Núllstilling eftir ofhitnun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. júlí 2017 20:30 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í fyrsta skipti í tvö ár í síðasta mánuði og vísbendingar eru um að breytingar á markaðnum séu framundan. Fasteignasali talar um núllstillingu eftir ofhitnun markaðarins. Verulega dró úr hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í júní miðað við fyrri mánuði. Rétt er að taka fram að rólegur tími í viðskiptum er að nálgast en þetta eru þó rólegustu tölur síðustu tveggja ára. Verð á sérbýli hækkaði um 1,6% en verð á fjölbýli lækkaði hins vegar um 0,2%. Sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans segir þróunina athyglisverða. „Þetta er fyrsta merki um að eitthvað sé að lækka í langan, langan tíma. Í fyrsta skipti í tvö ár sem það er svona lítil hækkun og í fyrsta skipti í tvö ár sem fjölbýli lækkar í verði," segir Ari Skúlason, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Tölur sýna að auglýstum fasteignum hefur fjölgað aðeins á allra síðustu mánuðum eftir að hafa verið í lágmarki í vor. Auk þess hefur sölutími íbúða lengst nokkuð eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki á fyrstu mánuðum ársins. „Þetta eru smá vísbendingar um að eitthvað kunni að vera breytast," segir Ari. „Hvort við séum búin að ná botni og að við séum að fara aftur í hina áttina. Það er erfitt að segja." Hann bendir einnig á að mikil byggingastarfsemi hafi verið undanfarið þar sem hagstætt hefur verið að byggja. „Árangurinn af því fer smám saman að koma inn á markaðinn og er örugglega farið að koma inn nú þegar þannig að það bætir nú við framboðið." Breytingar virðast þannig vera í kortunum en tuttugu prósenta verðhækkunin sem hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir á þessu ári er að miklu leyti þegar komin fram. Er nú spáð mun hægari takti á næstu tveimur árum, eða átta prósent hækkun.Færast í eðlilegra horf Formaður félags fasteignasala segir sumarið vanalega vera rólegan tíma. Hins vegar hafi síðustu mánuðir verið rólegri en við var að búast. „Eftir páska ofhitnaði markaðurinn aðeins og verðin voru orðin mjög há. Hækkanir hafa verið mjög hraðar síðustu 12 mánuðina, þannig það hægði aðeins á. Það er svo sem ekkert óeðlilegt við það að fá núllstillingu á markaðinn aftur," segir Kjartan Hallgeirsson, formaður félags Fasteignasala. Hann segir breytingarnar frá vorinu nokkuð miklar þegar mikið kapphlaup var á markaðnum og algengt var að eignir seldust umsvifalaust og eftir aðeins eina stutta skoðun. „Ég held að þetta sé að færast í aðeins eðlilegra horf. Það er ekkert óeðlilegt við það að það taki nokkrar vikur að selja fasteign. Það er bara eðlilegur tími," segir Kjartan. Hann segir seljendur ekki hafa farið varhluta af umræðunni um miklar verðhækkanir. Undanfarið hafi margir búist við hærra verði en kaupendur séu tilbúnir að borga. Eignirnar hafi því staðnað á sölu ef verðið var ekki lækkað. „Auðvitað gerist það svolítið að þegar það eru svona hraðar hækkanir að einhverjar eignir hafa verið verðlagðar yfir markaðinn og búist við hærra verði en markaðurinn var tilbúinn að borga. En þess háttar réttir sig alltaf af," segir Kjartan. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í fyrsta skipti í tvö ár í síðasta mánuði og vísbendingar eru um að breytingar á markaðnum séu framundan. Fasteignasali talar um núllstillingu eftir ofhitnun markaðarins. Verulega dró úr hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í júní miðað við fyrri mánuði. Rétt er að taka fram að rólegur tími í viðskiptum er að nálgast en þetta eru þó rólegustu tölur síðustu tveggja ára. Verð á sérbýli hækkaði um 1,6% en verð á fjölbýli lækkaði hins vegar um 0,2%. Sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans segir þróunina athyglisverða. „Þetta er fyrsta merki um að eitthvað sé að lækka í langan, langan tíma. Í fyrsta skipti í tvö ár sem það er svona lítil hækkun og í fyrsta skipti í tvö ár sem fjölbýli lækkar í verði," segir Ari Skúlason, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Tölur sýna að auglýstum fasteignum hefur fjölgað aðeins á allra síðustu mánuðum eftir að hafa verið í lágmarki í vor. Auk þess hefur sölutími íbúða lengst nokkuð eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki á fyrstu mánuðum ársins. „Þetta eru smá vísbendingar um að eitthvað kunni að vera breytast," segir Ari. „Hvort við séum búin að ná botni og að við séum að fara aftur í hina áttina. Það er erfitt að segja." Hann bendir einnig á að mikil byggingastarfsemi hafi verið undanfarið þar sem hagstætt hefur verið að byggja. „Árangurinn af því fer smám saman að koma inn á markaðinn og er örugglega farið að koma inn nú þegar þannig að það bætir nú við framboðið." Breytingar virðast þannig vera í kortunum en tuttugu prósenta verðhækkunin sem hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir á þessu ári er að miklu leyti þegar komin fram. Er nú spáð mun hægari takti á næstu tveimur árum, eða átta prósent hækkun.Færast í eðlilegra horf Formaður félags fasteignasala segir sumarið vanalega vera rólegan tíma. Hins vegar hafi síðustu mánuðir verið rólegri en við var að búast. „Eftir páska ofhitnaði markaðurinn aðeins og verðin voru orðin mjög há. Hækkanir hafa verið mjög hraðar síðustu 12 mánuðina, þannig það hægði aðeins á. Það er svo sem ekkert óeðlilegt við það að fá núllstillingu á markaðinn aftur," segir Kjartan Hallgeirsson, formaður félags Fasteignasala. Hann segir breytingarnar frá vorinu nokkuð miklar þegar mikið kapphlaup var á markaðnum og algengt var að eignir seldust umsvifalaust og eftir aðeins eina stutta skoðun. „Ég held að þetta sé að færast í aðeins eðlilegra horf. Það er ekkert óeðlilegt við það að það taki nokkrar vikur að selja fasteign. Það er bara eðlilegur tími," segir Kjartan. Hann segir seljendur ekki hafa farið varhluta af umræðunni um miklar verðhækkanir. Undanfarið hafi margir búist við hærra verði en kaupendur séu tilbúnir að borga. Eignirnar hafi því staðnað á sölu ef verðið var ekki lækkað. „Auðvitað gerist það svolítið að þegar það eru svona hraðar hækkanir að einhverjar eignir hafa verið verðlagðar yfir markaðinn og búist við hærra verði en markaðurinn var tilbúinn að borga. En þess háttar réttir sig alltaf af," segir Kjartan.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira