38 fermetrarnir nýttir til fulls Guðný Hrönn skrifar 27. júlí 2017 08:00 Sara Björk býr í lítilli vel skipulagðri íbúð í póstnúmeri 105 ásamt kærasta sínum, Ágústi Orra, og hundinum þeirra, Calvin. vísir/ANDRI MARINÓ Fagurkerarnir Sara Björk Purkhús og Ágúst Orri Ágústsson búa í lítilli íbúð sem þeim hefur tekist að gera afar notalega og flotta. Hver fermetrer er nýttur vel enda hafa þau dundað sér við að innrétta rýmið vandlega. Sara Björk og Ágúst Orri hafa búið í íbúðinni sinni í rúm tvö ár. „Nýlega bættist svo Calvin við í fjölskylduna en hann er þriggja mánaða gamall franskur bolabítur,“ segir Sara spurð út í íbúa heimilisins. Íbúð Söru og Ágústs er skráð 38 fermetrar. „Hluti íbúðarinnar er undir súð og telst því ekki með í fermetratölu. Allt pláss er vel nýtt hér og íbúðin virkilega vel skipulögð og björt,“ útskýrir Sara.Íbúð Söru Bjarkar og Ágústs Orra er stílhrein og björt.vísir/andri marinóUppáhaldsrými Söru á heimilinu er stofan. „Ég er búin að dunda mér mest í henni frá því að við fluttum inn. Svalirnar koma þar á eftir sterkar inn á góðum sólardegi. Þær eru stórar og sólin skín þar allan daginn, þegar hún lætur sjá sig það er að segja.“ Spurð út í hver galdurinn á bak við góða nýtingu fermetra sé segir Sara: „Ég nýti alla veggi vel og hef sett upp nokkrar fallegar vegghillur. Einnig nýti ég vel þann hluta íbúðarinnar sem er undir súð og er með góðar kommóður. Lykilatriðið er að vera með gott skipulag.“Íbúðin er að miklu leyti undir súð.vísir/andri marinóMeirihluti húsgagnanna sem prýðir heimilið kemur úr Rúmfatalagernum, þar á meðal uppáhaldshúsgagn Söru. „Nánast öll húsgögnin okkar eru úr Rúmfatalagernum og líka margt annað smádót. Ég finn alltaf eitthvað fallegt þar á góðu verði. Ætli uppáhaldshúsgagnið mitt sé ekki stofuborðið úr Rúmfatalagernum. Það er hvítt með fallegum viðarfótum og sporöskjulaga svo það passar vel inn í lítið rými,“ segir Sara sem kaupir líka töluvert inn á heimilið í Ilvu, Söstrene Grene, Líf og list og Kúnigúnd. „Þegar ég fer til útlanda versla ég gjarnan í Urban Outfitters en þeir eru með margt fallegt fyrir heimilið.“Allt á sinn stað heima hjá Söru og Ágústi.vísir/andri marinóSara er mikill fagurkeri og elskar að raða upp á nýtt og breyta til heima hjá sér.„Mér hefur alltaf þótt gaman að gera fínt í kringum mig og breyta til. Mér þykir þetta meira að segja svo gaman að nýlega stofnaði ég fyrirtæki sem mun halda utan um vefverslunina purkhus.is. Þar mun ýmislegt falleg fást fyrir hús og heimili,“ segir Sara sem stefnir á að opna vefverslunina í haust. Að lokum, spurð út í draumaheimilið, segir Sara: „Það væri draumur að búa í fallegu gömlu steinuðu húsi sem er þó nútímalegt að innan. Mig hefur líka alltaf dreymt um að vera með stóra bogadregna glugga í stofunni.“ Hús og heimili Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira
Fagurkerarnir Sara Björk Purkhús og Ágúst Orri Ágústsson búa í lítilli íbúð sem þeim hefur tekist að gera afar notalega og flotta. Hver fermetrer er nýttur vel enda hafa þau dundað sér við að innrétta rýmið vandlega. Sara Björk og Ágúst Orri hafa búið í íbúðinni sinni í rúm tvö ár. „Nýlega bættist svo Calvin við í fjölskylduna en hann er þriggja mánaða gamall franskur bolabítur,“ segir Sara spurð út í íbúa heimilisins. Íbúð Söru og Ágústs er skráð 38 fermetrar. „Hluti íbúðarinnar er undir súð og telst því ekki með í fermetratölu. Allt pláss er vel nýtt hér og íbúðin virkilega vel skipulögð og björt,“ útskýrir Sara.Íbúð Söru Bjarkar og Ágústs Orra er stílhrein og björt.vísir/andri marinóUppáhaldsrými Söru á heimilinu er stofan. „Ég er búin að dunda mér mest í henni frá því að við fluttum inn. Svalirnar koma þar á eftir sterkar inn á góðum sólardegi. Þær eru stórar og sólin skín þar allan daginn, þegar hún lætur sjá sig það er að segja.“ Spurð út í hver galdurinn á bak við góða nýtingu fermetra sé segir Sara: „Ég nýti alla veggi vel og hef sett upp nokkrar fallegar vegghillur. Einnig nýti ég vel þann hluta íbúðarinnar sem er undir súð og er með góðar kommóður. Lykilatriðið er að vera með gott skipulag.“Íbúðin er að miklu leyti undir súð.vísir/andri marinóMeirihluti húsgagnanna sem prýðir heimilið kemur úr Rúmfatalagernum, þar á meðal uppáhaldshúsgagn Söru. „Nánast öll húsgögnin okkar eru úr Rúmfatalagernum og líka margt annað smádót. Ég finn alltaf eitthvað fallegt þar á góðu verði. Ætli uppáhaldshúsgagnið mitt sé ekki stofuborðið úr Rúmfatalagernum. Það er hvítt með fallegum viðarfótum og sporöskjulaga svo það passar vel inn í lítið rými,“ segir Sara sem kaupir líka töluvert inn á heimilið í Ilvu, Söstrene Grene, Líf og list og Kúnigúnd. „Þegar ég fer til útlanda versla ég gjarnan í Urban Outfitters en þeir eru með margt fallegt fyrir heimilið.“Allt á sinn stað heima hjá Söru og Ágústi.vísir/andri marinóSara er mikill fagurkeri og elskar að raða upp á nýtt og breyta til heima hjá sér.„Mér hefur alltaf þótt gaman að gera fínt í kringum mig og breyta til. Mér þykir þetta meira að segja svo gaman að nýlega stofnaði ég fyrirtæki sem mun halda utan um vefverslunina purkhus.is. Þar mun ýmislegt falleg fást fyrir hús og heimili,“ segir Sara sem stefnir á að opna vefverslunina í haust. Að lokum, spurð út í draumaheimilið, segir Sara: „Það væri draumur að búa í fallegu gömlu steinuðu húsi sem er þó nútímalegt að innan. Mig hefur líka alltaf dreymt um að vera með stóra bogadregna glugga í stofunni.“
Hús og heimili Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira