Jeanni og Justin gerðu betur en allir við magnaðar aðstæður í Hvalfirðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2017 08:30 Svakalega dramatískar og flottar aðstæður í Kjósinni. Mynd/Challenge Iceland 2017/Arnold Björnsson Jeanni Seymour frá Suður-Afríku og Justin Metzler frá Bandaríkjunum unnu um helgina þríþrautarmótið Iceland Challange sem for fram í Kjósinni. Þetta var stærsta þríþrautamót sem haldið hefur verið á Íslandi en yfir 200 keppendur voru skráðir til leiks þar á meðal um 150 erlendir keppendur og 25 atvinnumenn sem eru í fremstu röð í greininni í heiminum. Þá var Challenge Iceland Íslandsmeistaramót í hálfum járnmanni en Hákon Hrafn Sigurðsson og Rannveig Anna Guicharnaud urðu Íslandsmeistarar um helgina. Keppnin var haldin við einstakar aðstæður í Hvalfirðinum. Í keppninni sem er hálfur járnmaður þurftu keppendur að synda 1.9 kílómetra í Meðalfellsvatni, hjóla 90 kílómetra hring um Hvalfjörð og hlaupa síðan 21.1 kílómetra í kringum Meðalfellsvatnið í Kjósinni. Aðstæðurnar í Kjósinni er þegar farnar að vekja mikla athygli innan þríþrautarheimsins og það þrátt fyrir að aðeins eitt mót sé að baki.Mynd/Challenge Iceland 2017/Arnold BjörnssonHér fyrir neðan sést myndband sem sýnir þessa flottu keppnisbraut. Margfaldir heimsmeistarar hafa látið hafa það eftir sér að þetta sé ein fallegasta keppnisbraut fyrir þríþraut í heiminum. Þetta hefur líka skilað sér í stórauknum áhuga á keppninni en það voru 90 keppendur í fyrra en þeir voru yfir tvö hundruð í ár. Ísland er nýjasta viðbótin í Challenge fjölskyldunni sem heldur 47 þríþrautakeppnir í 23 löndum út um allan heim. „Ísland er undravert land og náttúrufegurðin mögnuð,” sagði Zibi Szlufcik, forstjóri Challenge fjölskyldunnar í fréttatilkynningu um keppnina.Jeanni Seymour frá Suður-Afríku fagnar sigri.Mynd/Challenge Iceland 2017/Arnold Björnsson.Jeanni Seymour frá Suður-Afríku vann kvennaflokkinn og hafði þá betur í baráttunni við hina kanadísku Heather Wurtele sem vann í fyrra. Jeanni er 25 ára gömul og hefur unnið mörg flott þríþrautarmót á ferlinum. Jeanni Seymour var fyrst eftir sundið en missti Heather Wurtele framúr sér á hjólinu. Hún tryggði sér hinsvegar sigur með því að ná Heather í hlaupinu.Bandaríkjamaðurinn Justin Metzler var að vinna sitt fyrsta atvinnumannamót og ekki slæmt að gera það við þessar mögnuðu aðstæður í Hvalfirðinum. Svíinn Jesper Svensson var efstur eftir bæði sundið og hjólahlutann en Justin Metzler var sterkastur í hálfmaraþoninu og tryggði sér sigurinn. Trevor Wurtele frá Kanada var annar en Svensson datt alla leið niður í þriðja sætið.Úrslit í atvinnumannaflokki eru sem hér segir:Konur 1. Jeanni Seymour (Suður-Afríka) 4:18:02 klukkutímar 2. Heather Wurtele (Kanada) 4:18:22 3. Sarissa De Vries (Holland) 4:37:03Karlmenn 1. Justin Metzler (Bandaríkin) 3:56:21 klukkutímar 2. Trevor Wurtele (Kanada) 3:58:45 3. Jesper Svensson (Svíþjóð) 3:59:25Mynd/Challenge Iceland 2017/Arnold BjörnssonMynd/Challenge Iceland 2017/Arnold Björnsson Aðrar íþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Jeanni Seymour frá Suður-Afríku og Justin Metzler frá Bandaríkjunum unnu um helgina þríþrautarmótið Iceland Challange sem for fram í Kjósinni. Þetta var stærsta þríþrautamót sem haldið hefur verið á Íslandi en yfir 200 keppendur voru skráðir til leiks þar á meðal um 150 erlendir keppendur og 25 atvinnumenn sem eru í fremstu röð í greininni í heiminum. Þá var Challenge Iceland Íslandsmeistaramót í hálfum járnmanni en Hákon Hrafn Sigurðsson og Rannveig Anna Guicharnaud urðu Íslandsmeistarar um helgina. Keppnin var haldin við einstakar aðstæður í Hvalfirðinum. Í keppninni sem er hálfur járnmaður þurftu keppendur að synda 1.9 kílómetra í Meðalfellsvatni, hjóla 90 kílómetra hring um Hvalfjörð og hlaupa síðan 21.1 kílómetra í kringum Meðalfellsvatnið í Kjósinni. Aðstæðurnar í Kjósinni er þegar farnar að vekja mikla athygli innan þríþrautarheimsins og það þrátt fyrir að aðeins eitt mót sé að baki.Mynd/Challenge Iceland 2017/Arnold BjörnssonHér fyrir neðan sést myndband sem sýnir þessa flottu keppnisbraut. Margfaldir heimsmeistarar hafa látið hafa það eftir sér að þetta sé ein fallegasta keppnisbraut fyrir þríþraut í heiminum. Þetta hefur líka skilað sér í stórauknum áhuga á keppninni en það voru 90 keppendur í fyrra en þeir voru yfir tvö hundruð í ár. Ísland er nýjasta viðbótin í Challenge fjölskyldunni sem heldur 47 þríþrautakeppnir í 23 löndum út um allan heim. „Ísland er undravert land og náttúrufegurðin mögnuð,” sagði Zibi Szlufcik, forstjóri Challenge fjölskyldunnar í fréttatilkynningu um keppnina.Jeanni Seymour frá Suður-Afríku fagnar sigri.Mynd/Challenge Iceland 2017/Arnold Björnsson.Jeanni Seymour frá Suður-Afríku vann kvennaflokkinn og hafði þá betur í baráttunni við hina kanadísku Heather Wurtele sem vann í fyrra. Jeanni er 25 ára gömul og hefur unnið mörg flott þríþrautarmót á ferlinum. Jeanni Seymour var fyrst eftir sundið en missti Heather Wurtele framúr sér á hjólinu. Hún tryggði sér hinsvegar sigur með því að ná Heather í hlaupinu.Bandaríkjamaðurinn Justin Metzler var að vinna sitt fyrsta atvinnumannamót og ekki slæmt að gera það við þessar mögnuðu aðstæður í Hvalfirðinum. Svíinn Jesper Svensson var efstur eftir bæði sundið og hjólahlutann en Justin Metzler var sterkastur í hálfmaraþoninu og tryggði sér sigurinn. Trevor Wurtele frá Kanada var annar en Svensson datt alla leið niður í þriðja sætið.Úrslit í atvinnumannaflokki eru sem hér segir:Konur 1. Jeanni Seymour (Suður-Afríka) 4:18:02 klukkutímar 2. Heather Wurtele (Kanada) 4:18:22 3. Sarissa De Vries (Holland) 4:37:03Karlmenn 1. Justin Metzler (Bandaríkin) 3:56:21 klukkutímar 2. Trevor Wurtele (Kanada) 3:58:45 3. Jesper Svensson (Svíþjóð) 3:59:25Mynd/Challenge Iceland 2017/Arnold BjörnssonMynd/Challenge Iceland 2017/Arnold Björnsson
Aðrar íþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira