinu og vinna leikinn,“ sagði Kristján Flóki Finnbogason, besti leikmaður 11. umferðar, eftir leikinn í dag. Kristján Flóki hefur skorað sjö mörk í deildinni í sumar en náði ekki að setja mark sitt á leikinn í dag. Aðspurður hvað honum fyndist um að hafa ekki náð að skora í dag sagði Kristján Flóki: „Það er mikilvægast að vinna leikinn, það er númer 1, 2 og 3. Frábært að Robbie skoraði og Lenný, hann skorar alltaf, en jú, leiðinlegt að skora ekki.“ „Við erum með gott teymi í kringum þetta sem að hugsar um okkur. Þreyta, það er ekki til hjá okkur.“Einkunnir:FH: Gunnar Nielsen(M) - 6, Bergsveinn Ólafsson - 7, Robert Crawford - 8, Steven Lennon - 8 (75' Atli Viðar Björnsson), Þórarinn Ingi Valdimarsson - 7, Davíð Þór Viðarsson - 7 (85' Emil Pálsson), Atli Guðnason - 9 maður leiksins, Kristján Flóki Finnbogason - 8, Kassim Doumbia - 6 (41' Pétur Viðarsson - 7), Böðvar Böðvarsson - 7, Guðmundur Karl Guðmundsson - 6.ÍA: Páll Gísli Jónsson(M) - 7, Arnór Snær Guðmundsson - 4, Albert Hafsteinsson - 7, Tryggvi Hrafn Haraldsson - 7, Hallur Flosason - 5, Garðar Bergmann Gunnlaugsson - 7 (75' Stefán Teitur Þórðarson), Arnar Már Guðjónsson - 6, Hafþór Pétursson - 5, Þórður Þorsteinn Þórðarson - 6 (83' Ólafur Valur Valdimarsson), Rashid Yussuff - 6, Steinar Þorsteinsson - 6.