Boðist til að taka börn í fóstur við útburð hjá Sýslumanni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. júlí 2017 20:00 Í fréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá Sigrúnu Dóru Jónsdóttur, fjögurra barna einstæðri móður, sem er húsnæðislaus í Reykjanesbæ en mikill húsnæðisskortur er í bænum eins og víða á landinu. Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar, segir rúmlega níutíu manns vera á biðlista eftir almennu félagslegu húsnæði. „Fimmtán til sextán myndum við titla húsnæðislausa þótt þeir hafi höfði sínu að halla einhvers staðar, hjá vinum, ættingjum eða kunningjum." Hera segir allt að fjögurra ára bið eftir húsnæði en Reykjanesbær er þó það sveitarfélag sem er með einna mest af félagslegu húsnæði á landinu. Hún segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. „En bærinn hefur ekki húsnæði „standby“ fyrir þá sem lenda á götunni. Ef fólk er í þeirri aðstöðu að það geti ekki bjargað sér sjálf þá leiðbeinum við því að fara á gistiheimili eða þannig úrræði," segir hún.Boðið fóstur við útburð Sigrún Dóra hefur ítrekað óskað eftir aðstoð bæjarins þar sem hún getur ekki veitt eldri börnum sínum tveimur húsaskjól en eina úrræðið sem henni hefur boðist er að setja börnin í fóstur. Hera segir sjaldan boðið upp á slíkt. „En það gæti komið upp sú staða ef það er útburður hjá sýslumanni að barnaverndaryfirvöld mæta á staðinn, ef það þarf að aðstoða fólk við að vista börnin sín. En það hefur ekki gerst. Fólk hefur leyst úr því áður en það er komið á þann stað.“ Heitar umræður hafa skapast á facebook-síðum íbúa Reykjanesbæjar um húsnæðisvanda Sigrúnar. Þar vilja einhverjir meina að hælisleitendur séu í forgangi þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Hera segir hælisleitendur ekki vera í félagslegu húsnæði, húsnæði á almennum markaði er tekið á leigu fyrir þá. En er þá ekki hægt að leigja á almennum markaði fyrir aðra íbúa í neyð? „Við styðjum fólk við að gera það. Veitum aðstoð við fyrirframgreiðslu og reynum að liðka til eins og við getum," segir hún. Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur Einstæð móðir með fjögur börn hefur árangurslaust leitað að húsnæði í Reykjanesbæ. Eina úrræðið sem félagsmálayfirvöld bjóða henni er að setja börnin í fóstur. 22. júlí 2017 20:00 Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá Sigrúnu Dóru Jónsdóttur, fjögurra barna einstæðri móður, sem er húsnæðislaus í Reykjanesbæ en mikill húsnæðisskortur er í bænum eins og víða á landinu. Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar, segir rúmlega níutíu manns vera á biðlista eftir almennu félagslegu húsnæði. „Fimmtán til sextán myndum við titla húsnæðislausa þótt þeir hafi höfði sínu að halla einhvers staðar, hjá vinum, ættingjum eða kunningjum." Hera segir allt að fjögurra ára bið eftir húsnæði en Reykjanesbær er þó það sveitarfélag sem er með einna mest af félagslegu húsnæði á landinu. Hún segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. „En bærinn hefur ekki húsnæði „standby“ fyrir þá sem lenda á götunni. Ef fólk er í þeirri aðstöðu að það geti ekki bjargað sér sjálf þá leiðbeinum við því að fara á gistiheimili eða þannig úrræði," segir hún.Boðið fóstur við útburð Sigrún Dóra hefur ítrekað óskað eftir aðstoð bæjarins þar sem hún getur ekki veitt eldri börnum sínum tveimur húsaskjól en eina úrræðið sem henni hefur boðist er að setja börnin í fóstur. Hera segir sjaldan boðið upp á slíkt. „En það gæti komið upp sú staða ef það er útburður hjá sýslumanni að barnaverndaryfirvöld mæta á staðinn, ef það þarf að aðstoða fólk við að vista börnin sín. En það hefur ekki gerst. Fólk hefur leyst úr því áður en það er komið á þann stað.“ Heitar umræður hafa skapast á facebook-síðum íbúa Reykjanesbæjar um húsnæðisvanda Sigrúnar. Þar vilja einhverjir meina að hælisleitendur séu í forgangi þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Hera segir hælisleitendur ekki vera í félagslegu húsnæði, húsnæði á almennum markaði er tekið á leigu fyrir þá. En er þá ekki hægt að leigja á almennum markaði fyrir aðra íbúa í neyð? „Við styðjum fólk við að gera það. Veitum aðstoð við fyrirframgreiðslu og reynum að liðka til eins og við getum," segir hún.
Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur Einstæð móðir með fjögur börn hefur árangurslaust leitað að húsnæði í Reykjanesbæ. Eina úrræðið sem félagsmálayfirvöld bjóða henni er að setja börnin í fóstur. 22. júlí 2017 20:00 Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00
Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur Einstæð móðir með fjögur börn hefur árangurslaust leitað að húsnæði í Reykjanesbæ. Eina úrræðið sem félagsmálayfirvöld bjóða henni er að setja börnin í fóstur. 22. júlí 2017 20:00
Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30