Ein fallegasta keppnisbrautin fyrir þríþraut í heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2017 09:00 Kandadíska þríþrautarkonan Heather Wurtele er ein sú besta í heiminum og hún hefur titil að verja frá því í fyrra. Mynd/Arnold Björnsson Stærsta þríþrautarmót sem hefur haldið á Íslandi fer fram á morgun í Kjósinni en þetta er í annað skiptið sem Challange Iceland fer fram á þessum stað. Aðstæðurnar í Kjósinni er þegar farnar að vekja mikla athygli innan þríþrautarheimsins og það þrátt fyrir að aðeins eitt mót sé að baki. Margfaldir heimsmeistarar hafa látið hafa það eftir sér að þetta sé ein fallegasta keppnisbraut fyrir þríþraut í heiminum. Þetta hefur líka skilað sér í stórauknum áhuga á keppninni en það voru 90 keppendur í fyrra en þeir eru 250 í ár. Keppnin er hálfur járnmaður sem felst í því að synda 1.9 kílómetra í Meðalfellsvatni, hjóla 90 kílómetra hring um Hvalfjörð og hlaupa síðan 21.1 kílómetra í Kjós. Þessi keppni þykir mjög erfið enda á ferðinni nyrsta þríþrautarkeppnin í Challenge fjölskyldunni og kuldinn mun alltaf reyna á keppendur.Mynd/Arnold BjörnssonUm 250 keppendur eru skráðir þ.á.m. um 200 erlendir keppendur og 25 atvinnumenn sem eru í fremstu röð í greininni á heimsmælikvarða. Þá er Challenge Iceland Íslandsmeistaramót í hálfum járnmanni. Ísland er nýjasta viðbótin í Challenge fjölskyldunni sem heldur 47 þríþrautakeppnir í 23 löndum út um allan heim. „Ísland er undravert land og náttúrufegurðin mögnuð,” segir Zibi Szlufcik, forstjóri Challenge fjölskylduinnar í fréttatilkynningu um keppnina. Pétur Einarsson, framkvæmdastjóri Race Makers Iceland segir mikil verðmæti í Challenge Iceland fyrir Ísland og Kjósahrepp: „Það er markmið okkar að þessi keppni verði ein sú virtasta í heiminum. Það er líka spennandi að með svona viðburðum er hægt auka fjölbreytileika í íslenskri ferðaþjónustu og tengja Ísland við náttúru, heilsu og fjölskylduvæna atburði og Challenge Iceland er einmitt til þess fallið,“ sagði Pétur í í fyrrnefndri fréttatilkynningu um keppnina. RaceMakers Iceland stendur fyrir keppninni og hafa mótshaldararnir Bertel Ingi Arnfinnsson, Einar Stefán Kristinsson, Pétur Einarsson, Rannveig Guicharnaud og Viðar Bragi Þorsteinsson og um hundrað sjálfboðaliðar unnið með Kjósarhreppi til þess að gera Challenge Iceland að veruleika. Í Challenge þríþrautamótaröðinni eru 47 heilir og hálfir járnmenn í 23 löndum í heiminum, þar á meðal stærsta heila keppnin í heiminum – Challenger Roth í Þýskalandi.Mynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold Björnsson Aðrar íþróttir Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Sjá meira
Stærsta þríþrautarmót sem hefur haldið á Íslandi fer fram á morgun í Kjósinni en þetta er í annað skiptið sem Challange Iceland fer fram á þessum stað. Aðstæðurnar í Kjósinni er þegar farnar að vekja mikla athygli innan þríþrautarheimsins og það þrátt fyrir að aðeins eitt mót sé að baki. Margfaldir heimsmeistarar hafa látið hafa það eftir sér að þetta sé ein fallegasta keppnisbraut fyrir þríþraut í heiminum. Þetta hefur líka skilað sér í stórauknum áhuga á keppninni en það voru 90 keppendur í fyrra en þeir eru 250 í ár. Keppnin er hálfur járnmaður sem felst í því að synda 1.9 kílómetra í Meðalfellsvatni, hjóla 90 kílómetra hring um Hvalfjörð og hlaupa síðan 21.1 kílómetra í Kjós. Þessi keppni þykir mjög erfið enda á ferðinni nyrsta þríþrautarkeppnin í Challenge fjölskyldunni og kuldinn mun alltaf reyna á keppendur.Mynd/Arnold BjörnssonUm 250 keppendur eru skráðir þ.á.m. um 200 erlendir keppendur og 25 atvinnumenn sem eru í fremstu röð í greininni á heimsmælikvarða. Þá er Challenge Iceland Íslandsmeistaramót í hálfum járnmanni. Ísland er nýjasta viðbótin í Challenge fjölskyldunni sem heldur 47 þríþrautakeppnir í 23 löndum út um allan heim. „Ísland er undravert land og náttúrufegurðin mögnuð,” segir Zibi Szlufcik, forstjóri Challenge fjölskylduinnar í fréttatilkynningu um keppnina. Pétur Einarsson, framkvæmdastjóri Race Makers Iceland segir mikil verðmæti í Challenge Iceland fyrir Ísland og Kjósahrepp: „Það er markmið okkar að þessi keppni verði ein sú virtasta í heiminum. Það er líka spennandi að með svona viðburðum er hægt auka fjölbreytileika í íslenskri ferðaþjónustu og tengja Ísland við náttúru, heilsu og fjölskylduvæna atburði og Challenge Iceland er einmitt til þess fallið,“ sagði Pétur í í fyrrnefndri fréttatilkynningu um keppnina. RaceMakers Iceland stendur fyrir keppninni og hafa mótshaldararnir Bertel Ingi Arnfinnsson, Einar Stefán Kristinsson, Pétur Einarsson, Rannveig Guicharnaud og Viðar Bragi Þorsteinsson og um hundrað sjálfboðaliðar unnið með Kjósarhreppi til þess að gera Challenge Iceland að veruleika. Í Challenge þríþrautamótaröðinni eru 47 heilir og hálfir járnmenn í 23 löndum í heiminum, þar á meðal stærsta heila keppnin í heiminum – Challenger Roth í Þýskalandi.Mynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold Björnsson
Aðrar íþróttir Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti