38 fermetrarnir nýttir til fulls Guðný Hrönn skrifar 27. júlí 2017 08:00 Sara Björk býr í lítilli vel skipulagðri íbúð í póstnúmeri 105 ásamt kærasta sínum, Ágústi Orra, og hundinum þeirra, Calvin. vísir/ANDRI MARINÓ Fagurkerarnir Sara Björk Purkhús og Ágúst Orri Ágústsson búa í lítilli íbúð sem þeim hefur tekist að gera afar notalega og flotta. Hver fermetrer er nýttur vel enda hafa þau dundað sér við að innrétta rýmið vandlega. Sara Björk og Ágúst Orri hafa búið í íbúðinni sinni í rúm tvö ár. „Nýlega bættist svo Calvin við í fjölskylduna en hann er þriggja mánaða gamall franskur bolabítur,“ segir Sara spurð út í íbúa heimilisins. Íbúð Söru og Ágústs er skráð 38 fermetrar. „Hluti íbúðarinnar er undir súð og telst því ekki með í fermetratölu. Allt pláss er vel nýtt hér og íbúðin virkilega vel skipulögð og björt,“ útskýrir Sara.Íbúð Söru Bjarkar og Ágústs Orra er stílhrein og björt.vísir/andri marinóUppáhaldsrými Söru á heimilinu er stofan. „Ég er búin að dunda mér mest í henni frá því að við fluttum inn. Svalirnar koma þar á eftir sterkar inn á góðum sólardegi. Þær eru stórar og sólin skín þar allan daginn, þegar hún lætur sjá sig það er að segja.“ Spurð út í hver galdurinn á bak við góða nýtingu fermetra sé segir Sara: „Ég nýti alla veggi vel og hef sett upp nokkrar fallegar vegghillur. Einnig nýti ég vel þann hluta íbúðarinnar sem er undir súð og er með góðar kommóður. Lykilatriðið er að vera með gott skipulag.“Íbúðin er að miklu leyti undir súð.vísir/andri marinóMeirihluti húsgagnanna sem prýðir heimilið kemur úr Rúmfatalagernum, þar á meðal uppáhaldshúsgagn Söru. „Nánast öll húsgögnin okkar eru úr Rúmfatalagernum og líka margt annað smádót. Ég finn alltaf eitthvað fallegt þar á góðu verði. Ætli uppáhaldshúsgagnið mitt sé ekki stofuborðið úr Rúmfatalagernum. Það er hvítt með fallegum viðarfótum og sporöskjulaga svo það passar vel inn í lítið rými,“ segir Sara sem kaupir líka töluvert inn á heimilið í Ilvu, Söstrene Grene, Líf og list og Kúnigúnd. „Þegar ég fer til útlanda versla ég gjarnan í Urban Outfitters en þeir eru með margt fallegt fyrir heimilið.“Allt á sinn stað heima hjá Söru og Ágústi.vísir/andri marinóSara er mikill fagurkeri og elskar að raða upp á nýtt og breyta til heima hjá sér.„Mér hefur alltaf þótt gaman að gera fínt í kringum mig og breyta til. Mér þykir þetta meira að segja svo gaman að nýlega stofnaði ég fyrirtæki sem mun halda utan um vefverslunina purkhus.is. Þar mun ýmislegt falleg fást fyrir hús og heimili,“ segir Sara sem stefnir á að opna vefverslunina í haust. Að lokum, spurð út í draumaheimilið, segir Sara: „Það væri draumur að búa í fallegu gömlu steinuðu húsi sem er þó nútímalegt að innan. Mig hefur líka alltaf dreymt um að vera með stóra bogadregna glugga í stofunni.“ Hús og heimili Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Fagurkerarnir Sara Björk Purkhús og Ágúst Orri Ágústsson búa í lítilli íbúð sem þeim hefur tekist að gera afar notalega og flotta. Hver fermetrer er nýttur vel enda hafa þau dundað sér við að innrétta rýmið vandlega. Sara Björk og Ágúst Orri hafa búið í íbúðinni sinni í rúm tvö ár. „Nýlega bættist svo Calvin við í fjölskylduna en hann er þriggja mánaða gamall franskur bolabítur,“ segir Sara spurð út í íbúa heimilisins. Íbúð Söru og Ágústs er skráð 38 fermetrar. „Hluti íbúðarinnar er undir súð og telst því ekki með í fermetratölu. Allt pláss er vel nýtt hér og íbúðin virkilega vel skipulögð og björt,“ útskýrir Sara.Íbúð Söru Bjarkar og Ágústs Orra er stílhrein og björt.vísir/andri marinóUppáhaldsrými Söru á heimilinu er stofan. „Ég er búin að dunda mér mest í henni frá því að við fluttum inn. Svalirnar koma þar á eftir sterkar inn á góðum sólardegi. Þær eru stórar og sólin skín þar allan daginn, þegar hún lætur sjá sig það er að segja.“ Spurð út í hver galdurinn á bak við góða nýtingu fermetra sé segir Sara: „Ég nýti alla veggi vel og hef sett upp nokkrar fallegar vegghillur. Einnig nýti ég vel þann hluta íbúðarinnar sem er undir súð og er með góðar kommóður. Lykilatriðið er að vera með gott skipulag.“Íbúðin er að miklu leyti undir súð.vísir/andri marinóMeirihluti húsgagnanna sem prýðir heimilið kemur úr Rúmfatalagernum, þar á meðal uppáhaldshúsgagn Söru. „Nánast öll húsgögnin okkar eru úr Rúmfatalagernum og líka margt annað smádót. Ég finn alltaf eitthvað fallegt þar á góðu verði. Ætli uppáhaldshúsgagnið mitt sé ekki stofuborðið úr Rúmfatalagernum. Það er hvítt með fallegum viðarfótum og sporöskjulaga svo það passar vel inn í lítið rými,“ segir Sara sem kaupir líka töluvert inn á heimilið í Ilvu, Söstrene Grene, Líf og list og Kúnigúnd. „Þegar ég fer til útlanda versla ég gjarnan í Urban Outfitters en þeir eru með margt fallegt fyrir heimilið.“Allt á sinn stað heima hjá Söru og Ágústi.vísir/andri marinóSara er mikill fagurkeri og elskar að raða upp á nýtt og breyta til heima hjá sér.„Mér hefur alltaf þótt gaman að gera fínt í kringum mig og breyta til. Mér þykir þetta meira að segja svo gaman að nýlega stofnaði ég fyrirtæki sem mun halda utan um vefverslunina purkhus.is. Þar mun ýmislegt falleg fást fyrir hús og heimili,“ segir Sara sem stefnir á að opna vefverslunina í haust. Að lokum, spurð út í draumaheimilið, segir Sara: „Það væri draumur að búa í fallegu gömlu steinuðu húsi sem er þó nútímalegt að innan. Mig hefur líka alltaf dreymt um að vera með stóra bogadregna glugga í stofunni.“
Hús og heimili Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira